Leita í fréttum mbl.is

Vantar konur á Íslandi?

Í fréttum sjónvarps klukkan 10 í kvöld var viðtal við Valgerði Sverrisdóttur vegna næsta hóps flóttamanna sem Ísendingar ætla að taka á móti. Hún sagði að það stæði til að samsetning hópsins yrðu einstæðar mæður og í síðasta hópi hefði verið töluvert af einstæðum mæðrum.

Nú er það auðvitað til fyrirmyndar að taka á móti einstæðum mæðrum og verða þeim til aðstoðar, en einhvernvegin læddist að mér sá grunur að þarna væri um stjórnsýslu ákvörðun að ræða vegna flótta íslenskra kvenna úr dreifbýli í þéttbýli og þá getur nú verið gott að ná í svona einn hóp af konum (þótt það séu flóttakonur) og planta þeim í dreifbýlið og svo getur alltaf gerst þau undur og stórmerki að þær setjist að og giftist karlpeningi dreifbýlisins (m.a.bændum) sem er yfirgefinn af íslenskum flóttakonum!

Það skyldi þó aldrei vera að Framsókn sé komin með hjónabandsmiðlun? 

Færi ekki betur á því að við byrjuðum í eigin ranni og kæmum í veg fyrir flótta íslenskra kvenna úr dreifbýlinu vegna skorts á atvinnutækifærum og sköpuðum þeim einhverja atvinnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Edda þakka þér fyrir kveðjuna, hittumst fljótlega (búin að tala við Ingu?)

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Mikið rétt. En Valgerður er svo heltekin af ferðalögum og virðist vera fullviss um að hún verði í sama djobbi að kosningum loknum. Ég segi bara við þessu eins og svo mörgu öðru; maður líttu þér nær.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 08:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst eitthvað svo óhugnanlegt þetta selektíva dæmi í sambandi við flóttamenn.  Tökum 10 konur með börn, 4 fríska karlmenn og 1 hjón og..og.. Minnir mig á eitthvað miður fallegt frá Þýskalandi rétt fyrir miðja síðustu öld.

Ég er á því að það sé bara gott að fá útlendinga til landsins, en helst ekki til undaneldis uppi í afdölum.

Megum við eiga von á að það verði farið í þröngar skilgreiningar eins og 2 menn bláeygðir,  konur 4, 163-170 cm á hæð??? Hvað halda íslendinar að þeir séu?  Er ekki í lagi heima hjá okkur Valgerður???

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband