Leita í fréttum mbl.is

Þarna hefði ekki mátt muna miklu...

... að stórslys gæti orðið. Rútan var full af unglingum á leið á íþróttamót. Bloggvinkona mín, hún Kristjana átti son í rútunni og leið ekki vel í dag við þessar fréttir. En sem betur fer fór betur en á horfðist.

Engan sakaði í rútuóhappinu.

Rúta valt nær Hvanná í Jökuldal í dag.


mbl.is Engin meiðsl þegar rúta valt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru bölvaðar beygjur sem munu hverfa í vor. Sem betur fer meiddist enginn en svona er Jökuldalurinn. Það eru fleiri manndrápsbrekkur á austfjörðum. Ænó.  Edda viltu meila á mig gislibal@simnet.is ?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikil mildi að ekki fór verr, borgar sig ekki að fresta svona íþróttamótum þegar spáin er svona vond?  Kveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 18:05

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

stundum finnst manni alveg merkilegt að allir skuli sleppa ómeiddir úr svona. En svo er það ekkert alltaf raunin þó þannig sé sagt frá. Fólk getur fengið högg á bak og háls sem hefur afdrifaríkar afleiðingar seinna meir.

En gott að vel fór í þetta sinn.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.2.2008 kl. 18:45

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Er það sjálfsagður hlutur að foreldrar sendi börn af stað í ferðalög þegar veðrið er algjörlega snarvitlaust og fólki almennt, er ráðlagt að fara helst ekki út úr húsi?  ....allt fyrir íþóttirnar? ...bara fáránlegt

Marta B Helgadóttir, 8.2.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að ekki fór ver, en þetta hefur orðið þeim mikil reynsla. það ætti að fresta svona ferðum þegar veðurspá er svona vond.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:22

6 identicon

Mikil lukka að ekki fór ver.

Elisabet R (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er nú alveg að verða gott. Ég er reyndar sammála Mörtu, skil ekki þessar sendingar á börnum út og suður í svona veðrum.  M'in hefðu amk. ekki farið fet.

En gott að þetta slapp

Knúss Edda mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 12:53

8 identicon

Ég skil ekki hvers vegna lagt var af stað í þessa ferð þegar veðurspáin var eins og hún var. Ég tek líka undir með Jónu, það er ekkert gefið að fólk sleppi eins vel og lítur út í fyrstu, sumt kemur einfaldlega ekki fram fyrr en seinna.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:25

9 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Það vill nú svo til að ég er móðir eins af drengjunum sem þarna voru á ferð. Að sjálfsögðu vorum við ekki að senda börnin okkar út í eitthverja vitleysu. Hér var gott veður þegar þeir lögðu af stað og þeir hefðu sloppið alla leið norður og gott betur en það, ef þessi eina kviða hefði ekki feykt þeim útaf og akkúrat þar sem kviðan kom, þar var einnig mesta hálkan á leiðinni, alla leið norður. Rútubílstjórinn kom að norðan að sækja strákana og var þarna á þessum stað aðeins tveimur tímur áður, en þeir lenda útaf, og þá var ekkert þarna að veðri. Spáin gerði ráð fyrir slæmu veðri með kvöldinu hér fyrir austan og norðan og þeir hefðu komist farsældlega norður, nema þessi hálkubunki og vindkviðan sem sameinuðust þarna í eitt, á einum stað. Það var fullt af bílum sem fóru fram úr þeim, eftir slysið, og komust án nokkurra vandræða norður.

En eins og komið hefur fram hér, þá fór allt vel og öllum strákunum líður vel...Mótum er ekki frestað þó að þrjú af tíu liðum hafi ekki komist, það þarf víst meira til en það, því miður.

En, endilega ekki dæma fólk um ábyrgðarleysi þegar þið vitið ekki allar hliðar, því jú, það eru allavega tvær hliðar á hverju máli...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.2.2008 kl. 23:13

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Bjarney. Það var svo brjálað á suðurlandi og landið er stórt og mín tilfinning er sú að áfallið hjá fólki komi stundum út í gagnrýni sem kemur af ótta við aðstæður. En annars eru flestar konurnar hér í athugasemdum mínum fullfærar um að svara fyrir sig, eru flestar vanir bloggarar.

Það eru miklar kröfur í íþróttunum og hef ég sent mína stráka alla leið til Þýskalands í fótboltaferð í góðri trú um að haldið yrði vel utan um hópinn bæði af þeim foreldrum sem fóru með og af þjálfaranum. En það fór öðruvísi en ætlað var. Voru þeir drengir aðeins í kringum 11 ára aldurinn þegar það gerðist. Þess vegna er svo erfitt að tala um ábyrgð foreldra og segja ef, afhverju, ég hefði og svo framvegis.

Edda Agnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:39

11 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sæl Edda og takk fyrir svarið.

Þetta er allt satt og rétt sem þú skrifar, en manni getur sárnað þegar kannski er verið að bera upp á okkur, foreldra 16 stráka, að við séum ábyrgðarlaus og allt það. Hér var nánast logn þegar þeir fóru, rétt að það bærðist hár á höfði, og veðrið kom ekki hingað fyrr en um kvöldið og langt í frá eins slæmt og fyrir sunnan, hér fauk ekkert, nema kannski eitt fiskikar sem ég sá í sjónum í gær.

Það veit ég vel að oft fer ýmislegt úrskeiðis í íþróttaferðum, þó sonur minn hafi aldrei farið erlendis á mót, þá er hann búin að fara víða í keppnisferðir, bæði í boltanum og einnig á skíðum, að margt getur farið úrskeiðis. Í þeim fáu ferðum sem ég hef ekki komist með honum á 8 árum, er ég ekkert róleg, en svona er þetta.

Að lokum, þá var það sonur minn sem las þetta með mér í gærkvöldi og honum fannst svolítið ósanngjarnt að við foreldrar værum dæmd svona og vildi að ég myndi svara og lagði einmitt til nokkrar línur hann vill ekki að verið sé að segja ósatt um okkur foreldrana, og bara fínt hjá honum, sýnir að hann hefur einhverja hugsum svona fyrir utan gelgjuna.

Að lokum lokum  ég veit líka að öllum er frjálst að tjá sig og skoðanir fólks eru oft misjafnar, það væri nú lítið gaman af lífinu ef allir væru alltaf á sömu skoðun...

kveðja frá Eskifirði

Bjarney Hallgrímsdóttir, 10.2.2008 kl. 07:37

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæl Bjarney aftur. Mér varð hugsað um það sem gerðist í gær Esjunni, menn á gangi og villtust og það eru nokkrir búnir að blogga um það - og auðvitað er það svo að fólk gagnrýnir þessa göngugarpa út frá veðrinu í gær. En það er einn vanur göngumaður sem skrifar heilmikið um fjallgöngu og aðstæður og það er hér og hér.

Mig grunar eins og ég sagði áður að fólk er veðurhrætt og hefur sterkar skoðanir. Það eru oft fyrstu viðbrögð. Það er samt gott að geta rætt þetta og ekki fór illa, þetta er mikil lífsreynsla og slysin gera ekki boð á undan sér. Bestu kveðjur til þín og stráksins þíns.                      

Edda Agnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband