Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hvernig á að spara?

Lýsi eftir tillögum að góðum sparnaði fyrir innkaup á matvörum!

Mikið grænmeti er notað en minna af rótargrænmeti.

Lítið af mjólk er notað.

Ekki hveiti eða pasta.

Hvað á að forðast í matvöru í dag vegna verðs?

 


mbl.is Bónus hækkar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós, Ljósa, Ljósmóðir. Mega börn ekki lengur fæðast?

Það virðist næsta tilgangslaust að konur auki við sig menntun. Þeim er umbunað með óvirðingu og fá meiri laun fyrir grunnmenntun sína en framhaldsmenntunina!

Hvað er þetta í fj... sem vinnur gegn konum í launum?

Fyrst þurfa þessar konur, (ég segi konur því ég veit ekki um íslenskan karlmann sem er ljósfaðir en gæti auðvitað verið), að læra hjúkrunarfræði og svo taka þær ljósmæðranám ofan á það, því ekki er lengur hægt að læra eingöngu ljósmóðurfræði eins og áður fyrr.

Nú er þetta sex ára nám í Háskóla og þær þurfa að berjast við ríkið til að fá leiðréttingu launa!

Látið mig bara vita ef þið vitið af einhverri karlastétt eða sem næst, með Háskólapróf upp á sex ár sem þyrftu að standa í þessu ströggli?


mbl.is Neyðarmönnun hjá ljósmæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara sætastir!

Fallegt hvernig hægri bakvörðurinn Ramos minntist vinar síns Puerta með því að vera í bol með mynd af honum á!

Setti meira segja peningin ofan í hálsmálið svo hann sæist örugglega.

Puerta dó 22 ára, var í landsliðinu og við krufningu kom í ljós hjartagalli.

 

Ég er ánægð yfir að Spánverjar skildu taka þennan leik og ekkert með neinu "rétt mörðu það" heldur með mikilli reisn sem er sérstaklega sætt gegn Þjóðverjum.


mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona var kjötið af kálfunum í gamla daga í sveitnni og kannski eru kálfarnir borðaðir svona ennþá!

Í sveitinni var oft kálfakjöt á boðstólum. Þegar kýr var nýborin var kálfurinn ekki látin lifa lengi vegna þess hve dýrt var að ala hann. Hann þurfti mikla mjólk og það var of mikið fyrir venjulega bændur  sem voru að auka nytina við burðinn.

Ég man bara að yfirleitt fannst mér það ekki gott þegar ég var barn, allt of hvítt og oft slepjulegt.

En það besta sem ég fæ í dag er kálfakjöt en það er ekki af nýbornum, svolítið eldri!

Það verður gaman að smakka lambið þótt husunin á bak við litla fallega lambið sé ekki geðsleg - en það fannst manni líka um kálfinn forðum!


mbl.is Mjólkurlamb kynnt matgæðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Spánverjar!

Það verður liðið mitt í kvöld.

 Þeir hafa líka bara einu sinni orðið Evrópumeistarar en Þjóðverjar þrisvar.

Ég veit að þjóðverjar eru hættulegir og það í einni en fleiri merkingu!

Aldrei hugnast þeir í Evrópu- eða heimsmeistarakeppnum.


mbl.is Væntingar í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Meðvirknin" er það sem við erum endalaust að kljást við. Afmælisboð barna á skólatíma.

Afmælisveislur barna á skólatíma geta stundum orðið að verstu martröð kennarans. Börn eru skilin útundan og oft eru það alltaf sömu börnin. Það er fullorðinna að hafa áhrif á börn sín og eiga að setja reglur um það við börn sín hvernig afmælisboð eiga að vera. Ef börnin vilja velja úr börn sem þau bjóða í afmælið sitt þá gera þau það heima hjá sér en ekki í skólanum, hvorki inni í kennslustund eða á skólalóðinni, ekki heldur heim úr skóla eða á leið í skóla.

Það er ekki gott að velja þannig að það eru aðeins einn, tveir eða þrír afgangs en ef valið snýst við er það eðlilegra.

Ég er sérgreinakennari og hef oft hlustað á börn tala saman um afmælisveislur sínar í tímum.

 Ætlarðu ekki að bjóða Gunnu? Af hverju ekki ?

Mamma vill ekki fá marga!

Einhvern vegin eru samskiptin oft með þessum hætti. En ég hef líka heyrt, hann bauð mér ekki í afmælið sitt!

Sem betur fer getur skólinn sett reglur nákvæmlega eins og heimilin setja reglur. En ef að heimilin ætla að fara með sínar reglur gegn skólareglunni inn í skólann, þá verður einhver að stoppa það. Í þessu tilfelli er það kennarinn í Svíþjóð sem stoppar boðsmiða útdeilingu vegna í rauninni eineltis.

Flestir ef ekki allir skólar á Íslandi eru með þessar reglur, að ef þú deilir út boðsmiðum í bekknum þá eru það allir eða engin.

Mér hefur alltaf þótt dálítið skjóta skökku við að um leið og við erum að kenna og ala upp börnin okkar í jafnrétti, góðum dyggðum og uppeldi til ábyrgðar, þá eru til foreldrar sem verða svo ofurmeðvirk með börnum sínum að það hálfa væri nóg!

Það er ekki hægt að gera upp á milli barna í sama bekk sem hafa ekki nægilegan félagsþroska og þurfa þess vegna stjórnun og umræður um umburðarlyndi sem er þolgæði og taka vægt á yfirsjónum annarra.


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunandi heilsufar öldunga.

Í fyrradag fékk ég langömmu barnabarns míns í heimsókn ásamt manni hennar og bróður. Allt þetta fólk er komið yfir áttrætt. Langamman býr við góða heilsu miðað við aldur orðin 86 ára, maður hennar á svipuðu reki er aftur á móti búin að fá parkison veiki og hefur líka þurft að gangast undir aðgerðir vegna kransæða og hjarta. Bróðir langömmunnar er aðeins yngri og vel ern.

Umræður okkar snérust meðal annars um heilsufar öldunga og langlífi. Mamma systkinanna dó 102 ára og hafði aldrei farið á spítala. Hún var orðin blind en mjög vel ern fram í andlátið. Í dag væri hún ekki blind, því Það sama hrjáir dóttur hennar og hún hefur tvívegis á tíu ára millibili farið og látið skipta um augasteina og þarf ekki að nota gleraugu 86 ára. Mamman dó árið 1993.

Það er framfaraspor að rannsaka öldrunarsjúkdóma eins og Hjartavernd hefur tekið þátt í sem gæti orðið til þess að fólk gæti lifað góðu lífi í ellinni!

Hver veit?


mbl.is Uppgötvun Hjartaverndar vekur víða mikla athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skylda verktakans?

Það kemur mér á óvart að það er ekki skylda verktaka að ganga frá byggingasvæðum sínum til að koma í veg fyrir að börn fari sér að voða.

Hver á að sjá um að framkvæmdarsvæði í þéttbýli séu frágengin þannig að börn og óvitar fari sér ekki að voða?

Er það kannski sveitarfélagið, eins og þessu tilfelli Grindavíkurbær?


mbl.is „Á eftir að enda með slysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir barn er meðganga þess óeðlileg og ofbeldi á likama barnsins.

Sem betur fer fær telpan fóstureyðingu. En það eru karlmenn innan kirkjunnar sem sitja á rökstólum og ætla að kæra verknaðinn þrátt fyrir að barninu er naðgað, misnotað af frænda sínum s.s. sifjaspell - samt sitja karlmenn á rökstólum um mikilvægi þess að láta barnið ellefu ára eiga barn!
mbl.is 11 ára gamalli stúlku heimilað að fara í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert lát á barnavændi í heiminum.

verndÍ hádegisfréttum Útvarps mátti heyra þessa frétt þar sem börnum var bjargað úr klóm barnaníðinga sem selja börn í vændi.

Hér er brot úr fréttinni frá ruv.

"Nálega 400 manns hafa verið handteknir í Bandaríkjunum, síðustu 5 daga, grunaðir um að selja börn í vændi. 21 barni hefur verið bjargað úr kynferðislegri ánauð.

Þetta eru viðamestu aðgerðir bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í slíku máli hingað til, og náðu þær til 16 borga. Undanfarin 5 ár hefur yfir fjögur hundruð börnum verið bjargað úr klóm glæpamanna. En yfirmaður FBI segir að Netið geri fólki auðveldara að ná börnum á sitt vald og einnig að selja þau öðrum ofbeldismönnum."

Ég ætla að setja inn hvern einasta óþverra um þessi mál í smá tíma - fá smá yfirsýn yfir það hvað þetta er stórt og mikið vandamál í heiminum.


mbl.is Stöðvuðu för „vændisbíls“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband