Leita í fréttum mbl.is

Mótmæli munkanna og nunnana í Myanmar eða Búrma.

Myanmar er stjórnað af herforingjum sem hafa ekki hikað við að fangelsa og drepa fólk hingað til ef það hefur sett sig upp á móti stjórninni. Þessi stjórn sem hefur verið í landinu frá því 1962 og löngu komin tími á að hún fari frá völdum. Aung San Sui Kyi er að mörgum þekkt ekki bara fyrir að hafa unnið kosningar í landinu með yfirburða sigri sem forystumaður fyrir svokallað Flokksbandalag heldur líka fyrir friðarverðlaun Nóbels og hafa setið í stofufangelsi í sínu heimalandi s.l.18 ár með einhverjum hléum en samtals hefur hún setið í 12 ár. Þegar Aung San vann kosningarnar 1990  voru þær lýstar ógildar. Það eru ýmsar aðferðir notaðar. Sem betur fer njóta munkar og nunnur mikilla virðinga í Búrma og þorir herforingjaklíkan ekki að hreyfa við þeim en samt eru þeir á mörkum þess að springa. Upphafið af þessum mótmælum var gífurleg hækkun á orku til neytenda  eða 500%, í landinu og er talið að örbyrgð, dauði og fátækt sé með einna mesta móti í Búrma miðað við mannfjölda - þar búa á milli 40 og 50 milljónir.

Ég vona innilega að herforingjastjórninn hrakist burt frá völdum sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Edda, satt segir þú, herforingjastjórnir eru ábyggilega vondar, þrátt fyrir að ég vildi óska að ég hefði yfir að ráða nokkrum  gildum herforingjum, vegna agavandans í skólum landsins.  Þetta er sagt í lok skóladags, kannski verð ég upplitsdjarfari þegar líða tekur á kvöldið, enda langflottust þá.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.9.2007 kl. 16:39

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er skelfilegt ástand. Ætli menn eins og Bush viti af þessu? eða ætli þeim sé sama? Vonandi verður hægt að hrekja þessa ógnarstjórn frá völdum.

Páll Jóhannesson, 26.9.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru sagðir hafa myrt þrjá munka í dag, bölvaðir.  Enginn endir á þessum hörmungum virðist vera.

Takk fyrir fróðlegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband