Leita í fréttum mbl.is

Réttur foreldra og sakarvottorð

Sakavottorð er eitt af því sem beðið er um þegar ráðið er til vinnu í Danmörku. Í það minnsta ef unnið er með fólk.

Hér á landi hefur það ekki tíðkast, en það brá svo við að nýtt fólk sem kom til vinnu hjá Akraneskaupstað í haust þurfti að skila sakarvottorði og er það vel.

Það er kannski undarlegt til þess að hugsa að Bretar eru að fara á stað með opinberanir á kynferðisglæpamönnum sem setið hafa af sér. Rannsóknir sýna að það er nánast ekki hægt að koma í veg fyrir það að þessir menn endurtaki ekki glæpinn.

Mér er ætíð minnisstæð réttarhöld sem fóru fram í Þýskalandi á níunda áratugnum yfir manni sem nauðgaði og drap stúlkubarn, sex ára gamla minnir mig. Hann hafði setið inni fyrir samskonar glæpi og verið tekin úr sambandi, en fékk leyfi vegna sambúðar við konu mörgum árum eftir að hann var laus, að láta setja sig í samband og það endaði svona. Móðir stúlkunnar skaut manninn til bana í réttarsalnum þegar réttarhöldin voru farin að draga í land með hans sekt og útlit fyrir mjög vægan dóm. Barnið var einkabarn móðurinnar og hann hafði lokkað hana með sér í garð.


mbl.is Foreldrar fá upplýsingar um kynferðisglæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2008

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband