Leita í fréttum mbl.is

Bráðum sér fyrir endann á þessum skólavetri...

... og af því tilefni ætla ég að setja inn eina mjög þægilega og góða uppskrift af pizzadeigi sem slegið hefur í gegn hér í Heimilisfræði í vetur. Hún er svona:

Pitsubotn með lyftidufti. Hráefni: 

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

1/8 tsk salt

½ tsk pitsukrydd

1 msk matarolía

1 dl mjólk

 Aðferð: 
  1. Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Blandið mjólk og matarolíu út í, hrærið saman með sleif. Reynið að hræra ekki mikið.
  2. 2. Látið á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt. Ekki hnoða meira en nauðsynlegt er til að deiginu saman, því deigið vill verða seigt ef það er hnoðað.
  3. 3. Hveitistráið deigkökuna og fletjið út kringlótta köku u.þ.b. 20-25 cm í þvermál eða skiptið deiginu í tvennt og búið til tvær minni pitsur.
  4. 4. Látið á plötu og bakið í 3 mín. Við 2000°c.
  5. 5. Setjið pitsusósu, fyllingu og ost eftir smekk á botninn.
  6. 6. Bakið í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til botninn er gegnbakaður og osturinn hefur fengið fallegan lit.

 

Munið bara að forbaka botninn í 3 - 5 mín. fer eftir ofnum. Öll uppskriftin passar á eina plötu.

Njótið vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta.  Prufa um næstu helgi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir mín kæra. Það er fátt sem jafnast á við góða, heimabakaða pizzu á föstudegi

Og takk fyrir falleg orð um ljóðabókina mína sem ég sá í athugasemd frá þér á síðunni hennar Jónu Ágústu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.5.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mmmmmm..takk fyrir þetta..ég á örugglega eftir að prófa..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.5.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir þetta ......hér á bæ eru heimatilbúnar pizzur uppáhald!!

Sunna Dóra Möller, 27.5.2008 kl. 17:29

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir. Ég baka stundum pizzur, en mínar eru með þurrgeri.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.5.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þess vegna setti ég þessa uppskrift inn Ólöf af því hún er með lyftidufti - sem er ótrúlega þægilegt og fljótlegt.

 Sunna, það er gott að sjá að þú ert komin á kreik!

Krumma mín, þú tapar ekki á því að prófa þessa.

Ólína, það er yndislegt að hafa ljóðabækur við höndina og nú er þín búin að vera hér við hliðina á mér síðan á jólum. Svo þegar eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera er gott að opna bókina og finna eitthvað við hæfi. Ég sendi kunningjakonu minni ljóðið "Dagskíma" sem er svo fallegt, um daginn að morgni dags og hún varð svo glöð, ég sendi það líka í þremur áföngum á þremur dögum.

Jenný láttu ekki happ úr hendi sleppa! Hún er góð.

Edda Agnarsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:32

7 identicon

Er ekki 2000 gráður ekki full heitt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 09:30

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það held ég ekki Gísli - kannski eitthvað öðruvísi með lyftidufti! Prófaðu bara og segðu mér hvernig þú lendir með þetta.

Edda Agnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:24

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og þá verða allir rosalega glaðir, bæði mæður og börn.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 20:15

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

2.000 gráður.  Hverfur hún þá ekki?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 28.5.2008 kl. 23:31

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jú strákar hún hverfur! Mér fyndist ekki ólíklegt að þið ættuð ofn sem er tvöþúsund gráður!

Edda Agnarsdóttir, 29.5.2008 kl. 13:41

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Uhmmm, þetta er spennandi uppskrift, má ekki bara nota spelt mjöl í stað hveitis? Ég hef áhuga á að prófa þessa uppskrift.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband