Leita í fréttum mbl.is

Komin aftur eftir að hafa borgað 1800 kr. fyrir auglýsingahvarf í sex mánuði.

Það kom að því að þeir buðu bloggurum að hafa auglýsingafríar síður. Nú getið þið reiknað út hvað það kostar að hafa blikkandi auglýsingu á bloggsíðunni fyrir auglýsandann. Annars hvað eru margir bloggarar á mbl.is?

Auglýsingar geta verið skemmtilegar og gefið heilmikið af húmor og listrænum töktum. Ég hef unnið að auglýsingaöflun fyrir blöð og kannast aðeins við þetta. En það sem var leiðinlegast við þessa auglýsingu var sú yfirgengilega ósvífni að hella þessu yfir bloggsíðuna án þessara möguleika í upphafi!

En nú er þetta afstaðið og ég komin aftur með myndir af fjölskyldumeðlimum.

Hrund myndir 046BREYTT

Hér eru mamma og pabbi. Mamma varð 79 ára 19 febrúar, pabbi er 82 ára frá því í desember. Þessi mynd var tekin af þeim í áttræðisafmæli pabba fyrir rúmum tveimur árum. Nú er pabbi veikur á spítala eftir  heilablæðingu og getur ekki gengið né talað. Þau heita Eyja og Agnar.

Þarna er hann Sindri minn í Kaupmannahöfn í nýju íbúðinni sinni sem hann var að kaupa á Englandsvej á Amager, hann heldur á Magneu sinni sem verður 2ja ára í sumar.

Hér er Magnea með myndavélina hennar mömmu sinnar, hún er orðin vön að prósa - en mig grunar að það sé bakslagur í litlunni með fyrirsætubransann!

 

Magnea með mömmu sinni. Þær eru sætar!

Nú er ég í krútta- og hamingjukasti, þau komin í íbúðina sína og ég fer til þeirra í byrjun apríl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Velkomin aftur Flottar myndir af fjölskyldunni, Magnea er æðisleg með risastóru myndavélina

Kolgrima, 21.2.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Velkomin aftur Edda

Frábærar myndir.  

Marta B Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 18:03

3 identicon

Okkur hlakkar til að fá þig.

Magnea er alltaf að æfa sig að tala, hún málaði ótrúlega flotta mynd á leikskólanum og fóstrunar veittu því athygli að hún blandaði ekki öllum litunum saman eins og aðrir. Ég sótti hana eftir vinnu og við fórum beint heim og fengum okkur skyr með sykri og rjóma *namm namm* síðan fórum við í bað og mamma kom heim með tilbúin kvöldmat. Núna er hún í hláturskasti með mömmu sinni... hihihi

Annars erum við alveg að fara að fá síma, ég er búinn að panta hann, og þá verður hægt að hringjast á.

Kveðja frá Englandsvej

Sindri (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:46

4 identicon

Frábært.  Þetta er yndisleg fjölskylda sem þú átt.   Hafðu það sem best og hlakka til bloggársins.

ps. Organ er í Hafnarstrætinu. 

Elisabet R (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég keypti mig líka frá auglýsingum... í 3 mánuði meðan ég er að hugsa málið.

Þau eru myndarleg foreldrar þínir.  Það hlýtur að vera ótrúlega erfitt að horfa upp á foreldri ósjálfbjarga... sérstaklega ef viðkomandi hefur alla tíð verið aðili sem heldur utan um fjölskylduna sína.

Hugguleg íbúð hjá þeim í Danmörku.. og Magnea algjör krúttmoli.

Nú er ég búin að lesa 24 stundir.  Sástu Edda !!! Þeir settu mynd af Villa hjá greininni minni. 

Anna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 19:56

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Móðir í hjáverkum, þakka þér fyrir.

Gunnar, já það er ekki fjarri lagi - nú verðum við bloggarar að stofna ókeypis blogg eða færa okkur eitthvað annað þar sem er ókeypis!

Einmitt Anna, ég las líka klausuna tvisvar til að vera alveg viss um að þetta væri þitt en ekki Villa! Foreldrar mínir líta vel út á þessari mynd þakka þér fyrir, þess vegna langaði mig að birta hana og deila henni með bloggvinum mínum.

Takk fyrir Elísabet mín. Já er morgan kannski í gamla húsinu sem Penninn var í?

Gaman að heyra frá Sindri minn. Gott að síminn er að koma. Magnea er náttúrlega svo gáfuð og pen að hún er ekki í þessu barnasulli enda að komast á krakka árin bara 1 árs!

Takk fyrir Marta.

Kolgríma, hún Magnea er undur, með hæfileikana mína, nægjusöm og kát eins og ég!

Edda Agnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rommý er dagsett þann 15. mars n.k.  Og svo höfum við páskana til að jafna okkur. 

Anna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 22:00

8 Smámynd: Kolgrima

Frábært að fá þig til baka

Kolgrima, 21.2.2008 kl. 22:12

9 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jíbíii, ég vissi að þú kæmir aftur, velkomin kæra bloggvinkona.....

Páll Jóhannesson, 21.2.2008 kl. 22:31

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Velkomin til baka....falleg fjölskylda en örugglega erfið þessi veikindi pabba þíns...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.2.2008 kl. 22:57

11 identicon

Mikið er ég glöð að sjá þig aftur  Magnea er yndisleg. Gott áttu að vera að fara í heimsókn í Danaveldi. Falleg mynd af pabba þínum og mömmu.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:06

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Velkomin aftur kæra Edda. Mér finnst fullmikið að borga 3600 kall á ári fyrir að fá að blogga án auglýsinga. Læt mig hafa það að vera með þessa ömurlegu auglýsingu blikkandi þarna uppi til hægri.

Gott að þú ert komin aftur og frábærar myndir og vonandi líður pabba þínum samt vel. Bestu kveðjur og gangi þér allt í haginn, 

Hlynur Hallsson, 21.2.2008 kl. 23:11

13 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Velkomin aftur

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.2.2008 kl. 00:54

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það leynir sér ekki hvaðan allur myndarskapurinn kemur. Flottir foreldrar og flottir krakkar, þetta stemmir allt saman.  Ég kenni erfðafræði í 10. bekk, svo ég veit nokk hvað ég segi.

Danmörk er venjulega æðisleg í aðríl, maí, vonandi verður vorið snemma eins og páskarnir í ár.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.2.2008 kl. 09:01

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ætlaði að sjálfsögðu að segja apríl.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.2.2008 kl. 09:02

16 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Velkomin aftur Edda.

Mikið er þetta falleg fjölskylda sem þú átt, og æðisleg dúlla hún Magnea með myndavélina

Ásta Björk Hermannsdóttir, 22.2.2008 kl. 12:32

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís, gaman að fá færslu frá þér.  Ef þú saknar auglýsingarinnar geturðu kíkt á mína síðu   flottar myndir af fólkinu þínu, sonur minn í Köben er einmitt að spá í að kaupa íbúð, vill það frekar en að leigja, hann er ekkert á heimleið, kærastan er bara að klára 1 árið af 5

 Eigðu góða helgi mín kæra.   Heart Glasses

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 15:05

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir allar kveðjurnar - knús og kossar á ykkur öll!

Edda Agnarsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:24

19 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:26

20 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ Edda

Ég tók sama pól í hæðina og þú.

Maður getur eiginlega ekki annað en keypt þetta út fyrst maður er að gera sig breiðan við að mótmæla þessum auglýsingum.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.2.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband