Leita í fréttum mbl.is

Hvað er flensa eða hvað þýðir orðið Flensa?

Svarið er komið frá einum bloggvini Gunnari Þór Jónssyni.

 

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

(Tilvísun frá Flensa)
Fara á: flakk, leita
Flensuveirur séðar í smásjá
Flensuveirur séðar í smásjá

Inflúensa, eða flensa, er smitsjúkdómur sem leggst á fugla og spendýr, og í spendýrum koma helstu einkenni fram í efri öndunarfærum og í lungum. Sjúkdóminn má rekja til RNA veiru (af Orthomyxoviridae fjölskyldunni).

Algengustu einkenni í mönnum eru sótthiti, hálsbólga og eymsli í hálsi, höfuðverkur, vöðvaverkir, hósti og þreyta.

Þótt ýmsir öndunarfærasjúkdómar séu í daglegu tali nefndir flensa er raunveruleg inflúensa talsvert frábrugðin venjulegu kvefi, og mun alvarlegri. Einstaklingar sem smitast af inflúensu þjást oft af miklum sótthita í eina til tvær vikur, og ef ekki er brugðist rétt við, eða ef einstaklingurinn er veikburða fyrir, getur sjúkdómurinn leitt til dauða.

Inflúensa er bráðsmitandi og berst um heiminn í árvissum flensufaröldrum. Þegar flensufaraldur geisar yfir látast alla jafna milljónir af völdum sjúkdómsins, en í hefðbundnu árferði nemur tala látinna hundruðum þúsunda á ári. Á 20. öldinni hafa þrír flensufaraldrar geisað, í öll skiptin í kjölfar stökkbreytingar á veirunni sem dró úr getu fólks til að berjast við sjúkdóminn.

Sú tegund influensu sem líklegast er að geti brotist út í alvarlegan alheimsfaraldur um þessar stundir nefnist H5N1, en þessi influensutegund er betur þekkt sem fuglaflensa.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Á þessu heimili eru þrír veikir núna. Móðir mín er líka veik heima hjá sér síðan á mánudag og er það mun verra en hjá okkur enda er hún orðin fullorðin.

Einhverskonar flensuskítur er enn í gangi.

Mikið lifandis skelfing  verð ég fegin þegar þessi vetur er búin ef hann þá klárast. Mér finnst eins og fólk í kringum mig hafi aldrei verið svona mikið veikt af flensuskít og pestum eins og það hefur verið í vetur.

Sólin skín akkúrat núna úti og vonandi verður veðrið eitthvað glaðlegra á næstunni. Ég er farin að þrá hitann.

Ég veit ekkert hvað þetta flensuorð er og enn síður veit ég hvað eða hvernig á að greina á milli flensustofna og ansi hart að sumir eða margir geti fengið margar flensur á einum og sama vetri.

Þótt ég sé veik í dag tel ég mig ekki vera með flensu - ég var sprautuð fyrir henni í haust og er ánægð með það. Samt náði ég mér í eiinhvern kvefskít í DK sem gerir sloj og hef ég notið þess vel að hvíla mig heima í dag.


mbl.is Flensufaraldur hefur náð hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki bara ein flensa heldur flensuráðstefnur sem ráðast að manni hvor á eftir annarri.  Einar vaknaði veikur í morgun.  Fruss.

Þetta má fara að taka enda my good woman.

Takk fyrir skemmtilegt spjall í morgun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flensan hefur ekki komið hingað í vetur 7 9  13  við fórum í sprautu. Vona að ykkur batni fljótt   Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég fór í sprautu, en samt er ég heima með kvef og minnkandi hita. 

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn kemur og ég hlakka til eins og barn.  Eigum við ekki að ætlast til að Vetur Konungur kveðji og vorið komi og grundirnar munu gróa.

Edda mín, við látum okkur batna  
Flowers For You

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.4.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það var ekkert minna eins og heil bloggfærsla! Gott ef ég nota ekkiþessi skrif þín í blogg. Takk fyrir.

Edda Agnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 19:44

5 identicon

Æi- þið eigið alla mína samúð. Það er vont þegar heilu fjölskyldurnar leggjast svona. Ég fékk slæma flensu í fyrravetur í fyrsta skipti í mörg ár, vona að maður sleppi þetta árið. 7-9-13

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:38

6 Smámynd: Brattur

... það er eitthvert "flen" yfir mér, var sagt í Zwúpilandi... síðan breyttist "flen" í "slen"... þaðan kemur orðið "flensa"... ætti eiginlega að heita "slensa" í dag... þetta tók ég "copy-paste" upp úr Wikkipikki bókinni... sem er saga Zwúpilands...

Góðan bata...

Brattur, 17.4.2008 kl. 21:25

7 Smámynd: Inga Sig

Láttu þér batna Edda mín og farðu vel með þig. Engin flensa á mínum bæ sem betur fer.

Inga Sig, 17.4.2008 kl. 21:39

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi þið eruð krútt!

Edda Agnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 22:16

9 identicon

Vondandi ertu orðin hress Edda. Ég er barasta svo hamingjusöm núna þegar vorið er að skríða inn.

Elisabet R (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:26

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er nú svo að þó maður sé sprautaður fyrir flensu getur maður samt fengið hana, en bara vægari. Svo var með mig, en hún entist lengur.  Góðan bata Edda mín og góðan bata. Farðu nú vel með þig.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband