Leita í fréttum mbl.is

Stúlkubörn blekktar undir merkjum fáfræði og fátæktar.

Skoðið niðurlag þessarar fréttar.

 Hvaða möguleg áhrif geta Vesturlandabúar haft á þessi múslömsku ríki til að afnema þennan ósóma ?

Þetta er falin misnotkun og ofbeldi með því viðbjóðslegra.

 Í bókinni "Arabíukonur" eftir Jóhönnu Kristjónsdóttir segir hún, að Jemen sé með frumstæðustu og fátækustu ríkjum Arabaheimsins. Jemen er aftur úr öllu nema fegurð segir hún. Barnamergð er mikil meðal hjóna eða frá átta börnum upp í fjórtán er algengt. Aðeins elstabarnið eða öllu heldur elsti sonurinn fær að læra að lesa. Á þjóðþingi Jemena sitja menn sem ekki kunna að lesa. Samt voru tvær konur sem töldust til skörungar í sinni tíð sem hafa stjórnað þessu landi, það er drottningin af Saba 995 fyrir krist og hin er drottningin Arwa Akmedsdóttir sem stjórnaði þessu ríki á 11. öld eftir krist og langt fram á 12. öld.


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfilegt að hugsa um að barn geti lent í svona aðstöðu, gift 8 ára þetta er bara hryllingur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 22:31

2 identicon

Ég hugsa að það sé ekki mikið sem við getum gert í þessu.  Nema við séum tilbúin til þess að lenda í stríði.. út af trú eins og flest stríð.

Örvar (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:51

3 identicon

Reyndar eru þetta um 1429 ára gamlar reglur frá múa gamla kvenna trylli.

Jón (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er skelfilegt.  Er eimitt nýlega búin að endurnýja kynni mín við bókina hennar Jóhönnu.  Hún er vægast sagt frábær og upplýsandi sú bók fyrir konu eins og mig sem er full af fordómum.

Takk fyrir færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hvað getur maður sagt?

Páll Jóhannesson, 16.4.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er skelfilegt.

Ég hef ekki lesið bókina hennar Jóhönnu, þarf að komast yfir hana við tækifæri.

Marta B Helgadóttir, 17.4.2008 kl. 14:21

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er óhugnanlegur viðbjóður !

Þarf að endurnýja kynni mín af bókinni hennar Jóhönnu, alveg mögnuð bók. - Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað. - VEKJA HEIMINN af dásvefni fordóma og tala um málin af skynsemi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband