Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Auðveldara er að vísa mönnum burt eða senda þá heim í skjóli okkar eigin vandamála

Það hefur vantað alla hefð og reisn hér á landi til að takast á við hælisleitendur sem hingað koma og upplýsingar og fréttir af þessu fólki hefur oftar verið uppfullar af tortryggni heldur en skipulögðu rannsóknarferli sem er jafnframt upplýst fyrir almenningi.

Að meðhöndla fólk sem leita hælis eins og glæpamenn er það sem situr eftir í minni almennings þegar upp er staðið. Nú er tækifærið að láta hælisleitendur finna til tevatnsins af því að "aumingja" Íslendingar eiga svo bágt núna!


mbl.is Vill frekar deyja en snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í staðin fyrir að lesa allt hið neikvæða um það sem er að gerast...

... á landinu okkar góða er ágætt að hugsa um þá sem hafa það ennþá verr en við úti í heimi og styðja og styrkja hjálparstarf í Afríku á vegum ABC  http://www.abc.is/.

Blogg vinkona mín Hrafnhidur Vilbertsdóttir hefur sent út neyðarkall á bloggi sínu http://krummasnill.blog.is/blog/krummasnill/entry/705164/ og tek ég undir það með því að áframsenda þetta neyðarkall hingað á mitt blogg.

Brotist var inn á skrifstofu ABC barnahjálpar í Kenýa og öllu fémætu stolið. Sigurrós Friðriksdóttir og tvær samstarfskonur hennar voru bundnar og keflaðar á meðan ránið fór fram. Starfið er nú í mikilli þörf fyrir fjárhagsaðstoð. Þeir sem vilja leggja því lið geta lagt inn á reikning nr. 1155-15-41411, kt. 690688-1589.
Bréf frá Þórunni til stuðningsforeldra Kenya barna


Er lýðræðinu ógnað af lögreglu?

n579426662_1598697_3510

 

 

      Vek athygli ykkar á bloggsíðu Fríðu Eyland sem er með samanburð á myndum úr annars vegar bænagöngu og hinsvegar mótmælagöngum undanfarinna helga í Reykjavík sem endað hafa á Austurvelli.

http://fridaeyland.blog.is/blog/fridaeyland/

Myndin hér til hliðar er ein fleiri tuga mynda sem teknar hafa verið við mótmælin á Austurvelli og er þessi frá því á laugardaginn. Fengin að láni frá:

http://svartur.blog.is/blog/svartur/

Kannski verður það þannig að GORMUR slær í gegn!

Kannski í eiginlegri merkingu en miklu frekar í óeiginlegri merkingu, því nú eru "gormar" út um allt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Burt með spillingarliðið!

 

Því miður er þetta orðið svo þungt að það er ekki hægt að meðtaka og fara yfir allt með fullri vinnu - ég kveiki ekki á fréttum lengur eins og áður, þ.e.a.s. ekki fyrr en undir lokin til að hlusta á fréttaágrip. Þetta er meira en mannskemmandi, þetta er manndrepandi.

Ljái mér hver sem er fyrir svartsýnina.

 

"Úkraínumenn sóttu um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á eftir Íslendingum, rétt eins og Ungverjar.

Og rétt eins og Ungverjar eru þeir núna búnir að fá sinn pening.

Við bíðum enn.

Sá ráðherra sem nú stígur fram og segir okkur sannleikann fær prik."

Þetta reit Illugi Jökulsson á DV - ég segi eins og hann, hvaða ráðherra ætlar að segja sannleikann eða hver veit hann?

Hver eru rök Samfylkingarinnar fyrir því að halda þessu stjórnmálasambandi?

Þetta er flokkurinn minn sem ég hef borið traust til þangað til núna. Efasemdirnar eru farnar að læðast inn.

Það versta er að flökurleiki og höfuðverkur fylgir þessu.



 


Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband