Leita í fréttum mbl.is

Aftur klám

Það er óþægilegt að horfast í augu við þann viðurstyggilega sóðaskap sem sendur er út í nafni peninga og gerfiþarfa og troðið bæði beint og óbeint upp á manneskjuna. Ég hef ekki sent út færslu síðan í fyrradag  vegna depurðar sem stafar af allri umræðunni og vitneskjunni sem skapast hefur vegna fyrirhugaðrar klámráðstefnu eða leikstefnu 150 manna á gömlu Hótel Sögu í Reykjavík.

Vegna þessara umræðu hafa menn skipst á skoðunum í bloggheimi og fjölmiðlum. Það sem situr helst eftir af því sem ég hef fylgst með er að þeir sem eru fylgifiskar kláms (sem flestir af þeim segja að erfitt sé að skilgreina klám) hafa varið tilveru þessa hóps og væntanlega komu til landsins  með ferðafrelsi og einkalífi. Það sem þrengir þessa hugsun er að þetta eru ekki einstaklingar á ferð hver í sínu lagi heldur eru þetta hópur fólks á vegum skiplagðra samtaka í klámiðnaðinum og koma sem slíkir undir merkjum þess.

Það er líka uppgövun út af fyrir sig fyrir mig að hafa haft kjark til að fara á heimsíðu þessa klámhrings og vafra um heimasíðuna og lenda í hryllingi sem ég hélt að ekki væri til, allavega ekki opið fyrir hvern sem er. þar inni er sá mesti viðbjóður sem ég hef séð í misnotkun á kvenlíkamanum. Ef konurnar eru ekki drukknar, uppdópaðar eða hreinlega geðveikar að þá hljóta þær að vera þvingaðar. Það segir mér engin að klám sé gert með fullu samþykki viðkomandi nema þetta sem ég á undan sagði er í gangi.

Hvaða fyrirmyndir skyldu þessar stúlkur/konur hafa haft í sínum uppvexti? Það skyldi þó aldrei hafa verið karlmenn sem hafa rænt þær æskunni og heilbrigðu líferni og kynlífi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.hawaii.edu/PCSS/online_artcls/pornography/prngrphy_rape_jp.html

http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf

http://www.ojp.usdoj.gov/bjs/glance/tables/4meastab.htm



http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?cmd=Retrieve&db=PubMed&list_uids=11351835&dopt=Citation

 

Feminstar ljúga! minnsta kosti skoðaðu þetta, rannsóknir gerðir af vísindamönnum sem sýna fram á það að klám er í raun ekki skaðlegt.

 

Ekki gleypa við hræðsluáróðinum úr herbúðum stigamóta og álika öfgahópum .

 

Lifi frelsi Lifi lýðræðI!

Butcer (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hef ekki haft geð í mér til að skoða þessar síður sem þú nefndir en get líka spurt hvað er klám? Er það ekki til í svo mörgum myndum að því er nánast ekki hægt að svara. Klám er meira en það sem tekur til kynferðisathafna geðslegra eða ógeðslegra.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 09:28

3 identicon

Ég er eiginlega alveg standandi bit yfir því hversu margir eru reiðubúnir til þess að standa upp og verja þessa klámráðstefnu - allt í nafni einstaklingsfrelsis auðvitað. Samt er það eftilvill ekkert svo skrítið miðað við hversu hugmyndir okkar um kynlíf eru orðnar brenglaðar. Þeir sem til þekkja hafa orðið stórar áhyggjur klámvæðingunni og háskalegri kynhegðun ungs fólks, allt niður í 13 ára aldur. Þessi ótti á við rök að styðjast, svo mikið VEIT ég heftir að hafa kynnst umræðu unga fólksins af eigin raun í málsvarastarfi félagasamtakanna sem ég starfa fyrir. Sannleikurinn er sá að kynlíf einsog ungt fólk upplifir það, veldur ungu fólki, og þá sérstaklega ungum stúlkum, mikilli vanlíðan og hefur skaðleg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Það sem við þurfum er kröftug umræða um siðferði kynlífis - og mér er það mjög til efs að það sé umræðuefni ráðstefnunnar.

Ég er orðin agalega þreytt á þessu pípi um einstaklingsfrelsi - hvernig væri að snúa umræðunni við og fara að tala um þá ábyrgð sem fylgir því að vera manneskja í samfélagi við aðra?

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála því að eftir því sem maður kynnist í skrifum ungs fólks, af báðum kynjum, um kynlíf, þá hefur margt af því ansi brenglaðar hugmyndir um það. Vissulega má segja að fólk af minni kynslóð (ég er 55 ára) hafi verið heldur bælt í þeim efnum, en eru öfgar í hina áttina nokkuð betri? Ég held að við höfum að minnsta kosti ekki beðið stórkostlegt tjón á sálinni af siðavendninni, öfugt við það sem ég óttast með unga fólkið í dag.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband