Leita í fréttum mbl.is

Tilboðið er skilyrt hjá meirihluta bæjarstjórnar Akraness.

Staðan í skólamálum á Akranesi er óbreytt frá því í gær samkvæmt upplýsingum Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara Akraneskaupstaðar. Samþykkt var á fundi bæjarráðs í gærkvöldi að greiða öllum starfsmönnum bæjarins 60.000 krónur í eingreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en viðbrögð kennara við þessu tilboði hafa enn ekki borist.

Svona lítur byrjunin á fréttinni út í dag á MBL. Þetta eru lægstu greiðslur af þessum toga sem um getur miðað við þá skóla sem hafa fengið greiðslur og takið nú eftir! Jú SKILYRÐIÐ er að þetta verður ekki borgað nema kjarasamningar verði undirritaðir!

Ótrúlegt en satt, samningarnir sem sömdust í gær eru ekki samþykktir og verða ekki fyrr en 21. maí!

Þangað til vill meirihlutinn hafa ólag á skólamálum hér í formi mótmæla kennara með forföll og yfirvinnu.

Hver segir líka að samningarnir verði samþykktir?

Hver skilur svona skilyrði?

Spyr sú sem ekki veit?


mbl.is Starfsmönnum Akraness boðin eingreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þetta er nú meira vesenið með þessa samninga. Vonandi rætist úr þessum deilum á viðunandi hátt. 

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.4.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óþolandi, gjörsamlega óþolandi hroki og vanvirðing.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Er þetta ekki allt að komast í lag Edda mín? Ágætis samingar sem voru undirritaðir í fyrradag, finnst mér, en ég á sko alls ekki að blanda mér í launamál kennara. Mínar skoðanir falla kennurum ekki í geð!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hvað er eiginlega í gangi þarna uppfrá!  Hvar er virðingin fyrir menntun og menningu.  Og er ekki 1. maí á morgun.  Allir kennarar á Akranesi verða bara að mæta í kröfugöngu á morgun. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Svona vinnubrögð eru ótrúleg.  Þetta hljómar eins og verið sé að múta fólki.

Rósa Harðardóttir, 30.4.2008 kl. 19:48

6 identicon

Svo er heldur ekki gæfulegur gjörningur bæjarstjórnar ykkar í málefnum tölvufyrirtækisins.

Hvað er eiginlega að ske þarna uppá Skaga hjá ykkur Edda?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:03

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þorsteinn, ég veit ekki alveg hvað er að gerast í þessum málum annað en það að mikil óánægja var með hvernig staðið var að vali þjónustuaðila við tölvur bæjarins. Sérstaklega kannski vegna þess að fyrirtækið hefur verið frekar umdeilt þjónustulega við almenning. En ég heyrði rétt áðan að það væri búið að skipta um eigendur á fyrirtækinu, en ferlið er jafnvitlaust fyrir því, búið var að útbúa útboðsgögn sem ekki voru notuð.

Einmitt Rósa, þetta er mútun.

Lilja mín, við hefðum átt að fá hóp af gömlum Skagamönnum til að flykkjast hingað upp eftir til að styðja við verkalýðinn - því þetta var alls ekki það gæfulegasta sem ég hef upplifað á 1. maí hér! Ræða Gylfa Ásbjörnssonar var góð.

Hulda mín, samningarnir eru merkilegir fyrir þær sakir að við þurftum ekki að selja neitt til baka og yngra fólk sem er að basla með börn og buru fengu 25% hækkun svona yfirleitt en við gamlingjarnir 15% og mundi ég vera hæstánægð með það ef þessi verðbólgugrýla væri ekki stöðugt á manni!

Jenný, það er einmitt orðið "HROKI" !

Ólöf, ég er ekki viss um þetta lagist, það er ekki eðlilegt að uppeldisstéttir þurfi alltaf að vera í vandræðum vegna launanna og eða standa í kjarabaráttu. Þessi samningur er til eins árs og þá byrjar ballið aftur!

Bara hundleiðinlegt.

Edda Agnarsdóttir, 2.5.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband