Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Manneskjurnar sem vinna við að rannsaka og skoða klám á netinu!

Ég leyfi mér að copi/peista eitt af kommentunum sem kom við ummfjölluninni á síðunni á undan um Pervertisma frá Sindra Birgissyni.

 

Ég sá viðtal við mann í danska sjónvarpinu sem vinnur við það að uppræta svona glæpahringi. Það var mjög merkilegt og mjög óskemmtilegt að reyna að setja sig inn í hans stöðu. Hann og félagar hans þurfa semsagt að vera horfa á svona efni daglega og hann var að lýsa því hvernig það væri og hvað þeir gerðu til að halda geðheilsu og til að geta farið heim án þess að taka vinnuna með sér. Þetta þótti mér ótrúlegt, hef aldrei spáð í þessu. En hann var spurður að því í lokin hvort það væri ekki ógjörningur að ætla sér að uppræta þessa starfsemi. Hann svaraði því játandi en það væri jafnframt afar mikilvægt að vinna að þessum málefnum með þessum hætti svo að glæpamennirnir finni fyrir því að það sé verið að anda ofan í hálsmálið á þeim og að þeir fíli sig ekki örugga í því sem þeir eru að gera. Ótrúlegt!


PERVERTISMI allsráðandi eða hvað?

Ótrúlegt en satt að svona einu sinni í viku er ég alein að heyra frásagnir af misnotkun á börnum. Ekki bara í nútíðinn heldur líka af fullorðnum sem hafa verið misnotaðir sem börn. Misnotkunin er í öllum myndum allt frá káfi upp í samræði. En það sem er óhuggulegast í því öllu er að fórnarlambið í flestum tilfellum getur ekki lokað á þetta meðan það stendur vegna þeirra einföldu ástæðu að barninu er ekki trúað í fjölskyldunni eða það er vísvitandi lokað á umræðuna til að halda sjúklegu ástandi áfram sem fólk oft á tíðum getur ekki brotist út úr.

Í dag hefur aukning á allskonar klámi í gegn um netið orðið til þess að barnaklám verður sífellt vinsælla. Allt eru þetta karlmenn sem brotið hafa af sér með barnaklámi í fórum sínum og hefur mér orðið hugsað til þess mjög oft að undanförnu hvernig uppeldi þessir karlar hafi fengið eða hvort þetta er hrein og tær geðveiki?

Mér finnst óhugnanlegt hvað ásókn karla er mikil í barnaklám og svo áhrifin sem þetta hefur á börn og framtíð barna. Uppeldi karla er í molum! FAKTA. Tökum þetta í gegn og hættum tepruskapnum og talið við syni ykkar - sérstaklega þið karlmenn - gerið svo vel að uppfræða syni ykkar um heilbrigða sýn á kynþroskann og heilbrigt kynlíf! Takið syni ykkar í kennslustund núna!


mbl.is Tugir þúsunda klámmynda fundust í tölvum tveggja Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn Kalla Tomm leikur fyrir Jenný Önnu og nú verða allir með og leikurinn verður ekki eins þungur og í gær!

Bloggvinir mínir nær og fjær,

Í gær var ég með leikin "Hver er manneskjan" og ákvað að hafa myndlistarmann vegna þess að það hefur ekkert farið fyrir þeim í þeim leikjum sem ég hef tekið þátt í. Manneskjurnar sem hafa verið mest í leikjunum eru söngvarar, leikarar, rithöfundar, íþróttamenn, fornmenn, kóngar, drottningar, tónlistarmenn og fl., en ekki myndlistarmenn!

Myndlistarmaðurinn sem ég valdi í gær heitir Guðrún Kristjánsdóttir og er hjúkrunarfræðingur að mennt en snéri sér að listnámi í Aix-en- Provence í Frakklandi árið 1977. Skoðið meir um hana á þessum slóðum sem ég hef sett inn.

http://www.sim.is/Index/Islenska/Artotek/Listamadur/29

http://www.gudrun.is/

http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/271


Leikurinn góði byrjar kl. 22 - 3. okt. 2007

og komaso allir! Hér verður mögnuð stemning og blýþungur róður eins og venjulega.

ÉG óska sérstaklega eftir þeim sem alltaf eru of seinir eða missa leiknum. Sjáumst/skjáumst kl. 22


Zumba Zumba Zumba

Nú getum við sveiflað mjöðmum jafnt sem rössum og öxlum í ZUMBA sem nú á  að vera nýjasta æðið! Ekki veit ég það, hef aldrei heyrt neitt talað um þetta Zumba æði á Íslandi fyrr en ég sá það á mbl.is

En hvað með það ef fólk af báðum kynjum getur sveiflað öllum líkamanum fyrir gott málefni þá bara það! Búin að skoða nokkrar síður frá henni USA og sé ekki betur en þetta sé allt sem í hef lært í líkamsræktinni minni hjá henni Agnesi!

                                                     zumba.jpgZumba Advanced

En spurningin er hvort verið er að reyna við markaðinn í gegn um gott málefni?  Ekki að ég hafi beinlínis á móti bví að auglýsa sig í gegn um góð málefni, tíðarandinn gerir ákveðna kröfu um slíkt, en kannski er þetta bara svona eins og Twist æðið í gamla daga þegar allir þustu í Austurbæjarbíó eitt kvöldið til að læra TWIST og meira segja ég krakkinn var alveg sjúk að fara á þessa skemmtun til að skoða hvernig væri dansað, pabbi hafði gefið mér Twistbelti og ég passaði það eins og gull svo að systkini mín skemmdu það ekki.

Daginn eftir þessa skemmtun fékk ég að vita það að skemmtunin hefði gengið töluvert út á það að gera grín af æðinu, og margir móðgast því fram á sviðið kom par íklætt bílatwist og dansaði bara eitthvað eða venjulega!Tounge


mbl.is Zumba sveiflan ryður sér til rúms á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband