Leita í fréttum mbl.is

Dauðarefsingar - vegna kynferðis?

Hér í þessaari frétt er sagt frá því að konurnar séu dæmdar m.a. fyrir sifjaspell. Það hvarflar að manni að þarna sé verið að snúa hlutunum á hvolf, það er að karlmaður sem er í sömu fjölskyldu og konan,  misnotar hana og hún er dæmd. Eða hvað haldið þið miðað við það sem sagt er frá hér í mbl fréttinni að þar eru átta konum refsað á móti einum karli?

Það er ekki svo ýkja langt síðan konur á íslandi voru látnar bera alla ábyrgð vegna naugana, misnotkunar og ofbeldis af hálfu karlmanna - þær voru líka teknar af lífi!

 "Í Íran er framhjáhald glæpur sem varðar við dauðadóm.  Refsilög Írans segja til um að karlmenn, sem hafa verið sakfelldir fyrir framhjáhald, skuli grafnir í jörðu upp að mitti og konur upp að brjóstkassa, áður en grýting hefst.  Þá er tekið fram að steinarnir eigi ekki að vera svo stórir að einstaklingurinn láti lífið við fyrsta

Óhugnaðurinn eftir þennan lestur, segir mér hvað það er hræðilega langt í land að kynin í heiminum nái jafnræði.


mbl.is Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er þvílíkur óhugnaður að maður á ekki orð. Að grýta konur sem hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af ættingjum sínum er svo fáránlegt að maður á bara ekki eitt einasta orð. Jafnréttið á sko örugglega langt í land víða,

Helga Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 18:22

2 identicon

Ertu að bera saman örlög þessara kvenna saman við stöðu kvenna í heiminum almennt ?

...það er náttúrulega dásamlegt að vera fórnarlamb og þurfa ekki að bera ábyrgð á eigin lífi og þessi frétt toppar náttúrulega allt.

Nonni (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Konum var drekkt hér á Íslandi fyrr á öldum fyrir að eignast börn í lausaleik.  Þá þekktist ekki "kynferðislegt ofbeldi".  Þegar þeim var nauðgað í fjósinu, hlöðunni, í fjáhúsunum við dags- eða kvöldverkin og enginn trúði þeim.

Hverjir dæmdu þær, ÚPS! jú það var víst blessuð kirkjan okkar.  Eftir hvers lögum, ÚPS! Gamla Testamentinu.  Hvort ætli að sé verra: Kóraninn eða Gamla-Testamentið?  Í Gamla-Testamentinu eru boðuð grýting fyrir lauslæti (kvenna - ekki minnst á karla).

Kveðja, Björn bóndi  L

´

Sigurbjörn Friðriksson, 20.7.2008 kl. 19:10

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfilegt aflestrar.  Það verður ekki á þessari öld sem hlutirnir lagast er ég hrædd um.  Single Rose 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 19:24

5 identicon

GRÝTING TIL DAUÐA  FYRIR HÓRDÓM.

 

Ein kona enn í blómagarði Múhameðs spámanns, dæmd til dauða fyrir hórdóm.

(Konum sem er nauðgað eru einnig dæmdar fyrir hórdóm, og dæmdar til dauða.)

(Samkynhneigð telst hórdómur samkv. Múhameðstrú),

Múhameðstrú kúgar konur.

 

 

Sent af Lily Mazahery Mánudaginn 3 júlí 2006.

Samkvæmt   AdnkronosInternational ( AKI   fréttastofan), þá var önnur Írönsk kona dæmd til dauða með grýtingu,   29 júní , 2006.

Dómstóll í   Norðvestur Íran í borginni Urmia dæmdi Kúrdiska konu, Malak Ghorbany, seka um hórdóm. Samkvæmt hegningarlögum Írans, þá er orðið “hórdómur” notað til að lýsa öllum kyntengdum athöfnum, milli manns og konu , sem ekki eru gift.(eða samkynhneigðra) Hórdómsglæpurinn er einnig notaður  í þeim tilfellum, sem stúlka er dæmd fyrir að hafa framið  ,,gerning sem er ósamræmanlegur skírlífinu”, sem innifelur í sér tilfelli þegar stúlku er nauðgað.  “Dauðarefsing gildir fyrir hórdóm”.

 

 

Við fullnægingu dómsins, þá eru hendur konunnar bundnar fyrir aftan bak hennar, og  síðan er hún umvafin líni frá toppi til tár. Henni er síðan komið fyrir sitjandi í holu. Holan er síðan fyllt upp með jarðveg að brjósti og troðið meðfram. Þegar hér er komið þá er meðlimum samfélagsins, boðin að myrða hana með því að grýta hana.   Til að tryggja að hin dæmda kona fái hámarks kvöl og píningu, þá hefur Íranska klerkastjórnin lögfest stærð steinanna, sem nota skal  í þessari villimannlegu opinberu aftöku.  Samkvæmt lögunum mega steinarnir ekki vera of smáir, svo að dauði hljótist ekki af, eða of stórir svo að dauðinn náði hina dauðadæmdu of fljótt.


Mannréttindanefnd í Íranska Kurdistan hefur  opinberað yfirlýsingu til bjargar Malak Ghorbani og ég er nú að vinna með ýmsum samtökum og einstaklingum til að bjarga lífi Malak og til að afla meiri vitneskju um málsatvik  hennar..  Ég væri ákaflega þaklát fyrir sérhverjar þær upplýsingar sem varða þetta mál, á hvaða tungumáli sem er.

 

Nýjustu upplýsingar:

Tildrög dómsins voru þessi: Abu Bakr Ghorbai, eiginmaður Malak Ghorbany og bróðir hennar Múhammeð Daneshar myrtu meintan elskhuga hennar.

Dómur: Hún skyldi grýtt til bana samkv. Hegningarlögum Írans, en morðingjarnir (karlmenn)   fengu aðeins 6 ára dóm.

 

 

Nú skulum við líta á orð spámannsins Múhameðs, hins miskunnsama og sáttfúsa varðandi grýtingu fólks til dauða.

Bindi 2, Bók 23, Númer 413: Frásögn Abdullah bin Umar:

 

Hópur fólks færði spámanninum, mann og konu sem höfðu framið “hórdóm”. Hann skipaði svo fyrir að bæði skildu grýtt til bana, nálægt fórnarstaðnum, þar sem greftrunarbænir fóru fram við hliðina á Moskunni.

(Athugið að hórdómur  í Múhameðstrú getur verið: framhjáhald  og  kynmök samkynhneigðra.)

 

Hvernig getum við leyft Múhameðstrúarmönnum  (Múslimum) sem trúa slíkum villimannasiðum (Sharia)   búa meðal okkar

 

Ofangreint er  á upplýsingaveitunni  www.news.faithfreedom.org.

 

Sjá   HEIÐURSMORÐ OG STAÐA KVENNA Í ÍSLAM  á þessari slóð:

 

http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/21/heidursmord-og-stada-kvenna-i-islam/

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Meðferðin á konum í þessum löndum er verri en á skepnum.  Þær eru umskornar.  Lifi þær það af, geta þær aldrei notið kynlífs eftir það.  Verði þeim nauðgað og það kemst upp, eru þær drepnar.  Því halda þær nauðgunum leyndum, sé þess nokkur kostur.  Þær eiga síðan að þjóna mönnum sem feður þeirra velja fyrir þær.... oft eldgömlum körlum... til borðs og sængur hvenær sem þeir óska.  Þær eiga að hylja sig svo aðrir karlmenn girnist þær ekki.

Það skín í gegnum allt að karlmenn í þessum löndum semja reglurnar.  Þeir geta skv. þessu fengið hvaða konu sem þeir óska... stundum margar... nauðgað konum ef þeim sýnist svo, fengið sér 10 ára gamla "konu" ef þeir kjósa og látið þær svo þjóna sér á allan hátt.  Hræðilegt !

Anna Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Langt í jafnréttið en nóg af grimmdinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Kolgrima

Þetta er hinn algjöri óhugnaður. Hvílík grimmd og illska.

Kolgrima, 20.7.2008 kl. 21:37

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hvílík grimmd, hvílíkur viðbjóður. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:39

10 Smámynd: Brattur

... púff... ótúrlegt að þetta skuli vera til í heiminum í dag... þvílík grimmd...

Brattur, 20.7.2008 kl. 22:47

11 identicon

Já, ótrúleg grimmd, en svona er íslam í dag ...algjör viðbjóður, en samt eru sumir menn tilbúnir að taka upp hanskann fyrir íslam vegna sjúklegs haturs þeirra á bandaríkjunum og Ísrael...menn segja bara iss þetta er svona í gamla testamentinu líka ???

Nonni (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:14

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þetta er svo mikill viðbjóður að ég get ekki lesið þetta.

Eigðu góða komandi viku mín kæra. 

Heiða Þórðar, 20.7.2008 kl. 23:54

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Helga, þannig lít ég á það að jafnræði er ótrúlega langt framunan í heiminum.

Nonni, nei ég er ekki að bera neitt saman - sé bara á þessu að langt er þangað til að heimurinn allur geti státað sig af því að það verði komið fram við konur af sömu lámarksvirðingu.

Það er tilfellið að margt ljótt er skrifað í Biblíuna og líka í söguna okkar - það eiga allar þjóðir fortíð og fara misjafnlega með það eins og við vitum.

Nei Ásdís ekki á þessari og ekki á næstu.

Ansi þarft þú mikið pláss Skúli - annars gott innlegg.

Anna, því miður er það nú svo að það eru líka karlmenn sem samið hafa reglurnar á Vesturlöndum og okkur konum hefur ekki en auðnast að komast í gegn um það reglufargan til leiðréttingar. En okkur finnst það miklu mun verra í  Afríku  og víðar.

Jenný, grimmdin er bölið. Illskan líka Kolgríma, Liljaguðrún og Brattur.

Heiða, það er slæmt að geta ekki lesið, ég get lesið fyrir þig - djók, hafðu það sömuleiðis gott.

Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 00:25

14 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er bara dæmigert hvernig strangtrúaðir múslímar fara með konur og svo kunnu þær víst ekki að lesa þannig að þær gátu aldrei lesið ákæruna, þí þessir menn banna líka konum að mennta sig.

Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband