Leita í fréttum mbl.is

Skagamaðurinn Arnór Smárason

 

Arnór Smárason, leikmaður Heerenveen í Hollandi hefur verið valinn í landsliðshópinn sem mætir Wales þann 28 maí í vináttuleik. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari mun samt sem áður ekki tilkynna leikmannahópinn fyrr en seinna í þessari viku en heimasíða Heereveen birti frétt um þetta í dag.

 Þessa frétt má m.a. sjá á Gras.is

Arnór Smárason er ég búin að þekkja síðan hann var 2ja ára - sömuleiðis sonur minn, Þór sem kynntist honum í leikskólanum þar sem þeir fylgdust að á deild og alla leið upp úr í grunnskólanum eða þangað til Nóri (eins og vinir hans kalla hann) flutti til Hollands til að spila fótbolta og læra. Mamma Nóra er leikskólakennari, hún Gulla, hún var á deildinni þeirra þegar þeir voru litlir.

Nóri flutti út til fjölskyldu sem tekur að sér að hafa fótboltastráka hjá sér og þar var hann til 18 ára aldurs. Stundum er skrýtið og eflaust dáldið erfitt fyrir bæði fjölskylduna og stráka sem flytja svona ungir burtu í annað land en Arnór stóð það allt saman og er orðin ansi heimavanur í Hollandi þar sem hann hefur eignast kærustu.

Hann var hér heima um jólin og ég smelli inn myndum af honum, kærustunni og þór.

arnórþór

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Arnór í fyrsta sinn í A-landsliðshópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegir krakkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að þessu, flottir krakkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æðislegir krakkar. - Holland er gott land.- þar eru börn sett í öndvegi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný, þessi stelpa þarna á myndinni hún heitir Floor, og minnir mig töluvert á Maysuna þína.

Ásdís: Já það er gaman að fylgjast með krökkum frá bleyjbarni og upp.

Lilja: Ég hef aldrei komið til Hollands og veit því ekkert hvernig þar er - en ég veit að þeir eiga marga góða skóla og eru miklir hugsjóna og sköpunarmenn í skólamálum.

Edda Agnarsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flottir krakkar. Hollendingar eru frábært fólk og minna mig á mörgu leiti á Íslendinga.

Huld S. Ringsted, 19.5.2008 kl. 21:10

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Skagamenn hafa löngum átt góða fótboltamenn. Gaman hvað gengur vel hjá Arnóri Smárasyni. Gaman hvað þessum krökkum gengur vel.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.5.2008 kl. 16:05

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Skagamenn eru flottur, vonandi fæ ég að sjá Nóra  á afmælisdaginn minn, ég verð á Vellinum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.5.2008 kl. 22:01

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flottir krakkar.

Marta B Helgadóttir, 21.5.2008 kl. 23:10

9 identicon

Segi eins og fleiri hér. Þetta eru flottir krakkar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:35

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir allt innlitið hér.

Nú ætla ég að blogga aðeins um júróið - bless á meðan!

Edda Agnarsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband