Leita í fréttum mbl.is

Stormviðvörun Stormviðvörun Stormviðvörun Stormviðvörun Stormviðvörun Stormviðvörun

Er engin þreyta í mönnum á þessu orði "stormviðvörun" eða kannski veðri?

Ég er alveg búin að fá upp í kok á þessu. Þeir sem búa úti á landi og þurfa að sækja margt til Reykjavíkur  þá er þetta orðið ansi þreytt.

Gátu þeir ekki beðið með þetta þangað til í janúar?

 

Hvað finnst ykkur? Eruð þið sátt?

Hafið þið einhverjar tillögur/lausnir?


mbl.is Stormviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég vil fá lögbann á þetta endalaus hvassviðri, veit sem ekki hversu líklegt það er að það muni virka. Þótt við hér á Akureyri höfum sloppi vel sem komið er þá er þetta orðið ansi hvimleitt.

Páll Jóhannesson, 17.12.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir það Edda, það hefði mátt fresta þessum látum fram yfir áramótin. Þetta spillir notalegri aðventustemningunni

Marta B Helgadóttir, 17.12.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Senda Sigga Storm til Kanarý. Annars er bara gott veður hjá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 23:19

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Stomviðvörun er orðið daglegt brauð.  Hvenær fáum við eiginlega jólasnjóinn?

Heldur myndi ég vilja hvíta jörð, frost og stillu.  Væri það ekki betra?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.12.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Var einmitt hugsað til ykkar sem búa á Suðurlandinu þegar ég sá veðurfréttir í kvöld, er feginn að þurfa ekki að vera á ferðinni. Bestu kveðjur  í rokið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.12.2007 kl. 00:03

6 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Við hér í Engihjallanum í Kópavogi erum að verða vitlaus á þessu. Ég bý áveðursmegin þessa stundina þegar það eru endalausar sunnan eða suðaustan og suðvestan áttir allir gluggar lokaðir og ekkert súrefni. Alveg til í að setja þetta í nefnd og biðja um hvíta jörð, frost og stillu löngu tímabært.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 18.12.2007 kl. 00:26

7 identicon

stormur ormur.. hnuss.. þetta eru bara í kringum 9 vindstig.. peace of cake ... Er þetta það besta sem Herra Veður getur gert ?? hann er greinilega að slappast og snjórinn kemur á aðfangadag.. fallegur og mildur.. sannaðu til

Björg F (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:32

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er að verða ansi þreytandi, mig langar í jólansnjó og alveg stafalogn og svona stór snjókorn sem falla til jarðar !

Það er spurning að reyna að semja eitthvað við almættið !

Sunna Dóra Möller, 18.12.2007 kl. 08:28

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meira segja ég, veðurperrinn, er að fá nægju mína og vel það.

Lausn: Flytja á suðlægari slóðir.  Vonandi týmir þú því þó ekki.

Eru krútt komin í hús?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 09:12

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný mín. Mar var eitt stressbúnt í gær út af þessu veðri en þau eru komin þessar elskur. Steinsofnuðu á leiðinni í bílnum og pabbinn rétt kom sér inn í rúm með barnið og þar lágu þau dauðþreytt. Sé eftir að hafa ekki tekið mynd af þeim!

Já Sunna dauðþreytt og Björg ég vona það líka!

Ingigerður ég get rétt ímyndað mér það að það sé erfitt og þreytandi að hlusta á gnauðið alla daga!

Hrafnhildur og Jón þið eruð heppin að vera á Akureyri um þessar...mm namm namm Akureyri!

Gunnar og Beta, ég vildi að ég gæti bæði hætt að heyra og spá! Hvernig yrði það annars?

Ásdís Marta og Gísli, eigum við ekki fara næst út og athug í storminum hvort við getum ýtt landinu með hjálp stormsins suður á bóginn?

Edda Agnarsdóttir, 18.12.2007 kl. 10:05

11 identicon

Það jákvæða við þetta er að mengunin sem kemur frá okkur fýkur til annarra

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:07

12 identicon

Ingigerður  við sem búum hinum megin í húsunum í Engihjallanum finnum ekki fyrir neinu

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:09

13 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hér í Nesk. er bongóblíða dag eftir dag. Ef það vindar og rignir þá er það á nóttinni. Tek undir að það væri frábært að fá smá frost, stillu og snjó.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.12.2007 kl. 12:53

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jú, ég er búin að fá algjörlega nóg af þessu veðri, þrátt fyrir að ég búi í sjálfum höfuðstaðnum.  Lægðunum fylgir þreyta og óútskýranlegur doði, andlegt tómlæti, já og kannski bloggleti. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.12.2007 kl. 13:59

15 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er víst að við hérna á Fróni getum alltaf rætt um veðrið. Hugsið ykkur ef alltaf væri logn og blíða, þá gætum við lítið rætt um það. Ég er hrædd um að einhverjir þarna fyrir sunnan séu alltaf að dansa rigningardansinn !  Við hér fyrir norðan þurfum lítið að kvarta,hálkan búin og allt að verða autt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.12.2007 kl. 16:17

16 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

það er einsog í hárblásara hérna á Hólum - sunnanvindurinn búinn að vera þvílíkur að ég trúi því alveg að dómkirkjan hafi fokið þarna um árið.

Guðrún Helgadóttir, 18.12.2007 kl. 17:05

17 identicon

Sjö, níu, þrettán og allt það en við hérna í Eyjafirðinum höfum sloppið furðuvel. Eins gott, í það minnsta fyrir mig því að ég er alveg skíthrædd í miklu roki  En spurning með tímasetninguna, kannski er bara gott að klára þetta á þessu ári - smá-Pollíanna hér

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:47

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vúhúúú.... það er líklegt að snjói á sjálfan aðfangadag.   

Svakaleg stemming yrði það nú !

Anna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband