Leita í fréttum mbl.is

Ef að einbjörn togar í tvíbjörn hlýtur að koma út þríbjörn

three-baby-boys_~d0000211Það læddist að mér sú hugmynd meðan ég  sinnti ömmuhlutverkinu undanfarið á Magneu litlu 2ja ára að það væri nú ekkert mál að eiga svona yndislegt barn þótt ég væri orðin 58 ára og þar að auki stelpu eftir allt strákagengið á undan eða fjóra.

Ein þjóðþekkt kona eignaðist fyrsta barn sitt fyrir tveimur árum og þykir mörgum sérstakt að því hvað hún var orðin gömul. Gagnrýni fólks er á marga vegu en eitt það helsta sem heyrist er þessi sérkennilega setning:

"Aumingja barnið að eiga svona gamla foreldra"

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri þessa upphrópun vegna þess að það heyrist ekki sama upphrópunin þegar karlar eiga börn fram eftir öllum aldri og alls ekki þegar amma og afi ala upp börn nema þá helst vegna heilsubrests.

En það er ekki alveg svona einfalt, margir ungir foreldrar glíma líka við heilsuleysi bæði meðvitað og ómeðvitað fyrir barneignir.

Það fólk fær stuðning.

Ég er nú samt ekki að mæla því bót að fara í glasafrjóvgun og eignast tví- eða þríbura, en skemmtilegt er það og vonandi hefur konan sem eignaðist sína í Frakklandi bæði geð og aðra heilsu til starfans og vonandi með pabbanum.c0039580

Ég gæti svo sem lagt í þennan frjóveg


mbl.is Eignaðist þríbura 59 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvað er þetta manneskja, bara 58 það er enginn aldur og þú ert í feikna formi. Kýldu á það!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi,  það eru svo margir sem vilja að allir séu eins.  Maður á að fara í skóla, finna mann, eiga börn, koma sér þaki yfir höfuðið osfrv... og þeir sem fara óhefðbundnar leiðir í lífinu eru oft ekki samþykktir.

Það eru sérvitringar og öðruvísi fólk sem lita lífið svo skemmtilega.   

Anna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss mér finnst bara gott að fólk sem elskar og þráir börn eignist þau.

Ekki orð um það meir.

Fáðu þér eitt.  Múhahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Er það ekki það sem skiptir máli að barnið sé elskað......ég held að aldurinn sé ekki stóra málið hér .... ! Held samt sjálf að ég myndi vilja vera komin á siglingu í Karabíska hafinu (utan fellibylja tíma) á þessum aldri (59) og búin að koma grísunum mínum þremur sæmilega til manns....en það er bara svona fyrir mig !

Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 09:10

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég er hætt að spá í aldri kvenna,þær líta svo unglegar þessar elskur.

En sleppa barneignum þegar er komið á sextugs aldurinn

Átt þú góðan dag vina.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég á fimmtán ára glasastrák sem er ljós lífs míns. Held samt að ég legði ekki í annan núna. Barnabörnin brúa bara bilið og þeim er hægt að skila.

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Heidi Strand

Var ekki Söru um nírætt?

Gott er að eiga börnin svona seint. Það styttast  í eftirlaunaaldurinn og svo getur unglingurinn hugsa um mömmu  í  ellinni.

Heidi Strand, 9.9.2008 kl. 11:53

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sara í bíblíunni? Það hlýtur að vera, ég er búin að gleyma þessari sögu - getur ekki einhver rifjað hana upp?

Helga barnabörn eru yndisleg - eins og þú segir það er hægt að skila þeim, en það er líka ansi sárt stundum.

Við bíðum bara og sjáum til Anna Ragna, þangað til þú kemst á þennan aldur.

Jú Sunna það skiptir höfuðmáli og svo er hægt að taka þau með í Karabíska hafið!

Verðurðu samferða í með-göngu Jenný?

Anna þetta er einmitt eins og þú gerir myndrænt, lífið er litróf.

Elma ég kýli á það í einhverju formi og þú kýlir með!

Edda Agnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:47

9 Smámynd: Heidi Strand

det gamle testamentet finner vi historien om Abraham, eller Ibrahim som man sier i Egypt. Det er denne Abraham som regnes som stamfar for alle de tre monoteistiske religionene: jødedom, kristendom og islam. Derfor defineres også disse tre religionene under samlebegrepet "de Abrahamistiske religionene".

Abraham var gift med Sara, og deres store problem var at Sara ikke fikk barn. Derfor bad hun Abraham om å gå til tjenestepiken Hagar og få barn med henne. Hagar ble gravid med Abraham og fødte ett guttebarn som fikk navnet Ismail. Sara tok til seg Ismail som hennes egen sønn. Alt var tilsynelatende bra, iallefall til Sara uventet og i høy alder også ble gravid og fødte ett guttebarn som fikk navnet Isak. Nå ble Hagar og Ismail forvist inn i ørkenen der de etter en lang vandring holdt på å omkomme uten vann. Da var det at Gud lot en vannkilde springe frem for dem. Denne kilden er i dag kjent som Zamzam kilden i Mekka.

Blant muslimer regnes Ismail som arabernes linje og Isak som jødenes. To grener på ett stamtre med felles stamfar. Tre religioner med én felles Gud ..

Heidi Strand, 9.9.2008 kl. 16:18

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyri Heidi - en aldurinn er hvergi sjáanlegur? Bara að hún hafi verið á háum aldri!

Edda Agnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:46

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég held að ég velji að halda mig bara við barnabörnin, fann það í gærkveldi þegar ég var búin að koma 1 árs tvíburunum í svefninn var að tannbursta þann 3ja ára að ég hef enga löngun til enn einnar meðgöngu hvað þá að eignast fjölbura. -

Samt er það ótrúleg upplifun og forréttindi að fá að upplifa fæðingu og uppeldi tvíbura. - Forréttindi sem ég mundi ekki vilja missa af. -

 En ég mundi ekki velja mér að ganga sjálf í gegnum meðgöngu og fæðingu að ári, hefði ég þann valkost. -

En ég skil alveg þær konur sem þetta gera á efri árum, ég tala nú ekki um ef þær eru svo heppnar að eignast, þó ekki væri nema eina Magneu, eins mikla gersemi sem hún er það yndislega stúlkubarn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:58

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Aldur er afstæður.  Drengurinn minn sem er átján ætlar ekki að senda mig á elliheimili fyrr en hann hefur fundið konu sem eldar betri graut en ég.  Og það verður aldrei, ég segi aldrei.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.9.2008 kl. 21:10

13 Smámynd: Tína

Mér finnst bara frábært að konan hafi eignast þessi börn. Hver veit hver forsagan er. Ég óska henni bara alls hins besta.

Knús á þig elskan mín.

Tína, 10.9.2008 kl. 07:52

14 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hæ! þú varst klukkuð þokkalega núna - kíktu á bloggið mitt

Páll Jóhannesson, 10.9.2008 kl. 22:14

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Algjörlega sammála. Ég var tæplega 22 ára þegar ég átti strákinn minn og hefði gjarnan viljað vera a.m.k. 10 árum eldri, ég var einfaldlega of ung og barnaleg. Ein besta mamma sem ég þekki var þó 17 ára þegar hún átti sitt fyrsta barn. Aldrei að alhæfa. Ég myndi ekki nenna að ganga með barn núna (fimmtug) en ég tala bara út frá sjálfri mér. Finnst frábært hjá konum um fimmtugt að koma með börn ef þær langar. Mamma er rúmlega sjötug núna og ef hún hefði eignast barn á þeim aldri væri það rúmlega tvítugt! Við Íslendingar erum pínulítið eins og amerískt "hjólhýsapakk" sem eignast börn alltof snemma ... fína fólkið byrjar að hlaða niður eftir þrítugt og fertugt, þegar það hefur það orðið gott. Við gerum allt í einu; kaupum íbúð, erum í háskólanámi og eignumst börn. Njótum þess í raun ekki að vera með börnin af því að það er svo mikið basl ... en á móti kemur þá eru konur taldar á besta barnseignaaldrinum, líkamlega séð, um og rétt upp úr tvítugu! Einhver skekkja þarna, hehehehhe

Afsakaðu að ég fór að blogga á blogginu þínu.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband