Leita í fréttum mbl.is

26 stiga hiti í Kaupmannahöfn í dag og í gær var það svipað.

Í gær var skundað á hina fornfrægu sólarströnd Kaupmannahafnar í Klampenborg, Bellevue sem Arne Jakobsen hannaði. Það er ekki nóg með að hann hafi hannað alla aðstöðuna þar, því hann hefur líka hannað þó nokkrar villur í grenndinni, leikhúsið (Bellevue Theatre (1935-36) og veitingastað, Resturant Jakobsen.

Það var heitt og ég roðnaði það mikið að ég passaði mig í dag og hélt mig í skugga og innandyra.

Í dag fór ég m.a. í Svarta Demantinn og sá sýningu bandríska ljósmyndarans Sally Mann og grínteiknimyndir af dönskum forsætisráðherrum eftir danska teiknara sem birst hafa í blöðum. Það var skemmtilegt að rifja upp þekkt andlit úr danskri pólitík eins og Anker Jörgenssen, Poul Sluther og Uffe Elleman Jenssen. 

Sally Mann er af minni kynslóð fædd 1951, umdeild mjög fyrir efnistök sín í ljósmynduninni. Hún er þekktust fyrir myndir sínar af börnum, bæði sínum og annarra. Hún hefur líka rannsakað dauðann í myndefni og byrjaði fyrst á hundinum sínum eftir að hann dó. Vann sig út úr sorginni við missi hundsins með ljósmyndavinnu á honum eftir dauðann.

Á morgun fer ég til Svíþjóðar.

Reyni að hafa samband þaðan.

Bless á meðan.


mbl.is Mikil blíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér eru öll hitamet við það að falla.  Gott að þú ert heppin með veður.

Myndir Sallyar trufla mig, sko barnamyndirnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Njóttu góða veðursins áfram hvar sem leið þín liggur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:57

3 identicon

Ströndin í Klampenborg er alveg frábær og svo er fallegt og skemmtilegt að keyra Strandvejen til baka í miðbæinn. Nú eða labba yfir í Dyrhavsbakken

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Of heitt fyrir mig, en njóttu vel, sonur minn í Köben er sko alveg að fíla þetta í tætlur og strimla eins og unga fólkið segir. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 29.7.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gott að heyra, njótt vel.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.7.2008 kl. 01:20

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott veður hjá þér. Njóttu þess en passaðu þig að brenna ekki.

Helga Magnúsdóttir, 30.7.2008 kl. 11:56

8 identicon

Gaman hjá þér. Bróðir minn og mágkona eru í Danaveldi að dást að nýju barnabarni. Frétti að það væri dásamlegt veður hjá þeim.

Hafðu það sem best og góða ferð til Svíþjóðar

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:41

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hef reynt að blogga í dag - en það er eitthvað að , bloggið mitt vistast ekki . Ég sendi því kveðju hér frá Sverige og takk fyrir kveðjur.

Edda Agnarsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:38

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Vá, hvað það er gaman hjá þér. 

En það er nú eitthvað að blogginu hjá mér, Liverpool þemað mitt hvarf og upp kom Real Madrid, eg sem held með Barcelona, og núna er kominn engill.

Hafðu það gott á ferðalalginu, ég er fegin að vera heima og getað lokað mig inni fyrir hitanum sem hér er. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.7.2008 kl. 21:43

11 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu það ljúft um helgina Elskuleg

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 11:00

12 Smámynd: Tína

Knúskveðjur á þig til Svíþjóðar. Vonandi nýtur þú þess í botn að vera í fríi. Farðu vel með þig ljúfust og takk fyrir innlitið á mína síðu.

Eigðu ljúfa daga

Tína, 2.8.2008 kl. 14:02

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ertu ennþá í Sverige?

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 17:49

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Var að koma aftur til Kaupmannahafnar í dag.

Edda Agnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:09

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kem heim á morgun með kvöldvélinni.

Edda Agnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:12

16 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bestu kveðjur Edda.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.8.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband