Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmdir

Hér á bæ er mannurinn sá eini sem nennir að gera eitthvað. Hann ryksugar, eldar mat, smíðar glugga, málar, festir upp rör fyrir útblástur úr sturtu, slær garðinn þvær bílinn, teiknar eldhúsinnréttingu og nú erum við á leiðinni í bæinn, það er hin svokallaða borg, að kaupa eitt stykki eldhús í IKEA.

'Ég er auðvitað voða glöð - allt fylgir með sko allar græjur eins og ísskápur, uppþvottavél, kaffivél, ísskápaskúffur, spam helluborð, örbylgju/bakaraofn með hitaskúffu og svo venjulegur bakaraofn!

Ég held ég sé búin að telja allt upp!

Mannurinn spurði mig gær hvort ég yrði eitthvað ánægðari í lífinu við þetta?

Ég svaraði að það væri ég nú ekki viss um - kannski pínulítið.

Þá lyfti hann upp vísifingri og þumalputta og setti þá saman eins og þegar maður smellir fingrum, skildi samt rifu eftir og sagði; kannski svona lítið?

Annars er ég sæmileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

vá greinilegt að þú býrð með orkubolta.... svo er nú alltaf gaman að fá nýtt eldhús...til lukku.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.7.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Þú virkar nú þannig á mig að þú sért yfirleitt í góðu skapi. Þannig fólk er miklu mun erfiðara að gera ánægðara en það er.  

En þú heppinn með mann, þetta er sannalega "einn með öllu". ekki nema von að þú sért alltaf glöð og kát.

Til lukku með nýja sænska eldhúsið.

Anna Þóra Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mannurinn er krútt.  Get ég fengið hann lánaðan?  Vantar að láta dytta að einu og öðru.  Tónlistarmaðurinn sem ég er gift notar ekki fingurnar í sollis.  Spilar bara á hljóðfæri.

Fékkstu meil?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Kolgrima

Þetta er frábært, Edda Til hamingju með  eldhúsið sem þú ert um það bil að fá - og svo gleymdirðu fiskisúpunni í upptalningunni

Kolgrima, 23.7.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 23.7.2008 kl. 14:37

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir innlitið ljúflingar.

 Var að koma úr borginni. Þetta tekur sko sinn tíma - en við erum búin að ganga frá öllu. Þetta verður ægilega flott og fínt, ætli ég taki ekki eina mynd af gamla eldhúsinu og sýni ykkur og svo seinna af því nýja!

Fer bloggvinarúntinn á eftir.

Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 19:11

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu, færðu ekki kokk með líka???  annars er Anna Þóra að misskilja þetta, það er svo rosalega auðvelt að gleðja okkur síkátu konurnar, allavega á það við í mínu tilviki og alveg er ég viss um að það er eins með þig, húsböndin okkar þurfa ábyggilega ekki nema rétt að brosa til að við gleðjumst.  Hlakka til að sjá fyrir og eftir.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný ég er búin að fá mail og búin að senda til baka!

Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 19:41

9 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Hí, hí, ég meinti þetta nú þannig að það væri erfiðara að kæta kátan ( af því að hann /hún væri það allready) ...svona alveg eins og að gylla gull.  Ef þú ert mjög ánægður almennt þá þarf heilmikið til að kæta þig meira.......skilur einhver hvað ég er að meina 

Anna Þóra Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:14

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jú, nú skil ég þig mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 20:24

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til lukku með manninn, sem er algjörlega svona eintak sem ætti að vera til á hverju heimili, og allt nýja dótið.

Helga Magnúsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:33

12 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvar fást svona karlar?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:12

13 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Ég mundi gefa gull að hafa bara hálfan,bið ekki um meira.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 23:55

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæl Sigurbjörg mín. Ertu búin að samþykkja mig? Geturðu ekki farið á skiptimarkaðinn?

Hulda, bara prófa "Hjá vondu fólki"!

Takk fyrir Helga.

Edda Agnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 15:12

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með framkvæmdirnar.

Flott nýja myndin þín sæta kona.

Marta B Helgadóttir, 24.7.2008 kl. 16:54

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Marta mín.

Edda Agnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband