Leita í fréttum mbl.is

Silla 85 ára í dag.

Sigurlaug Arndal StefánsdóttirSilla frænka, móðirsystir mín er 85 ára í dag. Hún hélt partý í gær á Blönduósi og voru nokkur hundruð manns í partýinu.

Sigurlaug Arndal Stefánsdóttir frænka er elst systra sinna sex  en á tvo bræður að auki einn eldri og annan yngri. Hún er grunnskólakennari með handmennt sem aðalgrein. Hún kenndi lengst af í Þorlákshöfn þar sem maður hennar Gunnar Markússon var skólastjóri. Þau eignuðust fjögur börn, Hildi, Þór Jens, Stefán og Ágústu. Gunnar lést fyrir tæpum tíu árum.

Nokkru eftir fráfall Gunnars kynntist Silla Torfa Jónssyni  frá Torfalæk í Austur Húnavatnssýslu og flutti hún til hans í íbúð fyrir aldraða á Blönduósi. Þau áttu nokkur mjög góð ár saman en Torfi hefur dvalið á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi á annað ár.

Til hamingju Silla mín með daginn og takk fyrir boðið í gær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Glæsileg kona Silla frænka þín.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 09:03

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þakka þér fyrir Hulda mín. En tilfellið er að hún er heppin með útlitið því húðin á henni er eins og hún hafi farið í margar strekkingar eins og einn af ræðumönnum í veislunni komst að orði!

Edda Agnarsdóttir, 27.2.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband