7.3.2007 | 17:52
Jafnaðarmenn, kvenfrelsi og Ingibjörg Sólrún.
Á búsetuárum mínum í Danmörku árin 1982 til 1987 breyttist mín póltíska sýn frá því að hafa verið hlynnt vinstrihreyfingum eins og Aþýðubandalaginu sem var minn flokkur yfir í hugmyndir um jafnaðarmennsku og jafnaðarmannaflokk eins og ég kynntist í Danmörku. Jafnaðarmannahugsjónin hafði aldrei náð til mín á Íslandi, þó að Alþýðuflokkurinn hafi reynt sitt til að koma því á framfæri, náði það ekki eyrum mínum. En þegar tækifærið kom með sameiningu tveggja fyrrnefndu flokka ásamt Kvennalistanum vildi ég vera með í því.
Kvennlistinn var stofnaður 1983 og bauð fram sama ár. Ég kaus hann með glöðu geði og alltaf eftir það. Árið 1999 er Kvennalistinn lagður niður og kvennlistakonur tvístruðust, samt voru meirihluti kvenna Kvennlistans samþykkur því að ganga í bandalag með Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Jóhönnu Sigurðardóttur (Þjóðvaki) mynda eina heild sem jafnaðarmannaflokkur sem fékk stuttu síðar nafnið Samfylkingin.
Á ýmsu gekk á í byrjun og man ég sérstaklega eftir sameiningarferlinu hér á Akranesi. Hér á Akranesi varð ekki eins sterkt vart við andstöðu kvenna úr Alþýðubandalaginu eins og á Reykjavíkursvæðinu vegna hræðslu við hægrisveiflu með kosningabandalagið. Kvennalistinn kom með sínar kröfur inn í bandalagið og var ein krafan "barátta fyrir kvenfrelsi" í yfirskrift kosningabandlagsins. Alþýðuflokkskonur höfðu engan skilning á þessu hugtaki og fannst þetta orð móðgun við sig sem konur.
Ég var mér vel meðvituð um að það tæki langan tíma að koma þessu heim og saman og verða stór flokkur. Samfylkingin bauð sig fram sem kosningabandalag árið 1999 undir forystu Margrétar Frímannsdóttur og fékk tæp 27% atkvæða eða mest atkvæða sem höfðu mælst hjá einum flokki á vinstri væng og 17 þingmenn. Árið 2003 fékk Samfylkingin 31% atkvæði og 19 menn inn á þing. Össur Skarphéðinsson var formaður frá 2000 - 2005 og þá tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við formennsku.
Í svona stórum flokki er erfitt að samræma ýmis sjónarmið sem hafa fylgt sameiningunni og ýmsir skuggar hafa fylgt henni, en nú er stundin runnin upp og við drepum alla skugga með ljósgeisla okkar sem er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir næsti forsætisráðherra Íslands. Það er kona sem hefur sýnt það og sannað með veru sinni sem borgarstjóri að hún gerir hvorki upp á milli fólks hvar sem það stendur í stjórnmálum, eða hverra manna það er. Ánægjulegast er þó að hún hefur haft og hefur enn sterka sýn á frelsisþrá kvenna undan viðjum vanans sem getur m.a. falist í ofbeldi og kúgun.
Annað tækifæri gefst okkur ekki fyrr en eftir dúk og disk, hvergi er kona í forustu nema hjá Samfylkingunni. Er annars einhver annar foringi í dag feministi ?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Ágúst.
Ég var að lesa skemmtilegan pistil áðan um m.a. ein rökin fyrir því að kjósa Ingibjörgu.
Edda Agnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 19:06
Ég kýs Samfylkinguna vegna þess fyrir hvað hún stendur. Það er ekki verra að þar skuli kona standa í stefni. En skoðanir mínar í landsbyggðarpólitík byggjast ekki svo mjög á fólki, heldur mikli frekar málefnum. Þess vegna er Samfylkingin minn flokkur í dag.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.3.2007 kl. 19:38
Til hamingju með daginn Edda mín,
Baráttukveðjur frá Jenny
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 12:19
Þá loks konur eiga góðan valkost á að eignast í fyrsta sinn forsætisráðhr.Ingibörgu Sólrúnu,þá hlaupa þær yfir til VG.Nú fer ég að skilja af hverju konum gengur svona illa í jafnréttismálum,þær skortir skipulag og samstöðu.Mér finnst hart að þurfa að segja þetta,því konur eru á flestum sviðum hæfari en karlmenn.Stöðugur rógur og níð íhaldsins gegn ISG hefur haft sín áhrif.Mér finnst þingflokkur Samf.ekki hafa staðið nógu þétt við hlið ISG í þessum átökum.
Kristján Pétursson, 9.3.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.