Leita í fréttum mbl.is

Depurð...

...er eina orðið sem mér dettur í hug þessa daganna. Þótt ég sé ekki í vandræðum með minn fjárhag er allt fullt af fólki í kringum mig sem er illa sett á margan hátt í þessum hörmungum.

Strákurinn minn í Árósum á dágóða summu á bankareikningi hér sem hann er að reyna að hafa fyrir sig til að lifa á en því miður þá færði hann ekki þá peninga yfir um leið og hann flutti enda skammur tíma síðan hann fór og það þarf að læra á ýmislegt og kynna sér starfsemina í öðru landi áður en hlaupið er með peningana sína úr "örygginu" á Íslandi í erlenda banka!

Tengdadóttir mín í Kaupmannahöfn ætlaði að koma heim með Magneu sína í næstu viku, en peningarnir stoppa það af öllum líkindum í þetta sinn. Nú kostar fargjaldið fyrir þær tvær fram og til baka "hundrað tuttugu fjögur þúsund" !

Þetta er sorglegt að komast ekki heim og sjá manninn sinn leika í fyrsta skipti á Íslandi síðan hann útskrifaðist.

Ég átti smápening inni á sjóð níu, en ég hrósa happi yfir því að hafa keypt eldhúsinréttingu fyrir peninginn áður en allt fór í kúk og piss ásamt misnotkuninni á þessum sjóðum almennings til hlutabréfakaupa forkólfa bankanna í landinu!

Skyldi verða tekið á því hér á landi?

Ég ætla til Svíþjóðar í næstu viku til dóttur minnar. Þið skuluð ekki verða hissa þótt ég komi ekki til baka!

Ég segi sonna eins og Jenný.

 


Bloggfærslur 6. október 2008

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband