Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Vöfflur

2 1/2   dl hveiti eða heilhveiti

1       msk sykur

1/4      tsk salt

3/4      tsk sódaduft (matarsódi)

2 1/2 - 3 1/2 dl súrmjólk

3        msk matarolía

1              egg

 

Mældu þurrefnin og blandaðu saman í skál. Hrærðu súrmjólkinni, olíunni og egginu saman við.

Bakaðu vöfflurnar ljósbrúnar í vel heitu vöfflujárni.

 

Þessar Vöfflur eru mjög góðar, passið bara að hræra deig aldrei of lengi saman, þá vill deigið verða of seigt stundum. Sumum finnst líka gott að bæta kakó út í vöffludeigið til að breyta aðeins um bragð og útlit. Þá er hægt að setja hálfan dl af kakó og hafa örugglega þrjá og hálfan af súrmjólk. Stundum þarf að þynna deigið með smá tilfinningu, það sem passar best hverju vöfflujárni.

 

Verði ykkur að góðu.   

 


Sumarbrauð

 6 dl    hveiti

 1 dl    heilhveiti

 1 dl    hveitiklíð

 3 tsk   lyftiduft

1/2 tsk salt

2 tsk     sykur

3 dl       mjólk

 

Kveikið á ofni 175 gráður. Mælið þurrefnin í skál. Hellið mjólkinni saman við og hrærið með sleif. Stjið deigið á borðið og hnoðið þar til það er samfellt. Setjið brauðdeigið í tvö lítil smurð kökuform. Bakið í 30 mínútur.

 

Verði ykkur að góðu.

Þetta er lyftiduftsbrauð sem fimmtu bekkingar eru að baka þessa daganna hjá mér.


Annar í Páskum

Á þessu heimili hefur verið mikið kjöt á boðstólum yfir hátíðarnar. Fyrst var einiberja kryddlegið lambalæri á Skýrdag, kálfakjöt á Föstudaginn langa og loks fyllt lambalæri á Páskadag með ávöxtum, döðlu og gráðosti. Allt of mikið kjöt fyrir minn smekk. Nú er þetta búið svona formlega og einhverjir afgangar til að narta í.Sick

Í dag fer ég í fyrstu fermingarveisluna, það er Pétur Karlsson sem er að fermast í dag kl. 14 í Seljakirkju í Breiðholti. Matarveisla verður svo seinnipartinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Pétur er ljóshærður víkingur með krullur, hávaxinn, myndarlegur og faðmar mann alltaf þegar við hittumst.

Til hamingju með daginn Pétur minn!Wizard

Ég er hins vegar dálítið hugsi yfir þeirri staðreynd að stríð geysar innan útlendingahópa hér á Íslandi. Hafði heyrt að hér á Skaga fyrirfinnst ofbeldisstýring á því hvernig Pólverjar eiga að haga sér. M.a. snýst þetta um það að öfundsýki og afbrýði brýst út þegar einum gengur vel í samfélaginu fram yfir aðra. Sumir halda því fram að þeir hafi tekið erjur með sér hingað til landsins að heiman vegna búsetu í Pólland og ætternis. Þetta virðist vera mafískt og ótrúlegt ef satt er að til eru dæmi þess að ef einum gengur vel í vinnu og samfélagslega, þá verður hinn sami að segja upp því þetta er ógnun við samfélag Pólverja.

Ég á vinkonu sem vinnur með mörgum Pólverjum, þeir hafa verið hér í mörg ár og eiga sínar íbúðir hér og eru fyrirmyndarstarfskraftur, eins og hún segir ótrúlega duglegir. Þessi sama vinkona mín hefur líka haft pólska konu sem tekur til heima hjá henni tvisvar í mánuði og svo hefur hún stundum aðstoðað þá í kerfismálum. Þannig að hún þekkir stóran hóp af þeim nokkuð vel. En hún segir jafnframt að breytingingin á samræðum fólks hafi breyst mikið, mikil hræðsla, pirringur og hatur í gangi.

Þetta er flókið mál og spurning hvernig samfélagið eða yfirvald getur komið inn í til varnar og aðstoðar í svona innbyrðis erjum. Þarna er um líf og dauða að tefla, það er líflátshótanir.

Það er líka annað mál sem ég er hugsi yfir, það eru glæpahringir í austur Evrópu sem senda burðadýr og nota allar leiðir til að koma eiturlyfjum til landsins, ástæðan? Jú hæsta gangverð á eiturlyfjum er hér á Íslandi í Evrópu.

Ekki mjög páskalegt, en því miður ofbeldið hefur geisað eins um stríð hafi verið að ræða um páskanna.


Gullskórnir mínir verða bara teknir á og af með hvítum hönskum...

blogskór
enda 18 karata gullhúðun á þeim og lakkleður í hæl og tá!Tounge
Nú er ég búin að setja gullskóna á netið Jenný og Krumma. Hvað segið þið þá? hanskamjúkir með dempurum í botni að innan! hahahahLoL

Páskadagur

Málsháttur minn úr litla egginu frá Nóa Síríusi er: "Svo má góðu venjast að gæðalaust þyki"

Mér finnst það vera páskar að lesa málshætti úr eggjunum en eggið læt ég vera og piltarnir á heimilinu fá því meira að maula.

Í gær fór ég á spítalann til pabba, hann var í þreyttara lagi í gær og dvaldi í rúminu meira og minna í gær. Samt var hann kátur eins og oftast að sjá okkur. Alexandra og Fylkir voru með mér og hann var kátur að sjá okkur öll. En það er erfiðra  og erfiðara að horfa á pabba minn í þessu ásigkomulagi. Hann var plástraður á lömuðu hendinni hafið fest hana í hjólastólnum og var með sár á handarbakinu og fyrir nokkru helti hann sjóðheitu kaffi á lamaða fótinn og brann dáldið en hann finnur ekki fyrir og þess vegna er oft erfitt að átta sig á þessu.

Pabbi er samt æðrulaus og hefur gert sig skiljanlegri með hljóðum sem eru farin að skiljast sem ákveðin orð.

En ég fór líka í Kringluna og keypti mér gullskó og ég er alsæl með skóna. Jenný, þú ættir bara að vita og sjá!Whistling

Á föstudaginn voru Inga og Helgi hjá mér í mat en gistu ekki og komu ekki með Vask - Helgi þurfti náttla að mæta í vinnu morguninn eftir, hann er ekki framkvæmdastjóri fyrir ekki neitt!

Heiða mín var hérna líka og ég Inga og Heiða skelltum okkur í pottinn í myrkrinu og stillunni með kertaljós og alles. Það var yndislegt. Ég held að Inga ætli að kaupa hús við hliðina á mér!

Svo kemur Jenný kannski líka?Undecided Þá verður fjör, já afhverju ekki? Það ætti að vera sollis að þeir sem eru komnir yfir fimmtugt of þekkjast eiga bara að kaupa sér eina götu, ha hvað finnst ykkur?

Mannurinn minn fékk málshátt úr Njálssögu, sem er svona: "Fár bregður hinu betra ef hann veit hinu verra"

Þekki ekki þennan málshátt og langar að vita skýringuna

Gleðilega páska öll elskurnar.


Föstudagurinn langi.

Nú skín sólin úti og veðrið er skínandi fallegt hér hjá mér út um gluggann. Ég er búin að troða í mig morgunmatnum og er að drekka kaffið mitt fyrir framan tölvuna.

Það gekk ekki áfallalaust að baka kransakökuna í gær. Þegar ég og Steinar frændi minn vorum að taka út tvö síðustu hringaforminn úr ofninum rann annað út af grindinni og "splass" beint á hvolf í gólfið og allt ónýtt!

En það verður bara lagað, fall er fararheill eins og þar stendur. Mamma  hans bakaði hins vegar dýrindis marenstertur með svampbotni sem tókst fyrna vel - allt í skúffustærð. Steinar frændi minn er mega krútt og rosalega góður við mömmu sína enda er hann litla barnið hennar. Hann er ekki með neina unglingaveiki í samskiptum við hana, bara hlýr og elskulegur og svo yndislega fallegt að sjá hvað þau eru tengd.

Frumburður minn hún Heiða, kom í gærkvöldi og borðaði með okkur, hún var að koma úr langri vinnutörn, það var gott að fá hana og hún er hér enn. Pabbi hennar er að verða sextugur og það vefst óskaplega fyrir börnunum hans af fyrra hjónabandi hvað á að gefa pabba í afmælisgjöf!  Ef einhver er með góðar hugmyndir af afmælisgjöf fyri sextugan karl, þá eru þær vel þegnar. Gjöfin verður frá fimm börnum hans og tveimur stjúpbörnum.

Nú um stundir er hugurinn úti í Sverige og DK hjá barnabörnunum. Var að tala við dóttur mína í Norsesund í Svíþjóð og þar er snjór yfir öllu, fyrir nokkrum dögum var svo hlýtt að þau voru úti að grilla fyrsta vorgrillið. Ekki hef ég heyrt frá Sindra mínum á Englandsvej á Amager, en hann er með tengdaforeldra sína og mágkonu í heimsókn og nú hlýtur Magnea að vera kát með ömmu Signý, afa Páli og Veru frænku.

Það er vont þegar berast voðafréttir frá Kaupmannahöfn og það á Amager. Í gærmorgun var ungur piltur 16 ára drepinn, hann var að bera út blöð, tilefnislaust og bláókunnugir drengir, þrír að tölu stíga út úr bíl og berja hann til dauða með kylfu. Þessi gata er svo til næsta gata við Bremensgade þar sem Sindri og Aldís bjuggu fyrir akkúrat tveimur árum. Í fyrra var skotið á ungan pilt eða ungling sem sat við tölvuna sína í herberginu sínu í gegnum gluggan uppi á annari eða þriðju hæð, hann slapp með meiðsl á höfði. Þetta er róleg gata og barnaheimili Magneu ská á móti þessu húsi. Þannig að stundum leggur að manni óhug, en, ég og maðurinn minn höfum verið á þessum slóðum nokkuð oft undanfarið, það gerir mann rólegri en ella að þekkja nokkuð til. Auðvitað er það bæði leiðinlegt og sorglegt að svona nokkuð gerist í sama borgarhluta.

Í kvöld koma svo Inga vinkona og Helgi vinur minn eða Moby Dick og hundurinn þeirra Vaskur, þau ætla að borða með okkur og gista hér í nótt. Það verður fjör hjá okkur.


Skírdagur

Ég er í leit að kransakökuformum út um allan bæ, held þau séu samt að koma fljúgandi til mín bráðum. Systursonur minn fermist eftir tíu daga og ég og hann ætlum að rúlla upp einni kransa í dag. Kannski bökum við líka einhverjar dellur í leiðinni. Það er nú orðið dáldið langt síðan ég gerði þetta síðast, en allt rifjast þetta upp. Smile

Nú svo er veisla á annan í Páskum, þá fermist systursonur mannsins. Veislan hans er matarveisla haldin í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Ég gleymdi að fara í sparisjóðinn og fá tvöþúsund kallinn aukalega, einkennandi fyrir mig að hugsa ekki fyrir hlutunum, held alltaf að bankarnir séu opnir fyrir mig. Kannski ég ætti að fresta gjöfinni fram yfir páska? W00t

 

Barnabarnið mitt hún Sandra María fermist svo 6. apríl í Vinding kirkju í Vejle. Þar hefur hún búið síðan hún var 8 ára með þremur systkinum mömmu sinni og stjúpa sem er danskur. Veislan hennar er matarveisla og haldin úti í bæ á Hotel Hedegaarden.

Hún Sandra mín hefur verið á ljósmyndanámskeiði í vetur og tekið margar skemmtilegar myndir og á ég tvær, önnur af reiðhjóli og hin af dúfu, mjög fallegar. En hún hefur líka verið að leika sér með myndavélina ásamt vinkonu sinni og þær að taka myndir hver af annari. Smá sýnishorn hér að neðan. Heart

saandra á glerinu

sandrahvolfi

                                        Sandra María Högnadóttir 13 ára  orðin táningur.

 


Leikfimi, Magnea og páskafrí.

Jú ég er komin í páskafrí og svaf til kl. 11. Það er það sem mig hefur vantað lengi, að hvíla mig. Nú er ég s.s. vöknuð og komin á ról og ætla að skella mér í leikfimi til Ellenar í JSB í Reykjavík. Við verðum bara tvær á ferðinni núna, en erum samt ekki orðnar fleiri en þrjár, einu sinni vorum við fimm.

Besti tíminn við þetta er aksturinn á milli, því þá opnast flóðgáttir af duldum þrám og draumum kvenna ásamt öllu því sem gerist í daglega lífinu hjá okkur.

En ég ætla samt að skella inn myndum af henni Magneu minni, þær eru svo margar og skemmtilegar myndirnar af henni og um að gera að leyfa fleirum að njóta þess.

 

 

magnea-sokkar

                       Magnea að klæða sig í sokka.


Svona í tilefni dagsins:

 

Hér kemur snuddumynd af snúllunni minni í Kaupmannahöfn

matarboð

Og hér kemur önnur mynd af Magneu minni í fyrsta matarboðinu í nýjum heimkynnum á Englandsvej.

.

Svo kemur ein af Eddu minni í Sverige frá því hún var hér um jólin

Edda sem verður 5 ára í sumar eða 17. júlí!

 


Kennaralaun

Víða hafa bæjar- og sveitastjórnir bætt kjör kennara með eingreiðslum  og lof um aðrar eða meira.

Kennarar á Akranesi sendu Bæjarstjórninni sinni bréf um ástand mála í skólunum hér, flótta úr stéttinni plús vandkvæði með forfallakennslu, ásamt því að aukning hefur aftur orðið á leiðbeinendum.

Það skemmst frá því að segja að bæjarstjórn Akraness tók  þetta fyrir í gær á fundi og sá enga ástæðu til að sinna þessu erindi, s.s sópað út af borðinu og ekki svaravert af því þeir hefðu ekki heyrt um þessi vandamál hjá stjórnendum skólanna.

Því er minn stjórnandi ekki sammála.  Hafa  kennarar ákveðið að ráða saman ráðum sínum og neita að taka forfallakennslu.

Mín laun eru fyrir 100% vinnu 247 þús brúttó 58 ára og kennt 17 ár. Útborgað fæ ég í kringum 180 þús.

 

PS. Verð að bæta þessu við. Eins og margir hafa orðið áskynja var viðtal við danska vændiskonu í Kastljósi í fyrradag og hefur verið gagnrýnt víða. Erla Sigurðardótir í Danmörku hefur skrifað góðan pistil um þetta viðtal sem hún kallar "að halda á hljóðnemanum" - ég set krækju á hennar blogg hér:

http://erlasig.blog.is/blog/erlasig/

 


Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband