Leita í fréttum mbl.is

Svona var kjötið af kálfunum í gamla daga í sveitnni og kannski eru kálfarnir borðaðir svona ennþá!

Í sveitinni var oft kálfakjöt á boðstólum. Þegar kýr var nýborin var kálfurinn ekki látin lifa lengi vegna þess hve dýrt var að ala hann. Hann þurfti mikla mjólk og það var of mikið fyrir venjulega bændur  sem voru að auka nytina við burðinn.

Ég man bara að yfirleitt fannst mér það ekki gott þegar ég var barn, allt of hvítt og oft slepjulegt.

En það besta sem ég fæ í dag er kálfakjöt en það er ekki af nýbornum, svolítið eldri!

Það verður gaman að smakka lambið þótt husunin á bak við litla fallega lambið sé ekki geðsleg - en það fannst manni líka um kálfinn forðum!


mbl.is Mjólkurlamb kynnt matgæðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda maður á ekkert að vera að velta sér upp úr ferlinu frá haga í maga.

Bara borða glaður og sæll.

Áfram Ítalía

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Áfram Ítalía hvað?

Ertu á leið þangað?

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sem betur fer tekst mér að aðskilja algjörlega litla lambið í haganum / folaldið sem hoppar og leikur sér í kringum mömmu sína, og kjötið á diskinum mínum..... eða allavega þangað til núna að ég setti þessi orð niður á ''blað''

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það er gott Jóna. það er komið nóg af allskonar móðursýki inn á bloggsíðurnar vegna þessara fréttar!

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér eins og þér Edda, mjólkurkjötið af ungkálfiekki gott.  Það er svo slepjulegt og slímugt.  Ég reyndi tvisvar að borða svona kjöt þar sem ég var gestkomandi og skilaði því til baka á miður skemmtilegan hátt. - Enda tíðkaðist ekki að elda svona mjólkurkjöt á mínu heimili. -

Hvernig heldurðu að lambamjólkurkjötið sé þá, í samanburði við það lambakjöt sem við erum vön. -

Það er þegar lambið hefur gengið á fjalli í þrjá til fjóra mánuði. - Sem lambakjötið verður til.

Ég veit að það er með útivistinni, hagagöngunni,  sem bragðið kemur í lambakjötið. -

Því fæði Ærinnar sem gekk með lambið hefur einungis verið þurrt hey sem vaxið hefur af innfluttum áburði. -  Svo varla er eftirsóknarvert bragð af því mjólkurlambakjöti. - Ef bragð skyldi kalla.  -

Samanber vatnsbragðið af mjólkurkálfakjötinu. - Að ég tali nú ekki um slímið, sem sat eftir í munni manns.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst eins og þér Edda, mjólkurkjöt af ungkálfi ekki gott   - svona á fyrsta setningin í athugasemdunum hér að ofan að byrja.  Restin skilst vonandi.  Fyrirgefðu flýtinn. - LG

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:29

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jú rétt er það - að það það er bara mjólkin sem lambið er búið drekka, aðeins byrjað að narta í gróður.

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég smakkaði einu sinni mjólkurkálf og fannst hann meiriháttar

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 17:43

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já sumir segja að þetta fari eftir eldamennskunni Gunnar!

Edda Agnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband