Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Afhverju á að vernda Christiania eins og hún er í dag?

Þessari spurningu spyr blaðið Ud & Se sem er gefið út af DSB sem eru dönsku járnbrautarlestirnar og liggur í lestunum fyrir farþega. Fimm íbúar Christinaiu svara þessu í blaðinu ásamt fleiri spurningum um þeirra líf þar. Í Christianiu búa 800 manns og likir blaðið staðnum við gamalt þorp sem voru á Jótlandi. Það sem kemur á óvart við þessa samantekt er að þesssir fimm íbúar vinna og taka þátt í lífi staðarins sem er ólíkt því hvernig upplifunin er við að ganga í gegn um staðinn. Þegar gengið er í gegn um Christianiu þá eru torg, garðar, veitingastaðir, hljómsveitarsvið, torgsalar og mikil hasslykt í loftinu, en líklega eru þetta mikið af aðkomufólki sem kemur við til að upplifa stemmninguna og sjálfsagt eru einhverjir sem selja en hass.

Christiania hefur verið til síðan 1971 og hefur oft mikið gengið á þar vegna afskipta yfirvalda við íbúa, en árið 2004 voru sett Christianiulög þar sem staðurinn skuli verða eign Kaupmannahafnar svo hægt verði að hafa betri yfirsýn yfir íbúa staðarins. Íbúarnir hafa ekki keypt þetta vegna hræðslu um að staðurinn verði eyðilagður m.a. með nýbyggingarlóðum. Íbúarnir hafa reynt einhverja samningaleið s.l þrjú ár en ekki tekist og eru þess vegna búin að höfða mál gegn ríkinu. En í Christianiu finnst fleira en það sem nefnt var hér að ofan, þar er heilsugæsla, fótboltaklúppur, jazzklúppur, garðyrkjufræðingur, hárgreiðslustofa, bíóhús, barnaleikhús, leikskóli, hesthúsabyggð, skósmiður, (kona) verstæði, sem eru í viðgerðum á hjólum og smíða hin frægu Christianiu hjól, ásamt viðgerðarverkstæði á kamínum.

Fimmmenningarnir sem greinin fjallar um hafa búið mislengi á staðnum, Ann er 33 ára og hefur búið þar í sex ár. Hún vinnur á barnaheimili staðarins. Hún heillaðist að hugmyndafræði staðarins, með  það frelsi sem býðst í manneskjulegum samskiptum. Hún vill að staðurinn verði fyrirmynd þess að hægt verði að opna fleiri svona staði fyrir fólk í heiminum. Staðarmerkið er snigill og á að merkja rólegheit og að fólk hafi tíma fyrir sjálft sig.

Gitte er 52 ára og hefur búið þarna í 31 ár. Hún vinnur í kvennasmiðju á staðnum sem nokkrar konur stofnuðu eftir ágreining við karla staðarins fyrir löngu. Hún er uppeldisfræðingur og var það tilviljun ein sem réði því að hún prófaði smiðjuvinnuna og líkaði svo vel. Hún hefur búið þarna með fjölskyldu en býr nú ein með 18 ára syni sínum. Hún segir að vernda beri staðinn á menningarlegum forsendum. Þetta er einstakt umhverfi, hér eru engir bílar og mjög gott að ala upp börn hér.

Henrik er 55 ára, listmálari og lektor í myndlist. Hann hefur búið í 30 ár á staðnum. Hann kom fyrst þangað til að vinna við afvötnun á eiturlyfjasjúklingum einn vetur og þá var ekki aftur snúið. Hann settist að í skólahúsnæði og býr þar ásamt 12 ára syni sínum. Hann settist að vegna kærleiksins sem ríkti og segir að kjarkurinn verði meiri við að búa á svona stað. Hann segir að vernda eigi Christianiu vegna þess að hún er "unik" á heimsvísu og einstakur  varðandi leikhús og tónlist.

Rikker er 42 ára og býr með fötluðum syni sínum. Hún sinnir börnum í hestamennsku og hefur búið þarna síðan hún var 8 ára. Hún segir að Kaupmannahöfn hafi þörf fyrir svona stað þar sem fólk talar saman einum rómi sem samt eru svo ólíkt.

Andres er kokkur 32 ára á grænmetisstað í Christianiu og býr ekki á staðnum. Hann hefur samt komið þangað reglulega síðan hann var 11 ára. Hann vinnur þarna vegna fjölbreytileikans í mannflórunni og finnst að vegna sjálfstæðis staðarins ætti hann að fá að vera. 

Í lokin mæli ég með veitingastaðnum Liseloppen í Christianiu sem er hreint frábær, en hann er svo vinsæll að það verður að panta fyrirfram.

 


Amagerstrand og Tívolí

Ég fór í göngutúr eftir Amagerströndinni í Kaupmannahöfn í fyrradag. Ég hafði aðeins driplað fótum þar í fyrrasumar en nú fór ég í rannsóknarleiðangur þangað í fyrradag. Veðrið var svona hibsum habs, sólargæta og rigning á víxl og það alvöru rigning. Svona hefur veðri verið þessa daga sem ég hef dvalið hér, ólíkt veðrinu í fyrrasumar. Amagerströnd er algjör dásemd, fyrir ca tveimur árum var allt tekið í gegn á ströndinni og mikið og flott uppbyggingarstarf  í gangi sem skilar sér í nokkrum göngubrúm, flottum göngustígum og flottri salernisaðstöðu ásamt kaffi og veitingastöðum.

Í gær fór ég fyrsta skipti í Tívolí. Jú jú auðvitað var gaman að berja það augum og margt er fallegt. En það viðurkennist hér með að það var ekki spenningur eins og í gamla daga þegar mar fór í Tívolí í Vatnsmýrinni. En... ég fór í aðal RÚSSÍBANANN og kom hreinsuð og endurnærð út úr honum. Þetta tekur fljótt af sem betur fer enda fer maður ekki bara einu sinni á hvolf heldur líka fer  á krosshvolf eða slaufuhvolf. Ég er hæst ánægð með mig!


DK í dag. Hjólreiðakeppni og Feminismi.

Hér hefur vart verið talað og skrifað um annað síðustu daga en brottrekstur Michael Rasmussen hjólreiðakappa úr Tour de France. Dönsku blöðin sitja fyrir honum við heimili hans á Ítalíu og kveður svo ramt að, að hann er á flótta frá blaðamönnum og ljósmyndurum. Heimabær hans í Danmörku var búin að undirbúa heimkomu hans með stæl, bara svona eins og ein af okkar bæjarhátíðum, allir voru sigurvissir með hann og fólk á þessum slóðum er arga vitlaust eða mjög reitt hvernig farið var með hann. Hjólaklúbbur hans í Holbæk stendur með honum eins og einn maður og bíða eftir að hann jafni sig á áfallinu svo þeir geti festað með honum. Það sama gildir um hans nágrannabyggð á Ítalíu í Lazise við Gardavatnið.

Feministi er orð sem virðist vera orðið ein alsherjar ógn við stóran hluta fólks og sér í lagi margra karlmanna sem blogga hér og eins margra sem eru virkir í kommentakerfinu. Það sem mér finnst svo merkilegt við það er; að jafnrétti er ekki eins ógnandi þótt að orðin segi það sama eða alltént kvenréttindi.

Hér í Danmörku eru feminismi ekki lengur bundin við okkar vesturlensku menningu heldur hafa muslimakonur skorið upp herör gegn fordómum vesturlanda á klæðaburði þeirra og siðum í nafni feminista.

Asmaa Abdol-Hamid er ung kona sem vinnur sem þáttastjórnandi á danska sjónvarpinu. Hún er innflytjandi frá Palestínu og kom hingað 1986 þá fimm ára ásmt fjölskuldu sinni. Þegar hún var 14 ára byrjaði hún að ganga með slæðu og í fötum sem hylja nær allan kroppinn. Hún er menntaður félagsráðgjafi og samfélagsrýnir og er fyrsti muslimski þáttastjórnandinn í danska sjónvarpinu. Hún hefur setið í bæjarráði Óðinsvéa fyrir flokk sem kallast Enhedslisten og nú er hún komin inn á þing fyrir sama flokk og þar blæs hressilega um hana eins og annars staðar. Hún hefur sett sig upp á móti stefnu Dana varðandi Írakstríðið og líkt andstæðingum stríðsins í DK við andspyrnuhreyfingu Dana í síðasta stríði. Danir eru ákaflega viðkvæmir fyrir þessu og hún hefur fengið harða gagnrýni til baka. Hún var talsmaður 11 muslimskra samtaka í tengslum við niðurlægingu vegna birtingu skrípamyndar af Muhammed í Jyllands-Posten. Kvennasamtökin "Kvinder for Frihed" mótmæltu til danska sjónvarpsins þegar hún birtist á skjánum í muslimafötum með því að senda inn 500 undirskriftir þar sem þær töldu að klæðaburðurinn eða fyrst fremst höfuðbúnaðurinnn væri ógn og kúgun á rétti kvenna. En Asmaa Abdol-Hamid svarar fullum hálsi og segir að trúabrögð geti bæði verið muslimsk og femenísk.

Meira seinna.


Kaupmannahöfn

Fríið er búið að vera góður tími til að átta sig á þeirri stresslosun sem ábyrgðarleysið er. Fríið heima er aldrei frí, þú ert heima hjá þér og þarft að hafa augun á hinu og þessu.

Ég er búin að gera ótrúlega skemmtilega hluti. Fyrst fór ég á tónleika með Steely Dan (var boðið) þeir voru ótrúlega góðir og samhæfingin þar í lagi. Þeir voru dáldið jazzaðri en á plötunum - en það var bara betra fyrir mig. Þeir voru með örfá lög á prógramminu sem ég þekkti eins og; Peg, Bad Sneakers, Boodisattva, My Old School og Dirty Work en þeir tóku ekki Babylion Sisters.

Christania er alltaf jafnvinsæl, ég hef komið nokkrum sinnum þangað en mannurinn minn hafði aldrei komið svo ég fór að sýna honum. Honum fannst þatta það merkilegt að hann fór einn daginn eftir í nánari rannsóknarleiðangur.Eftir Christaniuleiðangurinn fórum við að borða á RizRaz, það er tveir staðir til í miðbænum og alltaf jafn gott að fá sér mat þar, ódýr og góður.

Louisiana safnið var skoðað á miðvikudaginn, þangað hafði ég aldrei komið en mannurinn minn hafði komið þangað áður. Þetta er svo gríðalega stórt svæði bæði úti og inni að við við komumst mismikið yfir allt. Þar eru margar sýningar í gangi og bar hæst sýningin frá Kína "MADE IN CHINA" sem samanstóð af málverkum, ljósmyndum, vídeóverkum, skúlptúrum, innsetningum og bíómyndum. Margt annað hreif mig eins og ung listakona frá USA Julie Mehretu sem hefur gert sérstakar myndir um sögu arkitektúrs eins og skipulag bæja, landlagsskipulag og ákveðna staði í hennar hugarheimi. Richard Avedon ljósmyndari (1923-2004) er sagður einn stærsti ljósmyndari Bandaríkjanna í dag. Hans myndir voru fyrst og fremst portret en hann hefur líka unnið sem tískuljósmyndari. Margar myndanna hans komu óþægilega við mann, sérstaklega ein sem er af þroskaheftum fullorðnum karl tvíburum sem ég hef séð áður líklega í blaði. Ég ætla þangað aftur.

Í gær fórum við á smá ráb í miðbænum. Eins og margir sem hafa verið nokkrum sinnum í Kaupmannahöfn þá fær maður nóg af strikinu og vill helst ekki vera þar. Lætin og hávaðinn er ótrúlegur miðað við það að um leið og þú ert komin smá til hliðar við það eru rólegheitin dásamleg. Við fundum sund af strikinu sem við höfðum ekki ratað í áður og vorum allt í einu komin í Pistolstræde settumst þar á verönd í kaffihúsi og fengum okkur kaffi og kökur. Þaðan löbbuðum við í áttina að Grönnegade og fundum búð sem er tileinkuð listakonunni Frida Karlo þar var allt í skærum litum og mikið í minjagripadúr um hana, mjög skemmtileg lítil hola. Í Grönnegade sáum við nokkrar "Kisubúðir" þær voru svo skemmtilegar en jafnframt dýrar, ein skóbúðin var með þvílikar gersemir að það hálfa væri nóg (fyrir Jenný) en verðið var eftir því, ballerínuskór á 25 þús. og stígvel á 70 - 110 þús., svo voru líka til fullt af veskjum og töskum. Mér sýndist þetta vera allt konungbornar konur þarna inni að versla. Ég er alltaf mjög seig við að ramba á svona staði og láta mig dreyma.

Meira seinna elskurnar - er á leiðinni út í Amagercentred að láta taka saum (nagla) úr skó eiginmannsins!Tounge

 


Komin heim og farin aftur

 Vestfirðir 2007 031

 Vestfirðir 2007 018

 

 

 

Helga Vala framkvæmdastjóri Edinborgarhúsisns                                      Birgir á Bolafjalli

 

Kom heilu og höldnu frá Vestfjörðum og þræddi alla þéttbýlisstaði.

Svona gróft þá fór ég á Súganda - Suðureyri og aðeins út fyrir á Stað og Bæ skoða kirkju og kirkjugarð.

Flateyri var næst og það er pínu óþægilegt að koma þangað. 

 Hrafnseyri við Arnarfjörð var næsti viðkomustaður, safnið skoðað og kirkjan.

Fossinn Dynjandi er engu líkur og Dynjandisheiði fannst mér ævintýri, allt gróið upp í topp.

 Dýrafjörður og Skrúður var tekið, Þingeyri kom á óvart, gróið og fallegt sama er að segja um Bíldudal og Tálknafjörð.

 Vestfirðir 2007 046                                                         Vestfirðir 2007 048

 

 

 

 

 Kirkjan á Þingeyri

Fór á safnið hans Jóns Kr. Ólafssonar í Bíldudal "Melódíur minninganna" og ég segi bara ALLIR ÞANGAÐ.

Að lokum var það Patró og svo ekið á Brjánslæk og ferjan tekin yfir Breiðafjörð til Stykkishólms.

 En nú er ég að hlaupa í burt - er að fara til Danmerkur með nánast engum fyrirvara. Legg af stað eftir klukkustund og tek næturflug til Köben.

Áfram verður bloggið glóppótt og komentin líka. Bless á meðan.

SKJÁUMST


Edinborgarhús, Bolafjall, Skálavík og Ísafjörður.

Í Edinborgarhúsi er flottasta kaffihús á Íslandi í dag, við viljum helst bara vera hér, nú sit ég hér með tölvuna og blogga en það er ekki hægt á Hótel Eddu nema staðsetja sig í lobbíinu í sófa og ég nenni því ekki. Edinborgarkaffihúsið er rekið af Helgu Völu f.v. bloggvinkonu en hún er farin yfir á Eyjuna. Snúran á myndavélinni gleymdist heima og get ég því miður ekki sett myndir inn en kannski seinna.

Upp á Bolafjall fórum við í morgun, bara ótrúlegt hvað gert er í þágu hernaðar - en við njótum góðs af veginum og útsýnið er óþægilega ægifagurt. Stundum verð ég hrædd við náttúruna. Þaðan fórum við til Skálavíkur, sögusvið Heimsljóss.

Halldór Egill, það er hægt að fara þangað á venjulegum fólksbíl, þetta er bara eins og gömlu sveitavegirnir!

Bærinn Ísafjörður er ótrúlega sundurleitur í byggingastíl en ekki í skipulagi, samt svo stabilseraður og fallegur. Það er stanslaust hægt að finna hús frá 1780 til dagsins í dag

Á morgun förum við frá Ísafirði áleiðis til Tálknafjarðar og tökum einhverja fleiri firði í leiðinni.

SKJÁUMST


Ísafjörður here I come

Erum að leggja í hann til Vestfjarða. Aldrei komið til Vestfjarða svo ég á mikið eftir. Þetta er búið að standa til í allt sumar og loksins förum við núna ég og mannurinn. Við ætlum að skoða staðina og hafa það gott. Bloggið verður gloppótt að öllum líkindu. Skjáumst síðar.

Í dag er sorgardagur hér á Akranesi. Bifhjólamaðurinn er héðan sem fórst í gær rétt fyrir utan Akranes. Ég sendi öllum aðstandendum hans samúðarkveðjur.


Dýralíf

Hrund dóttir mín var að hringja frá Sverige og segja mér sögur af dýrunum. Það sem er svo yndislegt fyrir börnin er þetta fjölbreytta dýralíf.

Fyrir tveimur dögum gekk nágranni þeirra, ófrísk kona á sandölum fram á höggorm í garðinum sínum og hljóp inn og fór í stígvél og skipaði manninum að fara út í stígvél að koma kvikindinu burtu. Nú upphófst leit af höggormi í háu grasinu og Guðni maður Hrundar komin til hjálpar, höggormurinn var hansamaður og settur í háf og öll börnin í hverfinu kominn til sjá. Margir höfðu aldrei séð höggorm í návígi og Hrund var alveg hissa á því hað hann væri stór. Nú, svo hófst einhver rekistefna um það hvað ætti að gera við kvikindið, sumir vildu drepa hann  en þá mætti einn nágranni til viðbótar og sagði að þeir væru friðaðir í Svíþjóð. Guðni og nágranninn settu því orminn í stóra fötu og spítur yfir og gengu með orminn út í skóg og slepptu.

Umræðuefni heimilisins þessa dagana er mikið um dýr og lifnaðarhætti þeirra og búsetu. Jón Geir tvíburi 3 ára spurði mömmu sína hvar ormurinn ætti heima?

Úti í skógi sagði mamma hans.

Afhverju var hann ekki heima hjá sér ?

Annað dýr hafði komist í sjálfheldu í garðinum þeirra nokkru fyrir þennan atburð, það var broddgöltur. Guðni fór í hanska til að ná honum og hleypa honum út úr garðinum, þar var líka annað dýr skoðað í návígi börnunum til mikillar gleði, allavega tvíburunum Eddu og Jóni Geir en Ylfa Eir er ekki eins hrifin enda er hún orðin meiri dama sex ára. Hún hljóp bara til og náði í heimilishundinn og hélt á honum í bæði skiptin til að verja hann þessum ófögnuði.

En á meðan broddgeltir eru til  éta þeir höggorma svo það færi betur á því að bílar stoppi fyrir broddgöltum og hleypi þeim yfir.


Alþingismaður látinn

Einar var maður sem lét taka eftir sér. Hann var áberandi þegar hann kom fram í debat umræðum ljósvakamiðlum. Það gustaði af honum og hann gat verið fyndinn. Hann var oft með yfirlýstar andstæðar skoðanir við sinn flokk á alþingi og í fjölmiðlum  Það verður eftirsjá af svona litríkum manni.

Samúðarkveðjur til allra sem syrgja hann.


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allsstaðar steik

ekki ofninum heldur á útsvæðum og sérstaklega í görðum. Þetta er allt eins og í lygasögu á Íslandi. Fólk er að koma úr hálfsmánaðar ferðum frá norðurlöndum, rigning nær allan tíman tveir sólardagar í Svíþjóð undanfarna 15-17 daga í kringum Lund.

Ég vakna á hverjum degi með það í huga að það sé skýjað eða rigning en aldrei stenst sú hugsun.

Í dag kl. 15:30 er Sandra María mín að fljúga heim til sín, til Billund og svo til Vejle akandi þar sem hún á heima. Hún er búin að eiga 14 sólardaga á Íslandi bæði í eiginlegri merkingu og óeiginlegri.

 


Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband