Leita í fréttum mbl.is

Meir af kennurum á Akranesi

Fyrir stuttu síðan skrifaði ég um erindi grunnskólakennara á Akranesi til bæjarráðs sem þótti ekki svaravert.

Trúnaðarmenn kennara hafa ekki setið auðum höndum síðan það var ljóst að ekki átti að virða grunnskólakennarana viðlits og settust á rökstóla um það hvernig málum skildi háttað í framhaldi af þessari niðurlægjandi framkomu bæjarstjórnarmeirihlutans á Akranesi.

Sameiginlegur fundur kennaranna úr báðum grunnskólunum á Akranesi samþykkti að senda tvö bréf til bæjarstjórnar, skólanefndar og fjölmiðla frá sinn hvorum skólanum, áður en gripið yrði formlega til aðgerða með stoppi á forfallakennslu og yfirvinnu, þótt margir hafi tekið ákvörðun fyrir sig varðandi stoppið.

Bréfin voru tekin fyrir á bæjarráðsfundi s.l. fimmtudag og svörin eru vísun í að þeir hafi ekkert með kjaramál kennara að gera heldur Launnefnd sveitarfélaga. Hér er bréfið sem sent var frá Brekkubæjarskóla.

16.   Bréf Sigríðar K. Ólafsdóttur og Sigríðar Skúladóttur f.h. kennara og leiðbeinenda í Brekkubæjarskóla, dags. 15.4.2008, og bréf Elís Þórs Sigurðssonar f.h. kennara í Grundaskóla dags. 09.04.2008,  varðandi mikið álag á kennurum og leiðbeinendum og viðbótargreiðslur til handa þeim líkt og gert er nú í nágrannasveitarfélögunum.

Meirihluti bæjarráðs vill taka fram að hann metur störf kennara í skólum kaupstaðarins og annarra starfsmanna kaupstaðarins mjög mikils en ítrekar  samþykktir sínar varðandi kröfur um breytingar á launum  að samningar eru í gildi milli Akraneskaupstaðar og stéttarfélaga, ekki er meiningin að þeim verði breytt á samningstímanum.

Áréttað er að Launanefnd sveitarfélaga fer með samningsumboð Akraneskaupastaðar.

Bæjarstjóra er falið að koma þessari bókun til bréfritara.

Magnús vísar til fyrri tillagna og bókana minnihluta bæjarstjórnar varðandi jöfnun kjara hjá starfsmönnum Akraneskaupstaðar í samanburði við sambærilegar stéttir í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Nöturleikinn er sá að bæjarstjórnarmeirihlutinn lætur eins og þessir sérstöku starfsmenn Akraneskaupstaðar, grunnskólakennara eigi engan þátt í velsæld bæjarins og aukinni búsetu fólks hér á undanförnum árum. Akranes hefur nefnilega hingað til getað státað sig af því að vera góður skólabær með skóla og menntun barna okkar í fremstu röð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

þetta er alvarleikin.

hann er ekki minni hjá ykkur en hér á stórhöfuðborgarsvæðinu.

ég var með innlegg á foreldrafundi sem haldinn var í samvinnu við menntasvið þar sem ég gerði borgarstjóra og öðrum þeim sem fara með málefni grunnskólans grein fyrir alvarleika ástandsins.

skólaskútan er að sigla í strand.

mér finnst það lýsa vanþroska og fáfræði ef bæjarfulltrúar sjá ekki að skólastarf sé það sem fólk horfir fyrst og frest til þegar það velur sér búsetu.

þau bæjarfélög sem geta státað af "góðum" skólum hafa mikið forskot hvað varðar hagvöxt og almenn lífsgæði.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 19.4.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er flott hjá sveitarstjórnarmönnum að vera stikkfríir í þessum málum, vísa því bara til launanefndarinnar. Þar með losna þeir við að taka óþægilegar ákvarðanir. Það er verst hvað við erum fljót að gleyma þessu þegar kemur að næstu kosningum, þá erum við með gullfiskaminni.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.4.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Menn gera sér ekki nógu mikla grein fyrir hversu mikilvægt starf kennara vinna. Allt of mörg ár síðan virðing fyrir ykkar starfi féll í verðgildi, væri til í að kenna fólki og fræða það um, hversu ómetanlegt starf kennarans er.  Baráttukveðja  og ég á bara þetta hjól, það er alveg hægt fyrir karlmann að hjóla á því, sterklegt og gott. Ég er 185 og það hefur alveg verið fint fyrir mig, nú er það bara af heilsufarslegum ástæðum sem ég get ekki notað það.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan sunnudag Elskuleg

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sendi ykkur baráttukveðjur Edda mín.

Kennarastarfið er vanmetið og ég þoli það ekki.  Arg

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 13:29

6 identicon

Ekki birti yfir við orð formanns stærsta félags innan Félags grunnskólakennara. Meirihlutinn á Akranesi speglar því miður sama skilningsleysi sem réði ríkjum á haustmánuðum 2004. Dapurlegt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 13:31

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Kvitta fyrir mig

Marta B Helgadóttir, 20.4.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Kolgrima

Svona verður þetta á meðan hægt er að manna skólana með fólki á þessum launum. Þetta er sama viðhorf og hjá Borginni; ef þú ert óánægð með launin, geturðu bara hætt.

Kolgrima, 21.4.2008 kl. 11:54

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kolgríma, ég sem var að vona að við værum betur sett með því að miða okkur eða samsama kennurum í Reykjavík! En það er kannski bara prump líka?

Gísli ég er sammála þér.

Jenný, það var þó alltént uppgjafakennari sem fékk milljónina á Bylgjunni í dag og meira segja kona!

Ásdís, þetta er greinilega góð kaup með hjólinu, minn kall hefur stundum verið að stela mínu hjóli og þá er hnakkuriin komin til himna og gleymir svo að setja hann í mína stöðu! Haha hann er yfir 190 á hæð.

Jú Hulda, ég er oft með gullfiskaminni! Þetta er ákveðið munstur sem menn halda að þeir verði að við hafa í pólitíkinni!

Já Þorgerður, velsældin mælist nefnilega í auknum hagvexti og almennum lífsgæðum.

Takk öll fyrir innlitið og ykkar innlegg.

Edda Agnarsdóttir, 21.4.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband