Leita í fréttum mbl.is

13 karlmenn og 4 konur fara í prófkjör fyrir Sjálfstæðisflokkinn mínu kjördæmi.

Hvar eru þið konur?

Ég sé ástæðu til að birta nöfn þessara fjögurra kvenna sem ég þekki helmingin af, þ.e. a. s. þær tvær sem koma frá Akranesi.

Afhverju er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara með KARLAFRAMBOÐ?

Það er þá gengið hreint til verks.

Ég sá ástæðu til að birta nöfn þessara kvenna til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í þessu kjördæmi. KARLLÆGT í einu orði sagt.

Rannsókn óskast.


Birna Lárusardóttir - Ísafirði


Eydís Aðalbjörnsdóttir - Akranesi


Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir - Tálknafirði


Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Akranesi
.

 


mbl.is 17 fara fram í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

tvær þessara kvenna bjóða sig fram í 1-2 sæti og 1 í 2. sætið. semsagt 3 sem bjóða sig fram til forystu fyrir flokkinn.

hefði að þínu mati verið betra ef bara 4 eða 5 karlar hefðu boðið sig fram? 

það er mjög góð þáttaka og kjósendur ráða för.  afhverju bauðst þú þig ekki fram? þá væru núna 5 konur í framboði. 

Fannar frá Rifi, 28.2.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þú veist eins og ég að Sjálfstæðisflokkurinn er karlaflokkur. Þar ræður einstaklingshyggjan för. Sjálfhverfir karlar sem eru að bjóða sig fram eru að feta í fótspor meistarans, nei ekki hins eina og sanna, heldur Davíðs.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.2.2009 kl. 11:44

3 identicon

Það gáfu bara ekki fleiri konur kost á sér en þetta.  Og það er engum að kenna nema þeim sjálfum.

Konum er ekki meinaður aðgangur að framboði í sjálfstæðisflokknum eins og Hulda virðist vera að meina.

Það er ekki til meiri lýðræðisflokkur á landinu heldur en Sjálfstæðisflokkurinn.

Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 12:26

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er eðlilegt að fáar konur gefi kost á sér í prófkjöri sjálfstæðisflokksins.  Þær eru nefnilega svo skynsamar. 

Guðbjartur talar um lýðræðisflokk - sama flokkinn og setti þjóðina í þá stöðu, með arfavitlausri stefnu sinni, að sjálfstæði hennar er í raun ógnað í nánustu framtíð.   

Græðgisvæðingarsérhagsmunakarlrembuflokkur.

Annars er ég góð.   

Anna Einarsdóttir, 28.2.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það vantar ekki hroka og yfirlætisháttinn.

á að neyða konur fram? hvernig gekk konum í prófkjörum í t.d. samfylkingunni síðast? eiga þá ekki að vera samkvæmt önnu nóg af konum þar?

Fannar frá Rifi, 28.2.2009 kl. 12:59

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hrokinn hefur því miður fylgt karkyninu lengur en elstu menn muna enda hefur það verið skilgreint sem ákveðni, viljafesta og sjálfsfylgni sem hefur oftar verið talið til dyggða en konum til lasta. Konur eru frekar, gribbur, yfirgangssamar og stjórnsamar sem hefur ekki gilt sem niðurfelling á manneskjunni.

Því miður er þetta þannig að þótt konur hafi rutt veginn í ýmsum mýrarflákum vesturlands og á öllu landinu þarf velvilja karlmanna til viðurkenningar á jöfnum rétti kvenna til hroka, frekju og yfirgangssemi. Ekki komast þær áfram á kurteisinni einni saman í minnsta núna!

Guðbjartur og Fannar ég skora á ykkur að kjósa konurnar og enga aðra!

Edda Agnarsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:02

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Guðbjartur, ég vil segja það vegna ummæla þinna um að þetta sé engum að kenna nema konum sjálfum (og þá við að þú hafir ekki skoðað þetta í sögulegu ljósi) að það minnir mig óneitanlega á þá alkunnu setningu af þessu tagi þegar ofbeldi gegn konum er viðhaft í allri sinni mynd.

Edda Agnarsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:06

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Afsasakið átti að standa "SEM HEFUR GILT SEM NIÐURFELLING"  Kl.14:02!

Edda Agnarsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:13

9 identicon

Ég er ekki með ofbeldi gegn konum og myndi aldrei gera.  Þegar ég segi að það sé konum sjálfum að kenna þá er ég að meina að það er þeirra val að fara í prófkjör, það er ekki hægt að banna þeim það sem betur fer.

Og ef það eru svona fáar konur í framboði (sem er að sjálfsögðu staðreynd) að þá er það vegna þess að það fóru ekki fleiri konur fram, þar af leiðandi þeim sjálfum að kenna.

Þessi áskorun um að kjósa bara konur á listann af því að þær eru konur er ekki sanngjörn áskorun.  Ég mun ávallt kjósa einstakling ef ég tel hann hæfan að mínu mati.  Gildir þá einu um hvort er að ræða konu eða karl.

Ég er á móti öllu sem heitir kynjakvóti eða þessháttar vitleysa.  Fólk á að kjósa eftir hæfileikum frambjóðenda og sinni bestu sannfæringu.  Algjörlega óháð kyni. Ef ég teldi þessar fjórar ágætu konur best til þess fallnar að leiða listann að þá myndi ég kjósa listann þannig, annars ekki.

Eins og listinn sem ég er með í huganum núna, að þá eru ekki eintómir karlmenn í efstu sætunum.   En það á mikið eftir að ganga á fram að prófkjöri og maður fær kannski að sjá eitthvað og heyra frá þessum frambjóðendum fram að kjördegi, þannig að margt getur breyst.

Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 14:30

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef konur kjósa karl í efsta sætið eða sætin, er það bara vilji þeirra kvenna sem kjósa að hafa karl í efsta sætinu.

eða heldurðu því kannski fram að það séu bara karlar sem kjósa í Sjálfstæðisflokknum? Konur eru helmingurinn af flokknum og þær hafa alveg jafna möguleika á því að bjóða sig fram og að kjósa og aðrir. 

en ef við ætlum að tala hérna um einhvern kvóta og annað, þá vantar alveg fleiri flokka á þjóðina. það þyrfti t.d. fleiri svarthærðir að bjóða sig fram. Af þeim sem ég hef séð myndir af og veit um, þá er bara einn svarthærður að bjóða sig fram af þessum 17. 

allir hafa jafnan rétt til að kjósa og bjóða sig fram. ef úrslit fara þennan veg eða einhvern annan, hvort sem það verða eintómir karlar í efstu 3 sætunum eða konur, þá er það vilji þeirra sem kjósa. 

Fannar frá Rifi, 28.2.2009 kl. 16:10

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sem betur fer eru konur farnar að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sá vettvangur sem passar þjóðinni og þess vegna láta þær karlana um að bítast um sætin sem í boði eru. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2009 kl. 16:28

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ingibjörg. hvernig gekk konum í prófkjörum í öðrum flokkum fyrir síðustu þingkosningar? 

það eina sem komið hefur fram hérna er einhver tilraun til að fara í skítkast. 

það er mjög auðvelt að sitja heima í sófanum og kvarta yfir framboðsleysi kvenna en vilja svo ekki fara fram sjálfar. 

en sá hroki sem birtist hérna á þessari síðu er í því að síðuhöfundur og aðrir virðast halda því fram að kallar kjósi bara kalla og konur eigi bara að kjósa konur. er málefnaþurðin svo mikil að persóna hvers og eins og stefnumál viðkomandi skipta engu máli? 

það sé bara spurning um það hvaða kynfæri viðkomandi hefur hvort að viðkomandi eigi að fá brautargengi í prófkjöri og kosningum eður ey? 

Fannar frá Rifi, 28.2.2009 kl. 18:22

13 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Fannar!  Ekki nema sjálfsagt að svara þér að því leyti sem mér er unnt.  Þar sem þú beinir þessum skrifum til mín eftir komment mitt hér að frama.

Konur hafa ekki verið nógu duglegar til að koma sér á framfæri, enda eru þær venjulega hornsteinn heimilanna.  Þessvegna haf fléttulistar verið notaðir.  Hvernig konum hefur gengið almennt er eiginlega ekki það sem brennur mest á mér núna, heldur hvernig þeim mun ganga að rétta við samfélgaið eftir að karlar í miklum meiri hluta hafa sett samfélagið meira en á hliðina.

Til að geta talað eða skrifað þannig að þú gætir nokkurn vegin skilið hvað ég er að fara, þá leit ég við á síðunni þinni og sé að þú ert bráðefnilegur og hefur svipaðan áhuga og ég á ihnum ýmsustu málum.

Varstu ekki stoltur af Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún jók við framlag okkar til þróunarhjálpar í Afríku.  Ég var alveg rífandi stolt, jafn stolt og ég var sorgmædd þegar það var dregið til baka vegna kreppu.

Ég tel mig alls ekki vera feminista, banna karlinum mínum að koma nálægt mörgum svokölluðu kvennastörfum, en ég er jafnréttissinni og vil að fólki sé ekki mismunað eftir kynferði sem að sjálfssögu flokkast eftir því hvernig kynfæri þau hafa.

Það er ekki sagt með neinum hroka eða í þeim ásetningi að meiða nokkurn mann að konur séu almennt betri en menn.

Konur eru líka menn, það veit ég, en ef þú skoðar í kring um þig, lítur inn á við þá hlýtur þú að finna það út að mæður eru tilbúnari til að fórna sér í flestum stöðum.  Við beitum oftar skynsemi en karlar, þeir eru áhættusæknari, beita oftar ofbeldi og eru svo gefast þeir frekar upp en konur.

Þetta eru staðreyndir sem hafa verið kannaðar á faglegum nótum.  Þessi munur á konum og körlum birtist strax í pung pabba.

Við konur,  þ.e.a.s. flestar erum félagshyggjufólk, af því að við lærum það strax í bernsku að okkur ber að deila, jafna, sýna um- og fyrirhyggju o.s.frv.

Við þurfum allavega síst á því að halda að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram við völd og þess vegna gleður það mig að ekki skuli vera fleiri konur á þessum lista í kjördæmi ykkar.  Það sýnir svo ekki verður um vilst að konur í N V kjördæmi, hafa séð að best sé að gefa Sjálfstæðisflokknum frí.  Erum við ekki sammála?  Allavega skulum við sjá hvernig þetta mun líta út á öðrum listum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2009 kl. 19:00

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég er ekki að gagnrýna eða draga úr konum. heldur einfaldlega að ef konur vilja koma sér áfram þá verða þær að gera það sjálfar. alveg eins og allir aðrir.

á mínu heimili þá hefst jafnrættið heima. 

Það sem þú ert að halda fram að útaf því að það séu bara 4 konur af 17 sem bjóða sig fram, þá sé það skekkja. hvað ef 9 karlar myndu draga framboð sín til baka? myndi það rétta við hlut kvenna? 

þú alhæfir gríðarlega og flokkar heilu hópanna með stimpli í gríð og erg. er það það sem við þurfum í jafnréttisbarráttunni? að segja að allar konur séu svona og karlar sé svona og svo framvegis?

varðandi þróunarstyrki þá tel ég þá vera, eins og þeir hafa oftast verið notaðir, vera mun meiri bölvun á efnahag þróunarríkja heldur en blessun. yfir 50% af þróunarhjálpinni er á bankareikningum í sviss og hinn helmingurinn gerði útaf við þann litla iðnað sem var fyrir í ríkjunum. t.d. hafa fatagjafir til Nígeríu svipt 10.000 manns atvinnu sem unnu við að sauma föt. svo dæmi séu tekinn. 

En hvað ætlar þú að segja ef konur verða valdar í efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi? reyndar á það ekki að skipta máli hvernig prófkjörið fer. prófkjör er lýðræðisleg kosning um uppröðun á lista. en ef fólk er á móti lýðræði nú þá er ekkert við því að gera. 

Fannar frá Rifi, 28.2.2009 kl. 19:47

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Okkar samtal á síðunni hennar Eddu fara í bæði austur og vestur.  Við tölum ekki sama tungumálið, enda ég fædd á fyrri hluta síðustu aldar.

Ég ætla samt að gera eina tilraun enn.  Þið sjálfstæðismenn hafið ekki nógu margar konru til að fylla listana hjá ykkur, þær hafa séð ljósið og eru farnar annað. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2009 kl. 21:17

16 Smámynd: MacGyver

Er konum meinað að bjóða sig fram eða eitthvað? Hvað er verið að tuða útaf?

MacGyver, 28.2.2009 kl. 21:25

17 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Ég ætla samt að gera eina tilraun enn.  Þið sjálfstæðismenn hafið ekki nógu margar konru til að fylla listana hjá ykkur, þær hafa séð ljósið og eru farnar annað. "

í stuttu máli sagt þá eigum við að troða inn á listan konum sem kannski vilja ekki skipta sér af pólitík og bjóða sig ekki fram í prófkjöri? 

Fannar frá Rifi, 28.2.2009 kl. 23:17

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Íhaldið er karlaflokkur, stendur fyrir karlæg gildi og það mun ekki breytast.

Ekki frekar en hugmyndafræði flokksins sem hefur beðið skipbrot en þeir virðast ekki ætla að læra af sögunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.3.2009 kl. 11:07

19 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Íhaldið er karlaflokkur, stendur fyrir karlæg gildi og það mun ekki breytast."

talandi um rembu og sleggjudóma. 

Fannar frá Rifi, 1.3.2009 kl. 11:43

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það þarf enga sleggjudóma til að sjá skipbrot sjálfstæðisflokksins, Fannar.  Það þarf bara að horfa á ástandið í landinu eftir of langa valdatíð flokksins.  Eða ertu stoltur af árangrinum ?

Anna Einarsdóttir, 1.3.2009 kl. 11:52

21 Smámynd: Fannar frá Rifi

af því að hafa barist gegn einokunarstöðu á fjölmiðlamarkaði á meðan VG og þá sérstaklega Samfylkingin tók sér stöðu með útrásarvíkingunum sem eiga þann flokk?

Ert þú stolt af þeim árangri sem náðist með því að hafna fjölmiðlalögunum? 

Fannar frá Rifi, 1.3.2009 kl. 13:14

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fannar.  Ef fjölmiðlalögin eru þér efst í huga núna, ert þú ekki með púlsinn á þjóðinni. 

Hvað með fjöldagjaldþrot, atvinnuleysi, verðbólgu, óviðráðanlegar skuldir osfrv. osfrv. ???  Það er arfurinn sem þinn flokkur eftirlét þjóðinni. 

Ég vil ekki vera að jagast en mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvað fær fólk til að styðja Sjálfstæðisflokkinn í dag ?

Reyndu að snúa dæminu við.  Hvað fyndist þér ef vinstri flokkur eftirléti þjóðinni sambærilega útkomu með stefnu sinni ?

Anna Einarsdóttir, 1.3.2009 kl. 13:37

23 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvað hefði gerst ef fjölmiðlalögin hefðu verið samþykkt á sínum tíma? hefði ekki verið komið í veg fyrir einokunarstöðu eins manns á öllum fjölmiðlum landsins? komið í veg fyrir gengdarlausa dýrkun og gagnrýnisleysi á bankana og útrásina?

hefði ekki gagnrýnir fjölmiðlar getað hjálpað og komið í veg fyrir að útrásin varð eins mikil og raun bar vitni? 

og þar með skuldirnar og þau vandræði sem þjóðinn er lent í? 

Þegar fjölmiðlalögunum var hafnað, þá var það sigur útrásarvíkinganna á stjórnmálamönnum. síðan þá hefur engin stjórnmálamaður þorað í útrásarvíkinganna og þeir sem hafa eitthvað gagnrýnt þá hafa verið rakkaðir niður. Sjáðu bara Davíð Oddsson. 

Fjölmiðlar hafa rakkað hann niður, en hann var einn af þeim fáu sem gagnrýndu útrásina. á meðan sitja helstu stuðningsmenn útrásarinnar í ríkisstjórn og ekki hreyfir við andbyr í fjölmiðlum gegn þeim. 

Fannar frá Rifi, 1.3.2009 kl. 14:29

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Af hverju stóð Mogginn sig ekki ?

Eða RÚV ?

Þetta er ódýr afsökun á klúðri flokksins þíns.

Anna Einarsdóttir, 1.3.2009 kl. 14:34

25 Smámynd: Fannar frá Rifi

Í hvaða eigu var mogginn?

ef fréttamaður á Rúv eða mogganum hættir á þessum stöðum. hvar getur hann fengið vinnu annarstaðar við hæfi? 

bara hjá útrásarvíkingunum. 

ég skal alveg viðurkenna að klúðrir byrjaði hjá okkur. við ösnuðumst til þess að samþykkja EES samningin með Krötunum. það hefði verið betra ef við hefðum aldrei tekið upp þann samning. 

Fannar frá Rifi, 1.3.2009 kl. 14:58

26 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Stundum er betra að þeigja en segja.......... „Guð minn almáttugur“

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.3.2009 kl. 21:46

27 Smámynd: Tína

Læt mér nægja að senda þér hlýjar hugsanir Edda mín.

Tína, 2.3.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband