Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsvirðingin er ein af dyggðunum

DSC01328

Eftir allann óhugnaðinn í pólitíkinni er eins gott að saklaus börnin viti ekki neitt um þetta. En þau verða líka fullorðin og sagan er ekki falleg og verður ekki fyrir þau. Hvaða fyrirmyndir erum við að hafa fyrir börnum og barnabörnum okkar? Mér sýnist það vera illgirni, svik, prettir og klækjabrögð. 

Ef við hugsum til þess hvað verið er að kenna börnum í leikskólum og grunnskólum, þá er eitt víst að allt sem hefur verið gert í pólitíkinni í gær og í dag fellur ekki undir dyggðir eins og stefnan í mínum skóla er, ein dyggð á önn og dyggðin núna er SJÁLFSVIRÐING!

Í Aðalnámskrá Grunnskóla er áhersla á virðingu og gildi hennar: "Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð"

Grunnskólinn er þá málið eftir allt saman fyrir þá sem fara út af brautinni á fullorðinsárum! Virðingin er eina leiðin til að halda lýðræðinu.

Á myndinni eru elsta og yngsta barnabarnið mitt, Sandra María sú eldri og Magnea sú yngri. Þær eru 13 ára og hálfs annars árs. Ég sé það svo vel núna að það er hræðilegt að ein og tvær kynslóðir í viðbót eru að vaxa úr grasi og hafa engan pólitískan áhuga, en nú skil ég hvers vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já úff.  Það er einskis svifist til að ná völdum. 

Anna Einarsdóttir, 22.1.2008 kl. 21:55

2 identicon

kvitta fyrir mig

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Barnabörnin mín sex, búa öll í útlöndum, og ég nota hvert tækifæri til að segja dætrum mínum hversu gott sé að búa á Íslandi.  Í morgun hringdi frumburðurinn, hún býr í Þýskalandi,

Hún sagði:  Hverskonar lýðveldi býrð þú í?  Verð að viðurkenna að það varð fátt um svör.  Ég ætla að vera hjá þeim um helgina, og þá verð ég að vera búin að undirbúa ræðuna, sem á að fá hana til að skilja, að hún verði að koma heim til að hjálpa okkur til að uppræta spillinguna sem hér virðist ríkja.

Þetta er sorglegt. Og svo er ég líka döpur út af gengi „strákana okkar“

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.1.2008 kl. 08:27

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 23.1.2008 kl. 08:29

5 identicon

Þetta leiðir til þess að flokkar þurfi meir að segja til um hvaða flokka þeir vilji starfa með fyrir kosningar. Dygðir eiga að vera í orðabókum stjórnmálamanna frekar en sviksemi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:56

6 identicon

Innlitskvitt: Góður pistill Edda. Takk

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:43

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það væri auðvitað betra að unga fólkið hefði áhuga og þá áhuga á að breyta þessu systemi. En það verða alltaf til framapotarar, óheiðarlegt fólk og falskt fólk.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.1.2008 kl. 18:05

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leit við hjá þér. 

Marta B Helgadóttir, 23.1.2008 kl. 22:05

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg börn ekki spurning.  Annars er ég bara á rúntinum.  Hafðu það gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 22:49

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær færsla, en ég deili ekki trú þinni á áhugaleysi unga fólksins í pólitík, ekki nema tímabundið.  Eins gott, þvílík framtíðarsýn.

Edda, ég hætti aldrei að verða hissa á hversu lík ömmu sinni hún Sandra María er.  Magnea er algjör dúlla líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 10:28

11 identicon

Um dygðir:

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:46

12 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

 Hugsa sér að þetta fólk sem er að bítast um völd með öllum hugsanlegum brögðum voru einu sinni lítil saklaus börn. Ekki veit ég í hvaða skóla þeir hafa numið þessi fræði ,svik, prettir og klækjabrögð. Vildi gjarnan vita það svo mínir afkomendur villist ekki þangað.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:47

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Flottar stelpur - kannski framtíðarpólitíkusar, hver veit  ?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:01

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

.... verður maður ekki alltaf að trúa því að framundan séu bjartari tímar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband