Leita í fréttum mbl.is

Fjármagn til meðferðar á karlmönnum

Það er komin tími á öfluga andstöðu kvenna til ríkisvalds vergna ofbeldis á konum og börnum á Íslandi. Hér er ekki hægt að horfa og hlusta nær dag eftir dag á fréttir þessa efnis um barsmíðar á konum með börnin sem áhorfendur eða jafnvel þolendur ofbeldis.

Ef karlarnir geta ekki tekið á þessum ósóma meðbræðra sinna verða konurnar að gera það.

Hér voru það karlar sem ruddu brautina til hjálpar áfengissjúkum meðbræðrum sínum og ættu að sjá sóma sinn í að ryðja brautina gegn ofbeldi á konum og börnum!

Þessa "karla" þarf að taka í meðferð  og byggja upp forvarnir.

Hvað verður um þessa karla þegar þeir koma út úr fangelsunum? Byrja þeir aftur að berja?

Við höfum ekkert að gera með fólk í fangelsi sem ekki er hægt að hjálpa.

Ég treysti konum til að taka á þessum málum, þess vegna þarf að hugsa það vandlega að það er engum til hagsbóta að hafa tvo þriðju karlmenn inni á Alþingi - við þurfum fleiri konur á þing. 


mbl.is Hrottaleg árás og einbeittur vilji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Orð í tíma töluð Edda. Það er svo margt skrítið við dómskerfið sem er hannað og framkvæmt af körlum. Af hverju er t.d. ekki birt nafn mannsins sem í dag var dæmdur vegna hrottalegrar líkamsárásar á barnsmóður sína. Hefði það verið birt hefði hann heitið Sobiecki?

Já við þurfum fleiri konur á þing og líka í hæastarétt.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.2.2009 kl. 19:12

2 identicon

úff ..

Ef þetta er baráttumálið þá tæki nú ekkert betra við.

Það þarf að "leiðrétta" hegningalögin, það hefur ekkert með kynja hlutfallið að gera.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Birgir, ef leiðrétta á hegningarlögin þarf að gera það ! Meðan að karlar sitja á valdastólum í hæstarétti og ríkisstjórn eins og hefur verið þá gerist ekkert eða of hægt, Mjög einfalt. Kynjahlutfall hefur nefnilega með þetta að gera. Karlmenn hafa varið aðra karlmenn sem gerst hafa sekir um misnotkun á börnum og nauðgunum á konum fyrir dómstólum og fengið þá sýkn saka. Það er ekki vegna þess að þeir séu saklausir heldur vegna þessa að samtrygging karla er sterkari en kvenna vegna þess að þeir hafa haft valdið sín megin. Konur hafa ekki völd. Það er því sem þarf að breyta.

Edda Agnarsdóttir, 24.2.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er sannfærð um að best yrði að konur yrðu 3/4 hluti á þingi næstu 10 árin.

Við gætum kennt þeim að vera ábyrgir og finna þessu réttlátu gildi og að flas sé aldrei til fagnaðar. Sbr. peningagræðgin og fleira.

Ég vil bertjast fyrir því að konur verði í miklum meiri hluta við stjórnarstörf á komandi ári.  Ekki endilega inn á bílaverkstæðum, en á bílasölunum yrðu þær miklu betri.

Kennum körlum farsæla hagsýni og einnig að barsmíðar og hvers konar ofbeldi er ekki sæmandi fyrir nokkurn mann.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.2.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

Bið ykkur að undanskilja mig - í þessum alhæfingum ykkar.  Tel einnig að það eigi við flesta karlmenn sem ég þekki.  Þið getið treyst því að kona mundi frekar halda verndarhendi yfir óþokkunum - en ég. 

Ég er ykkur hjartanlega sammála um að úrþvætti s.s. barnaníðingar, ofbeldismenn og þeir sem stálu fjöregginu okkar eiga ekki að njóta neinnar miskunnar.  Hef lagt til að þeim og "Sobiecki" sem getið er hér að ofan, verði tryggður dvalarstaður við "mannúðlegar" aðstæður t.d. að hætti heimamanna í landi "Sobieckis"

En hvaða kröfur ætlið þið að gera til viðbótarkvennanna sem þið viljið að setjist á þing ?   Dr. Phil kennir þeim, sem á hann horfa að samskipti við fíkil séu samskipti við eitrið -  ekki persónuna.  Hvernig væri að krefjast þess að þær og þeir sem sækjast eftir að setja okkur reglur og lög - flotta liðið - sanni eiturleysi sitt - svona rétt eins og afreksfólk í íþróttum - ekki í eitt skipti - heldur "random" hvenær sem er.  Eruð þið vissar um að allir prófkjörskandídatarnir mundu standast slíkar kröfur ?   Ég trúi því að bankaguttarnir og útrásarliðið hefði ekki allt staðist þær.  Ég veit - að þið vitið - að margir óþokkarnir, nauðgararnir og ofbeldismennirnir standast þær ekki.   Er ekki komið nóg af andvaraleysinu ? 

Þorkell Guðnason, 25.2.2009 kl. 15:48

6 Smámynd: Tína

Knús á þig krútta. Vonandi líður þér vel. Hef ekki heyrt í þér svo lengi. En að vísu hef ég sjalf verið frekar löt á blogginu. Heyrumst vonandi fyrr en síðar.

Tína, 26.2.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband