Leita í fréttum mbl.is

Undarlegt hvað umræðan á Íslandi er þögguð fljótt.

Mín tilfinning fyrir þessum hörmungum sem gengu yfir sunlendinga í vor sé mun meiri en talað/ritað er um. Eignatjónið er svo gífurlegt, hefur aldrei verið eins mikið og tryggingar bæta ekki allt eignatjónið hvað þá það sálræna.

Engin hefur ráðist í söfnun til styrktar fólkinu sem lenti í þessu svo ég viti. (Leiðréttið mig ef ég fer með fleipur) Fólk þarf peninga fyrir astoð af ýmsu tagi. Það getur verið allt frá bíóferðum til sálfræðings ásamt ýmsu öðru dekri sem er nauðsynlegt fyrir fólk sem lendir í áföllum sem þessum.

Ég hef líka á tilfinningunni að fólk er að bera sig vel og reynir að halda áfram sínu eðlilega lífi sem eðlilegt er, en skortir þekkingu á umhyggju fyrir sjálft sig.

Það kemur fram í fréttinni að konur hafi farið mun verr út úr jarðskjálftanum en karlar. Í þessu tilfelli þurfa konur að hjálpa konum.

Konur eru almennt opnari með sínar tilfinnigar en karlar. En það segir ekki að mínu áliti að þeir eigi ekki líka við mikla áfallröskun að glíma.

Sunnlendingar sendið okkur hinun SOS svo við vitum að við megum hjálpa til og aðstoða!


mbl.is Mesta tjón frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þetta mál hefur druknað í öðrum málefnum.  Það er sama hversu alvarlegir hlutir gerast, við afgreiðum þá svona, með því að snúa okkur að næsta máli á dagskrá.

Að tala um gullfiskaminni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er sálfræðingur á vegum RKÍ á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ég veit ekki betur en sú aðstoð sé fólki að kostnaðarlausu.

Mér þykir snúið að heyra núna að það tjón sem varð á mannvirkjum verði ekki bætt nema að hluta! Annað var okkur sagt eftir að skjálftinn reið yfir!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með Hrönn, við getum fengið aðstoð á HS. Mér finnst líka skjóta skökku við að segja að ekki verði allt bætt, öðru var lofað í upphafi.  Ég slapp nú alveg við alvarlegar skemmdir, bara lausir hlutir sem skemmdust og þeir valda mér ekki sálar eða peningatjóni enda bættu tryggingar það, en þar sem hús skemmdust þekki ég ekki til. Verð að viðurkenna að enn þýtur logi í gegnum beinin mín þegar eitthvað hristist óvænt svo það er grunnt á óttanum. Í bíó fer ég ekki bæði vegna heilsunnar og svo vegna þess að ég vil ekki vera þar ef skelfur aftur.  Það eru ákveðnar aðstæður sem maður forðast til að sleppa við þann næsta þegar hann kemur.  Ég hef fengið mikla hjálp með því að tala um þetta hér á blogginu og þið hafið mörg stutt við sálartetrið, held áfram að leyta hjálpar þegar ég þarf, sendi þá SOS og takk elsku Edda fyrir þessa færslu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 14:56

4 identicon

Jú húsin eru bætt, en bara uppað brunabótamati. ég tek dæmi.  Kona sem ég þekki missti húsið sitt, brunabótamat er 22 millur, hun þarf að borga 5% í sjálfsábyrgð + niðurrif sem er metið á 2 millur.  Ríkið ætlar að koma til móts við hana og borga niðurrifið þannig að hún fær ca 22 millur fyrir húsið frá viðlagasjóði EN það kostar 35 miljónir að byggja svipað hús og hún er í þannig að mismunin þarf hún að taka á sig eða kaupa gamalt hús en þau eru frá 30 til 40 millur svo að eftir þennan skjálfta er hún með lágmark 10 miljónakróna tap.  Hún má ekki dvelja í húsinu þannig að hún fékk blokkaríbúð fyrir sig og fjölskylduna sem hún verður í um óákveðin tíma þar sem niðurrif á húsinu er mjög flókið í framkvæmd.

Lilja selfyssingur (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir góðan pistil Edda, þetta er þörf áminning, til allra sem þetta lesa. - Gott að heyra það sem Hrönn og Ásdís segja um fría sálfræðiþjónustu. - En það er líka athyglisvert sem hún nafna mín Lilja Selfyssingur skrifar hér fyrir ofan. Það þarf að skoða betur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Tína

Ég þykist vera svakalega cool og róleg yfir þessu öllu saman, en svo stend ég mig oft að því þegar ég stend einhversstaðar kyrr að byrja að líta í kringum mig til að gá hvort ég standi nokkuð á stað þar sem eitthvað gæti mögulega fallið á mig, og færi mig þá ef þannig er . En ég er búin að fá bætt og get með sanni sagt að það mun engan veginn duga til. Þeir t.d meta málningavinnu á 2000 kr klukkutímann og þá á það að duga fyrir málara + málningu. En það verður bara að hafa það og viðgerðir verða bara tekin í skömmtum. Fyrst liggur á að taka þakið (því það míglekur í rigningu). En við verðum að gera þetta sjálf. Þá er bara að finna tíma í það. En það þýðir ekkert að tuða....... því ekki mun það laga hlutina eða hækka bæturnar. Brosum bara og þökkum fyrir að hafa ekki slasast. Það er það sem skiptir máli.

En takk fyrir að hugsa svona til okkar elsku Edda mín. Það sýnir best hvernig kona þú ert.......... umhyggjusöm með eindæmum og með hjarta úr hreinu gulli. ´

Megir þú fá þetta margfalt til baka.  

Tína, 20.8.2008 kl. 06:05

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Tína mín - ég er ekki alveg svona mikill engill eins þú segir en hrós er alltaf gott.

Lilja ég var eiginlega hissa og fegin þegar ég sá þetta með sálfræðiþjónustuna. Mjög gott.

Lilja, þetta er eins refsing ofan á refsingu.

Ásdís ég hef meira segja orðið mun meira vör um mig hvað hristing snertir.

Hallgerður það veitir ekki af fleirum rannsóknum á fólki sem verður fyrir náttúruhamförum - við sjáum það sjálf á sögunni hvað lítið er til af skjalfestu um hamfarir eins og snjóflóðin. Það voru bara munnmælasögur sem engin tók mark á og sýndi jafnframt að var staðreynd.

Jenný við erum snillingar í að afgreiða okkur!

Takk fyrir öll innleggin - og hjálpið mér að fylgjast með!

Edda Agnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 12:55

8 identicon

Ef miðað er við hristing/skjálfta er þetta líklega rétt, en það hafa orðið stærri tjón af völdum náttúruhamfara á Íslandi. Nefni ég þar gosið í Eyjum, snjóflóðin í Neskaupstað og snjóflóðin fyrir vestan. Það sem ég held að sé alvaralegast af þessu er að fólk fær ekki áfallahjálp. Hér í bæ vissi enginn að þetta orð væri til, hvað þá að það væri teymi til að aðstoða fólk. Það voru bæjarbúar almennt sem veittu þessa hjáp ómeðvitaðir um að það héti áfallahjálp. Sama var upp á teningnum í Eyjum, var komið þegar flóðin voru fyrir vestan. Þrátt fyrir eignamissi þá verður það andlega áfallið og ástvinamissirinn sem vegur þyngst. 

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 13:35

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Einhversstaðar sá ég að á Íslandi deyr flest fólk af náttúruhamförum miðað við fólksfjölda, þ.m.t. sjóslys vegna veðurs.

Edda Agnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband