11.3.2007 | 18:42
Hvar er þetta kvenmannsleysi Samfylkingarinnar?
Að undanförnu hafa fjölmiðlar verið að birta skoðanakannanir um fylgi flokkanna til alþingiskosninga og hefur fylgishrun Samfylkingarinnar verið stöðugt. Vísbendingar hafa komið fram í könnunum um að konur flykkist yfir á Vinstri Græna. Í bloggheiminum má sjá ýmsar athugasemdir hér og þar um að Samfylkingin sé orðin karlaflokkur og ekkert nema karlar á listum og Ingibjörg ein að rogast með karlastóðið á eftir sér. Ekki hefur heldur vantað yfirlýsingar þess efnis að Vinstri Græn séu eini femínista flokkurinn.
En lítum á staðreyndir. Í landinu í dag eru sex kjördæmi og yfirleitt í kringum 20 manns á hverjum framboðslista innan kjördæmis (eða frá 18 upp í 24). Hjá báðum þessum flokkum er yfirleitt jöfn skipting milli kynja á listunum. Undantekningarnar eru Reykjaneskjördæmi hjá Samfylkingunni þar sem 11 konur eru á lista á móti 13 karlmönnum og hjá Vinstri Græn er það öfugt í sama kjördæmi eða 13 konur og 11 karlar.
Samtals í framboði fyrir hvorn lista eru 126 og þar af 62 konur fyrir Samfylkingu og 66 konur fyrir Vinstri Græn í öllu landinu.
Af þessum sex kjördæmum er aðeins ein kona Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í fyrsta sæti fyrir Samfylkinguna og er það miður að ekki skulu vera fleiri konur í fyrsta sæti. Þetta er niðurstaða prófkjörs.
Hjá Vinstri Græn eru aðeins tvær konur í fyrsta sæti eða Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Rvk.-s. og Katrín Jakobsdóttir fyrir Rvk.-s. Hjá þessum flokki Vinstri Græn er raðað á lista og fleiri konur samtals á listunum en karlmenn - en samt!
Af hverju?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Er ekki verið að tala um að konur ætli ekki að kjósa Samfylkinguna. En enn hefur þátttaka í þessum könnunum ekki verið meiri en um 60% og stærsti hluti svarenda er í Reykjavík. Ég vil fá eina landsbyggðarkönnun. Og annað. Ég er farin að efast um að ég sé í þjóðskránni. Ég hef aldrei, segi og skrifa aldrei lent í skoðanakönnun!
Eg. (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.