Leita í fréttum mbl.is

Karlrembur og fegurðarsamkeppni.

Ég er ein af þeim sem læði bók í jólapakka einhvers fjölskyldumeðlims sem mig langar að lesa sjálf. Svoleiðis var það um þessi jól og er bókin "Játningar Karlrembu" eftir Lars Einar Engström sænskur sálfræðingur sem hefur starfað við ráðgjöf og starfsmannastjórnun í Svíþjóð og víða í Evrópu s.l. 25 ár.

Það sem kemur mér á óvart við bókina er að hún er skrifuð á einfaldan og skýran hátt og jafnvel einlægan.

Núna þegar einhver bloggari sem titlaður er blaðamaður hefur farið af stað með fegurðasamkeppni femínista á blogginu og fjölmiðill eins og Morgunblaðið lagst svo lágt að gera sér mat úr því er ekki úr vegi að staldra við og skoða hvað Engström hefur að segja um orðið "Femínisti" og sína kynbræður, uppeldið sitt og þeirra og uppeldi stúlkna.

Byrjum á því síðast nefnda:

"Styrkur kvenna felst í óþreytandi vilja þeirra til að sameina vinnu og fjölskyldulíf, að leggja á sig að taka á vandamálum,að leita lausna og úrræða. Í stuttu máli, konur passa upp á lífið. Stjórnsemi karla er fremur áunnin. Flestir okkar hafa ekkert unnið okkur til ágætis annað en það að fæðast sem karlar og þar af leiðandi fengið ýmis forréttindi í vöggugjöf." (bls. 16)

Oft hefur verið talað um tengingu karla á vinnustöðum og svokallað "karlanet" oft er þetta "net" sem er ekki skipulagt heldur meir eins og samtenging stráka, arfleifð leikja og íþrótta þar sem örvunin gengur út á að keppa og passa upp á hvorn annan. Hefðin hjá körlum er rótgróin og þeir hafa getað sinnt því óskiptir. Þessi nettenging kemur líka fram í kúgun á konum. Engström segir að það hafi ávallt verið ljóst hvað fyrirtæki vildu við mannaráðningar, ef þeir vildu karl þá fengu þeir karl þótt þeir hafi þurft að nota kúgunarferlið við það.

"Þegar kona var ráðin sem upplýsingafulltrúi í fyrirtækinu mætti hún andstöðu úr öllum áttum. Sumir grínuðust, aðrir voru kaldhæðnir og bókuðu fundi með henni með engum fyrirvara. Við hinir, þar á meðal ég, hlógum með þeim sem verstir voru, hvort sem við skildum grínið eða ekki. Enginn studdi hana og að sjálfsögðu hætti hún fljótlega. Það er eimitt það sem við karlarnir vildum og okkur tókst ætlunarverk okkar." (bls. 35)

Engström hefur birt skilgreiningu á orðinu "Femínisti eftir vísindamanninn Lenu Gemzöe sem starfar hjá kvennarannsóknarstofnun í Stokkhólmi. Hún segir að Femínisti sé persóna sem telur að:

"1. Konur séu lægra settar en karlar

2. Því eigi að breyta"

(bls. 59)

Það er margt skemmtilegt og gott í þessari bók og það sérstaka er að Engström uppgötvar þetta ekki fyrr en á miðjum aldri búin að fórna konu og börnum og er í nýrri sambúð en samt... hefur það kannski orðið honum til góðs.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þakka þér fyrir Edda mín að benda á þessa bók, og með skrifum þínum vakið áhuga minn á henni.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.12.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi bók er ofarlega á óskalistanum hjá mér og ég ÆTLA að kaupa hana.

Mogginn hefur orðið sér til minnkunar með því að skrifa "frétt" um þessa skammarlegu færslu Impregilo-mannsins og fjallar um hana sem gamansögu. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langar aftur á móti ekkert til að lesa þessa bók. Mér hefur aldrei verið ógnað eða mismunað af karlmönnum í mínu lífi. Kannski vegna þess að það var aldrei í huga mínum sú hugsun að slíkt gæti átt sér stað, ég er kona og fæ allt það sem ég vil, burtséð frá því hvort það hefur komið frá konum eða mönnum.  og karlmenn eru bara eðlilegur hluti af því mannlífi sem ég hrærist í. Þeir hafa aldrei ógnað mér og ég hefði aldrei viljað vera án þeirra, frekar en annarra, manna eða kvenna sem ég hef umgengist í lífi mínu.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 21:31

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir að benda á þessa bók, hún hafði einhverra hluta vegna farið fram hjá mér. Nú verð ég að nálgast hana, mér finnst þetta afar spennandi viðfangsefni! Bestu áramótakveðjur

Sunna Dóra Möller, 28.12.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jæja Edda mín! nú veit ég ekkert hvað ég á að segja - bara kvitta fyrir innlit.

Páll Jóhannesson, 29.12.2007 kl. 01:09

6 identicon

Man ég ekki rétt að komið hafi viðtal við þennan mann í Kastljósinu í tilefni af útkomu þessarar bókar á íslensku?

Mig langar að lesa þessa bók og enn meira núna þegar ég er búin að lesa þessa færslu.

Mér finnst að fjölmiðlar hefðu átt að sjá sóma sinn í því að veita manninum sem fór að stað með þessa heimskulegu kosningu zero athygli. Þessi maður kom fram í Kastljósi um daginn, man ekki einu sinni lengur af hvaða tilefni en mér fannst hann hrokafullur og fráhrindandi persónuleiki í því viðtali og engrar athygli verður en hefur greinilega alveg gríðarlega þörf fyrir athygli.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 14:09

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna. Ég er sammála þér með núllathyglina.

Þorsteinn. Engström segir líka: "Hvers vegna í ósköpunum, ætti maður að vilja fara úr hellinum ef það situr tígrisdýr fyrir utan? Mamma Mia, ekki veit ég það, ég myndi sitja kyrr þar til dýrið gæfist upp. Sama á við óhreina tauið, ég vil frekar horfa á sjónvarpið með snakk og bjór en að flokka óhreinan þvott í kjallaranum. Er það nokkuð skrýtið? Varla. Konur eru eins, fái þær að velja, en þær fá það bara yfirleitt ekki."

Sunna Dóra. Ég fékk hana í Mál og Menningu á Laugavegi.

Beta. Þú ert samkvæmt sjálfri þér og það er best. Svo ertu líka krútt  með góðar lausnir!

Ásdís. Það er frábært að þér hafi aldrei verið ógnað af karlmanni. Það er annað en margar konur hafa upplifað. Ótrúlegt ef þú þekkir ekki konu/konur sem hafa upplifað það? Ég hef ekki upplifað það að fá krabbamein eða að neinn nálægt mér hafi fengið krabbamein, þ.e.a.s. í fjölskyldunni minni, en ég veit af mörgum sem hafa fengið krabbamein og bæði náð sér og aðrir hafa dáið. Ég er auðvitað glöð yfir því að ég hafi sloppið við það en sem komið er. Ég kaupi happdrætti Krabbameinsfélagsins og hef stutt einstaka fjölskyldur með peningaframlögum. Þannig tek ég þátt í þeirri baráttu þótt það hafi ekki komið við mig beinlínis. 

Jenný Anna. Ég er öskureið yfir því hvernig maður sem hefur stundað blaðamennsku og geti lagt sig svo lágt að gera grín af útliti kvenna.

Ólöf. Við eigum eftir að endurskoða ýmislegt í okkar fari við lestur þessarar bókar eins og ég býst við að þú gerir nær daglega þegar við horfum á börnin okkar, barnabörn og barnabarnabörn. Þetta gefur manni aukna víðsýn á það sem maður þekkir fyrir.

Edda Agnarsdóttir, 29.12.2007 kl. 20:53

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir að benda á þessa bók, hún hefur farið framhjá mér.

Marta B Helgadóttir, 30.12.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband