Leita í fréttum mbl.is

Dagurinn í dag

Ég er komin heim eftir langan dag. Notaði samt tækifærið og setti Erikurnar mínar sem keyptar voru fyrir margt löngu í blómapottana úti, þær voru orðnar gegnum þurrar í skjóli upp við vegg, en ég lét mig hafa það og gróðursetti og vökvaði. Ég veit ekkert hvort þær ná sér, en allavega halda þær brúski.Blush

Kennslan þessa dagana gengur út á stafabrauð fyrir þau yngstu, þau búa til stafinn sinn úr gerdeigi. Næstyngstu fá ávaxtasaft sem blandaður er til helminga, eða 2 dl appelsínusafa og 2 dl ananassafa ásamt einni matskeið af sítrónusafa og svo eru biti af epli, agúrku og dökkum vínberjum brytjað og blandað út í ásamt mikið af ísmolum. Namm namm - rosa ferskt og gott. Fjórðu bekkingar eru að búa til grænmetissalat með osti og soðnum eggjum, borðað með hrökkbrauði eða ristuðu brauði. Fimmtu bekkingar eru að búa til, elda pasta með tómatpastasósu, rifnum osti og fullt af alls konar fersku grænmeti  með.Happy

Þemadagur verður á fimmtudaginn og verð ég með bekkjarkennurum á yngsta stigi í vinnu við að búa til fiska úr dagblöðum og veggfóðurslími. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Við í skólanum mínum erum skóli á "Grænni grein" og erum að fara flagga Grænfánanum í fyrsta skiptið í byrjun október. Við höfum flokkað og endurnýtt allt mögulegt og er virkilega gaman af þeirri þróun sem hefur verið í gangi hjá okkur. Smile 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dugnaðurinn í þér kona.  Takk fyrir pistil

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 18:55

2 identicon

Er þetta ekki örugglega allt lífrænt hjá þér Edda?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

En Edda hefur þú einhverntímann heyrt orðið mótþróaþrjóskuröskun?

Ég er sárhaldin af henni þessa dagana.  Ætti að koma upp á Skaga og búa til stafakalla með ykkur. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.9.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já takk sömuleiðis Jenný mín.

Þorsteinn því miður þá erum við ekki með aðgengi að lífrænt ræktuðu nema í mjög litlu mæli.

Jú jú oft heyrt getið um orðið mótþróaþrjóskuröskun eða mótstöðuþrjóskuröskun Ingibjörg! Sérstaklega um fullorðið fólk.

Ævar, ég varð nú dáldið spæld, hvorki Þórunn né Þorgerður katrín sáu sér fært að koma! Þetta er allt svo pakkað hjá þessum ráðherrum.

Edda Agnarsdóttir, 26.9.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Til hamingju með grænfánann.

Þar sem ég er í rusli þá fagna ég öllu sem snýr að flokkun og endurvinnslu

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.9.2007 kl. 16:24

6 identicon

ari (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband