Leita í fréttum mbl.is

Cliff Richard að eilífu

Photobucket - Video and Image Hosting

Þenna gamla snilling fór ég að sjá og hlusta á í gærkvöldi! Þvílík snilld í gamla manninum 67 ára og var eins og 30 ára á sviðinu, hann er með ótrúlega flott show, einlægur og tilþrifin í líkamshreyfingum engu lík.

Þetta var nú æskudýrkunin og greinilega aldrei of seint að fara í smá nostalgíu!

Hann var með góða hljómsveit og góða bakraddasöngvara sem allir sungu hver fyrir sig dúetta með Cliff. Hann tók bæði eldgömlu, milligömlu og nýjustu lögin sín og verð ég að segja að nýjast stöffið hans var lang best en það eldgamla kom við taugaendana í mér og ég datt í sæluvímu nokkrum sinnum.

Það sem hrífur mann 11 ára gamlan dettur ekki auðveldlega úr huganum, enda er ég að uppgötva að það sem gerist í lífi manns frá ca 7 til 15 ára er mesti áhrifavaldurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já það hefði verið gaman að sjá hann og heyra. En Elvis verður alltaf mitt uppáhald og svo sveitatónlist. Ég get aldrei gleymt þegar ég fór að sjá og heyra Tammy Wynett á Broadway. Þvílík upplifun.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fórnaði Elvis fyrir Kliffann þegar ég sá "The young ones" í Tónabíói ca. fimm sinnum.  Það kom í ljós að það var "æfing" fyrir Bítlabrjálæðið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband