Leita í fréttum mbl.is

Burt með spillingarliðið!

 

Því miður er þetta orðið svo þungt að það er ekki hægt að meðtaka og fara yfir allt með fullri vinnu - ég kveiki ekki á fréttum lengur eins og áður, þ.e.a.s. ekki fyrr en undir lokin til að hlusta á fréttaágrip. Þetta er meira en mannskemmandi, þetta er manndrepandi.

Ljái mér hver sem er fyrir svartsýnina.

 

"Úkraínumenn sóttu um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á eftir Íslendingum, rétt eins og Ungverjar.

Og rétt eins og Ungverjar eru þeir núna búnir að fá sinn pening.

Við bíðum enn.

Sá ráðherra sem nú stígur fram og segir okkur sannleikann fær prik."

Þetta reit Illugi Jökulsson á DV - ég segi eins og hann, hvaða ráðherra ætlar að segja sannleikann eða hver veit hann?

Hver eru rök Samfylkingarinnar fyrir því að halda þessu stjórnmálasambandi?

Þetta er flokkurinn minn sem ég hef borið traust til þangað til núna. Efasemdirnar eru farnar að læðast inn.

Það versta er að flökurleiki og höfuðverkur fylgir þessu.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu.  Hausinn á mér er að springa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Velkomin aftur. Það er þyngra en tárum taki að hlusta á alla þessa þvælu bæði sanna og ósanna. Ég sem hélt að þessi flökurleiki og höfuðverkur væri flensa - veit betur núna!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.11.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einu sinni sagði fyrir langt löngu sveitungi minn: Í Stjórnarráðinu sitja verstu þjófarnir. Það ætti að fara með vörubíl, tína þá út og henda um borð í togara og sigla síðan!

Ætli ýmsum detti ekki svipað í hug? En ekki er hægt að mæla með því.

Við lifum á hálfgerðri Sturlungaöld. Kannski má kenna þetta tímabil síðustu ára við græðgisvæðingu. 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég kalla eftir því að flokkurinn okkar geri eitthvað afgerandi.  Það þarf erlenda óháða skoðunarmenn, við þurfum að stoppa verðbólguna, svo okkar skulduga unga fólk flýji ekki land eða eitthvað þaðan af verra. 

Mér finnst að við eigum að skoða finnsku leiðina, þrátt fyrir að hún sé sársaukafull.  Að taka fullt af láni til að geta haldið eyðslufylleríinu áfram hugnast mér ekki.  Förum að sauma upp úr gömlu, éta íslenskan bygggraut, íslenskt grænmeti. ´

Ég geri þetta alltaf þegar ég hef eytt um efnum fram.  þá spara ég og spara og fátæktin gengur fljótt yfir.

Hinsvegar er ég með einhverja þá verstu kvefpest sem ég hef nokkur tíma fengið.  Er ekki allt í lagi með þig???  Við vorum nú að kyssast bæði ytra og hér heima....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.11.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ingibjörg hahahah ertu að segja að ég sé að smita þig keddling? Jú það er ekki laust við að ég hafi fengið eikkað kvef en ekki mikið en samt nóg til að eitthvað er í nefinu til að hnoða.

Annars bara góð og ég er sammála þér, ég vil útlendinga til að rannsaka óráð okkar, það hvarflar allt í einu að mér hvort við erum svona helv...  geggjuð þar sem allir eru undan hvor öðrum og einhverskonar úrkynjun?

Guðjón, takk fyrir innlitið, jú Surlungaöld er ekki fjarri lagi!

Elma takk fyrir kíkkið svona á þessum síðustu og verst... flensa er oft það sem kemur á eftir tilgangsleysi!

Tók eina panódil í dag Jenný og er hissa á hvað það virkaði.

Edda Agnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 19:50

6 Smámynd: Hrönn Ríkharðsdóttir

Góðir punktar, Edda.

Ég held samt að við verðum að halda þessari stjórn gangandi amk fram á vor. Það væri óðs manns æði að ætla að kjósa núna. En við eigum ekki að sætta okkur við hvað sem er. Ég er t.d. mjög ósátt við að Davíð Oddsson sé enn í Seðlabankanum en svo segja aðrir að hann sé bara peð núorðið og skipti engu máli.

Það er stórfurðulegt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hleypi svona fram fyrir okkur í röðina eins og raun ber vitni. Þar vantar skýringingar. Kannski fara þær að koma, ég veit það satt að segja ekki.

Hrönn Ríkharðsdóttir, 7.11.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Tína

Góða helgi yndislegust. Hlakka mikið til að hitta þig á mánudaginn. Tekurðu ekki einhverja með þér?

Tína, 7.11.2008 kl. 16:57

8 Smámynd: Fríða Eyland

já þetta er vitleysan endalausa

Fríða Eyland, 7.11.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fríða Eyland., það er gott að sjá til þín. Ertu nokkuð á leiðinni til annars lands með fjölskylduna í þessum hörmungum?

Tína mín ég kem.

Hrönn, að sumu leyti er ég sammála því að stjórnin eigi að sitja til vors, en það er sárt þegar hver bombertan af annari fellur næstum á hverjum degi og ríkisstjórnin er eins og ómálga barn! Það sýnir mér í hnotskurn hvað erfitt er að komast í gegn um glerþak þagnarhefðarinnar í íslenskri pólitík sem er full af fordómum gegn fólkinu í landinu. Samræðupólitíkin eða orðið sem slíkt er haft flimtingum og barið niður af íhaldsöflum sem auðvitað skilja ekki innihald þess til jákvæðrar breytingar. Takk fyrir innlitið.

Edda Agnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 09:21

10 Smámynd: Fríða Eyland

Nei hálf fjölskyldan er flúin ég kemst ekki strax, en stefn á að fara hvað annað.

Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband