Leita í fréttum mbl.is

Mold, vikur,blóm og pottar.

Fór í Bónus og keypti þrjú pottasett til að hafa úti, í hverju setti eru þrjár mismunandi pottastærðir. Fyrir þetta borgaði ég 1797 krónur. Svo fór ég gróðurstöðina okkar og keypti þrjá poka af 40 lítra mold, tvo poka af 10 lítra vikri og 10 kg af blákorni. Það kostaði 5048 kr.

Afhverju er ég að segja frá þessu ? Jú ég er dálítið hissa á pottaverðinu og skil ekki hvernig það er hægt að fá þá fyrir svona lítið. Við hér á Skaga erum nýbúin að fá Bónus.

Ég hef búið í sérbýli í tvö ár og hef komist að ýmsu jákvæðu við það en neikvæðar hliðar eru heldur fleiri ef fjárútlát er tekin með. Það sem við þurftum að koma okkur upp er t.d. sláttuvél, slátturorf, allskonar garðyrkjudót og garðyrkjumanni til að klippa á hverju vori, og ekki má gleyma spraututæki til að úða tréin, slöngu og margt fleira.

Ég hugsa oft til þess þegar ég bjó í fjölbýlinu hvernig margir fundir fóru í að framkvæma smæstu hluti sem við gerum núna eins og að kaupa mjólk. Ég get ekki neitað því hvað mér fannst oft erfitt að upplifa smásmuguganginn í sambýlingunum þegar kom að garðyrkjunni en það má segja þeim til afsökunnar að það er alls ekki langt síðan fjölbýlishúsalóðir hér fóru að rækta í kring um sig. Nú er sú lóð ein fallegasta fjölbýlishúsalóð á Akranesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er greinilega nóg að gera hjá þér.  Gangi þér vel í garðyrkjunni Edda mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Veit hvað þú meinar. Flutti í sérbýli fyrir ári síðan og verð að viðurkenna að skortur á aur flækist fyrir mér í sambandi við garðinn minn.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.6.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jón: Þetta eru bara fjárans útlát ef maður ætlar að halda þessu sæmileg og hafa fallegt eins og allir vilja.  Ég er sammála þér með það og takk fyrir innlitið !

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband