Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Afmælisdagur

Sessa mágkona mín, systir mannsins mín á afmæli í dag, en það á líka maðurinn minn. Ég er en að hugsa hvað ég get gert fyrir hann. En það kemur allt í rólegheitunum. 30. apríl er alltaf góður dagur fyrir mig. Gott að það skuli vera frí á morgun. Ég hef ekki farið í kröfugöngu tvö undanfarin ár og það segir meir til um aldurinn heldur en beint hugsjóna- og baráttuleysi. En kannski ég fari á morgun.

Var að klára kennsluna, í dag var ég með hressa hópa úr 7. bekk nýkomnir úr skólvist frá Reykjum í Hrútafirði og það var mikið hormónaflæði í gangi. Á Reykjum kynnast krakkarnir nefnilega krökkum úr öðrum skóla á landsbyggðinni og verða því margir skotnir í fyrsta sinn. Krakkarnir bjuggu til pitsu í dag sem voru hálfmánar og læt ég uppskriftina fylgja.

Pítsubotn - ítalskir hálfmánar

Efni

21/4 tsk þurrger

2 dl volgt vatn

1 msk olía

1/2 tsk salt

4–5 dl hveiti

Aðferð

1. Setjið vatn í skál.

2. Setjið þurrgerið, olíuna og saltið út í vatnið.

3. Setjið hveitið saman við, fyrst 4 dl og svo þann fimmta ef þörf krefur.

4. Látið deigið lyfta sér á hlýjum stað.

5. Stillið ofninn á 200 °C.6. Takið til áleggið í hálfmánana.  

7. Skiptið deiginu í fjóra hluta.

8. Breiðið út í kringlóttar kökur um það bil 20 cm í þvermál.

9. Penslið brúnir hverrar köku með olíu.

10. Fylling sett á kökurnar samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan.

Fylling

2 msk pítsusósa

25 g smátt skorið pepperoni

1/8 hluti græn paprika

25 g rifinn ostur

Aðferð:

1. Pítsusósa smurð á hverja köku ekki alveg út á brúnir.

2. Smátt skorið pepperoni sett á annan helming kökunnar.

3. Paprika smátt skorin sett ofan á.

4. Rifinn ostur settur þar ofan á.

5. Kakan lögð saman og brúnirnar pressaðar saman með gaffli.

6. Skerið þrjár raufar í deigið að ofan til að hleypa gufu út.

7. Bakið í 200° heitum ofni 20–25 mínútur, eða þar til fallegur litur er kominn á deigið.  

 


Kirkjan

Ég er svo heppin að ég hef aldrei verið í þjóðkirkjunni. Þannig er nefnilega að ég á mömmu sem ólst upp í annari kirkjudeild en þjóðkirkjunni og hún var því ekki skráð í þjóðkirkjuna og börnin fylgja mæðrum sínum hvað þetta snertir samkvæmt lögum.

Pabbi hefur alltaf verið þar en ég, mamma og öll systkini mín ásamt börnum mínum eru ekki í þjóðkirkkjunni þrátt fyrir að hafa notið þjónustu hennar endrum og sinnum. Þess vegna þarf að sækja formlega um það að fá að vera í þjóðkirkjunni alveg eins og það þarf að sækja formlega um úrsögn!

 


Manneskjan

Maðurinn er aðeins strá, hið veikasta í náttúrunni, en strá sem hugsar.

                                                                                                  Pascal


Stelpukvöld í kvöld

Stelpur í NV-kjördæmi munið stelpukvöldið í kvöld á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar! Allir velkomnir líka konur úr öðrum flokkum! Gaman að geta rætt saman um hin ýmsu sameiginleg mál kvenna í pólitík.

Húsið opnar kl 20 - njótum saman kvöldsins og finnum saman taktinn fyrir kjördag.

Konur það er nauðsynlegt að fá konu-r inn á þing fyrir kjördæmið, því miður er það of karllægt. Mér skilst að jafnvel 2 konur eigi sjens og það væri gaman að heyra frá ykkur.


Eplakaka með rjóma

Ég elska eplaköku með rjóma. Það var ein bökuð á heimilinu í gær handa mér og Gyðu systur minni sem kom í heimsókn og ég var ekki lengi með tvær sneiðar ásamt þeyttum rjóma. Núna er ég að borða afganga af kökunni ásamt afgangi af rjómanum (góð afsökun fyrir því - því annars skemmist rjóminn og kakan, verður allavega verra á bragðið) og úða þessu í mig. Svo er það mórallinn á eftir, því í fjandanum var ég borða svona mik...

Þá er Pollýanna góð og segir, elsku besta njóttu þess og það er eimitt hugsunarhátturinn sem ég nota í móralkastinu.

Nú svo er það leikfimisdagur í dag, hjá henni Ellen sem er hreint fantagóð í þjálfuninni á okkur kellunum frá Skaga.

Í lokin eru hér einn málsháttur og ein tilvitnun sem ég hef óskaplega gaman af.

"Blindur er hver í sjálfs sín sök" og "Þekktu sjálfan þig! Ef ég þekkti sjálfan mig mundi ég leggja á flótta." Goethe


Kvef er leiðinlegt

Ég fékk kvefskít í mig og hef samtímis verið að velta vöngum yfir hvað kvefið getur orðið margbreytilegt.

Núna fékk ég svona kvef þar sem hálsinn þurrkast upp og maður verður að komast í vatn annars kafnar maður og deyr.

Síðast fékk ég kvef með tárum sínkt og heilagt.

Þar á undan var kvefið með svo mikilli slímmyndun að um leið og ég lagðist á koddan upp í rúmi á kvöldin fór slímið að löðra um allan hálsinn, alveg sama þótt ég hafi prófað að taka forskot á slímmyndunina í sófanum fyrr um kvöldið til að prófa einhver ný viðbrögð fyrir svefninn.

Svo þegar þetta er nú allt gengið yfir, þá fyrst fer maður að getað hreinsað ósómann úr sér sem er grænt og ógeðfellt slím annðhvort með snýtingum eða bori!


Borgarnes - Félagsbær

Stuðið var í Félagsbæ í gærkvöldi. Kosningaskrifstofan var opnuð og frambjóðendur mættu úr kjördæminu, Reykjavík og Kraganum. Séra Karl Valgarður Matthíasson sagði nokkur hvatningaorð til félaganna og skoraði á annan prest í salnum að taka til máls Þorbjörn Hlyn Árnason fyrirvaralaust, hann tók áskoruninni en hleypti Ingibjörgu Sólrúnu fyrst að sem varð tíðrætt um STUÐIÐ í Samfylkingunni þessa daganna og breytinguna sem hefur orðið baráttunni eftir landsfundinn.

Þorbjörn Hlynur sagði sögu af ömmu sinni og föðurbróður sem var mikill krati og gekk í hús í Kópavogi með áróðursplögg fyrir einhverjar kosningar og lét það gott heita þótt sumir hafi tekið feil á honum og bróður hans prestinum í Kópavogi á þessum tíma sem var séra Árni Pálsson. Einhver konan hafði víst misst næstum úr sér augun af undran og sagt, svo þú ert krati? Já sagði frændinn og það var líka Jesú!

Svo kom Össur, eldhress að vanda og sagði að fyrsta verkið ef þau kæmust í ríkisstjórn væri að taka Ísland út af lista hinna  vígfúsu þjóða.

Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason úr Kraganum komu svo saman upp og Gunnar fór á kostum í gríni og Árni fór með vísu um ömmu sína sem Þorbjörn Hlynur hafði talað um, þetta var allt mjög létt og allir í stuði Þeir bentu á mikilvægi þess að hvar sem búsetan er getur atkvæðið virkað á heildina .

Anna Kristín Gunnarsdóttir mætti öllum að óvörum, því hún var á ferðalagi um kjördæmið og mikið að gera en kom samt. Hún benti fundarmönnum á það að eini sjensinn til að fá konu í raðir þingmanna úr þessu kjördæmi væri hún og þessvegna þyrftu allir að kjósa.

Söngkvartettin Silvurrefirnir skemmtu með söng og Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnaði og hélt utan um þetta eins og kvenfrelsiskonu sæmir!

Svo má ekki gleyma kaffinu og öllum fínu kökunum sem allt var heimagert í Borganesi.

Takk fyrir mig, þetta var ein besta skemmtun sem ég hef fengið.

 


Stelpukvöld á Akranesi.

 IMG_5375

 

 

                                 IMG_5373 

Oddný, Anna Kristín, Sunna, Anna og Hafdís

Ég var búin að skrifa heila færslu hér fyrr í dag sem bara hvarf og þolið og tíminn var ekki meir í það skiptið sv ég byrja aftur núna.

Stelpukvöldið var rólegt, fróðlegt og skemmtilegt. Allar kynslóðir kvenna mættu, sú yngsta var 15 ára og elsta rúmlega 60.

Anna Kristín alþingismaður kom beint á fundinn eftir akstur frá Ísafirði, hún er hörkudugleg og fór ekki fyrr en með síðustu konum um kvöldið áfram til Reykjavíkur. Hún sagði okkur fréttir úr kjördæminu og það sem lá henni mest á hjarta í gærkvöldi eftir aksturinn frá Ísafirði eru vegirnir. Hún hafði orð á því að hún dauðvorkenndi atvinnubílstjórunum sem þyrftu að aka í öllum þessum holum og  vegleysum mörgum sinnum í mánuði. Það er ótrúlegur kuldi sem fylgir því að hundsa bætta vegagerð og samgöngur um vestfirði. Ríkisstjórnin á þrjá ráðherra í þesssu kjördæmi og erfitt því að skilja viljaleysið eða forgangsröðunina.

Oddný Sturludóttir sveik ekki, hún er dúndur, tónlistarmaður, rithöfundur og með mikla leikhæfileika. Hún sagði okkur frá því hver kveikjan var að því að hún fór í prófkjör og síðar í framboð til borgarstjórnarkosninganna vorið 2006. Kveikjan var sem sagt bók. Engin furða. Oddný þýddi bók bresku blaðakonunnar Allison Pearson I DON'T KNOW HOW SHE DOES IT sem fékk heitið MÓÐIR Í HJÁVERKUM á íslensku. Konur sem lásu bókina hvöttu Oddnýju til dáða og sögðu að hún ætti að gefa kost á sér í pólitík, hún tók áskoruninni. Oddný sagði okkur frá því í leikrænum stíl hvernig upplifun hennar af samskiptum við hina keppinautana voru í prófkjörinu ásamt ýmsum hindrunum sem mættu henni í gegn um þetta "verkefni" sem gæti allt eins verið "vandamál" eftir því hvernig á það er litið. En að draga andann og trúa á sjálfan sig fyrst og fremst er kúnstinn og leyfa efasemdunum að marinerast með. Ég get fullyrt það að við konur lærðum ýmislegt á því að hlusta á hennar reynslu og ekki síður á þær hugmyndir sem hún hafði fram að færa.

Takk fyrir að vera með okkur Oddný og Anna. Hér koma myndir sem teknar voru seint, því auðvitað gleymdum við alIMG_5377lar myndavélum og fengum svo eina senda utan úr bæ, kannski aðeins of seint!IMG_5378

                       

Anna Lára, Borghildur og Edda


bull

ghjuieyyh

Óþægilegt sjónvarp

Bruninn er viðfangsefni sjónvarpsins nú og hefur verið með beina útsendingu af brunanum í dag. Það er vont og sorglegt. Villi segist ætla að endurreisa húsin. Nokkuð merkilegt af Sjálfstæðismanni að koma strax með yfirlýsingu í beinni - annars verður manni ekki brugðið lengur eftir þetta, ég er bara ekki alveg að "fatta" hvað hann er að gera með sjöllunum? Kannski þeir hafi bara fengið svona gott uppeldi hjá Ingibjörgu, líklegast!


Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband