Leita í fréttum mbl.is

Nautn og unaður

Var að standa upp frá matarborðinu eftir yndislega máltíð, bíðið aðeins - er að hneppa frá buxunum, samt var ég að reyna að passa mig að borða ekki of mikið. En hvað gerir maður ekki þegar grillað nautakjöt er á boðstólum með hasselbagte kartöflum, bearnaise sósu (úr pakka en upp djassaðri eins og Ragnar Freyr sagði frá ekki alls fyrir löngu) http://ragnarfreyr.blog.is/ hrásalati með klettasalati, konfekt tómatar, rauð paprika og mozzarella osti. með þessu var dreypt á rauðvíni Campo Viejo, Reserva 1999.

 Þetta er næstum sú mesta nautn og unaður þegar maturinn heppnast svona vel eins og í þessu tilfelli og ekki er það verra að maðurinn minn sá um mestan partinn. Einfalt en samt svo yndislega gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe verði ykkur að góðu.  Ragnar Freyr gengur ljósum logum í eldhúsunum okkar.  Var með kjúkling Kanebostræde frá þeim sama.  Unaðslega gott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já hann Ragnar er góður. En normalbrauðið var á mínu heimili upp á hvern einasta dag í mínum uppvexti og ég hef því lagt það algjörlega til hliðar nema einstöku sinnum hef ég smakkað það og finnst það bara gaman, það er líka ágætt með kæfu.

Edda Agnarsdóttir, 19.5.2007 kl. 21:13

3 identicon

Hljómar vel. Okkur Hjördísi leið svipað í gær, grilluðum reyndar ekki en Hjördís eldaði svakalega góðar svínalundir, þarf að fá uppskriftina, þær bestu sem ég hef smakka.  Sérstaklega góðar kartöflur, soðnar og síðan steiktar í smjöri með kryddi, barnvænar.

 Erum að fara að troða okkur út af pönnukökum og síðan í göngutúr upp á fjall í yndislegu veðri.  Hér er allur pakkinn á sama deginum eins og heima.  Grenjandi rigning, rok, logn, sól og blíða ............

Kveðja borghildur og Hjördís biður að heilsa 

Borghildur Jósúadóttir (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband