Leita í fréttum mbl.is

Fyrirmyndir

ÞESSI SKRIF HÉR FYRIR NEÐAN ER TEKIÐ AF ATHUGASEMDABLOGGI VEGNA UMRÆÐNA UM SKIPUN NÝRRA RÍKISSTJÓRNAR. ÞAR SEM ÉG HEF ÁÐUR KOMIÐ INN Á FYRIRMYNDIR AÐ ÞÁ ÞÓTTI MÉR ÞAÐ ATHYGLISVERT HVERNIG BALDUR KOM INN Á ÞETTA OG FÉKK ÉG HANS LEYFI TRIL AÐ BIRTA ÞAÐ Á MINNI BLOGGSÍÐU! GERIÐ SVO VEL.

 

"Það er vissulega fjölmargt í kynjaumræðunni sem er hundleiðinlegt.  Ekki spurning.  Sumt meira að segja fáránlegt.

Ég held hins vegar að akkúrat þegar á toppinn er komið (ráðherraembætti) séu gild rök fyrir því að reyna að skipta sæmilega jafnt milli kynja.
Það þýðir ekki að bölsótast út í konur og prófkjör, ef engar eru fyrirmyndirnar.

Segjum t.d. að sama staða væri hjá Samfylkingu; 1 kona - 5 karlmenn.  Snúum svo verðandi stjórn á haus og hugsum okkur að 10 konur og tveir karlar væru ráðherrar.
Fjandakornið.  Ég held það myndi draga aðeins úr mér kjarkinn ef ég ætlaði í prófkjör.

Staðreyndin er sú að ef ungar stúlkur alast upp við að horfa upp á  karlmenn í flestum valdastólum, verður ævinlega erfiðara fyrir þær að stíga sín upphafsskref í pólitík.

Sem sagt.  Breytingar á toppnum eru líklegar til að skila árangri á neðri þrepum.  Það er ekki nema hálfur sannleikur að kenna slælegri þátttöku/gengi í prófkjörum um."

Baldur McQueen, 22.5.2007 kl. 23:10

http://digurbarki.blog.is/blog/digurbarki/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 15:45

2 identicon

Baldur talar eins og út úr mínu hjarta þarna. Þess vegna varð ég nett pirruð þegar ég hlustaði á Bylgjuna í morgun og heyrði að kvenkynsdagskrárgerðarmaður virtist eitthvað svo ánægður með það sjónarmið hjá einhverjum hlustanda að valið væri á forsendum einstaklinga en ekki kyns - arrrgggg!!!!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:02

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já og áðan heyrði ég á Bylgjunni að fólk var beðið um að hringja inn og láta álit sitt í ljós um hvort ætti að velja fólk eftir hæfi eða kyni! Fáránlega einfalt -  Kannski er þetta það sama sem þú Anna talar um?

Edda Agnarsdóttir, 23.5.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband