Leita í fréttum mbl.is

Óhugnaður sem erfitt er að horfast í augu við.

Þegar frétt eins og þessi um barnaklám ber fyrir augu manns langar manni helst til að hlaupa yfir þetta og gleyma þessu eða þykjast varla hafa tekið eftir þessu. það er hluti af afneitun sem flestir ef ekki allir glíma við í einhvern tíma lífsferils síns um svo margt sem við upplifum og verðum áskynja.

Ég get ekki betur séð en það þurfi eihverskonar netlöggu! Þar er ég alveg sammála þeim sem fram hafa komið með þá hugmynd um skipulagt eftirlit á netinu með klámi.


mbl.is Um 30-40% ábendinga barnaklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka töluvert um það að klám sé sent í bréfpósti líka.  Er ekki eðlilegt að póstur verði líka opnaður og rannsakaður?

Kalli (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:00

2 identicon

Vegna þess að tenglarnir eru settir inn í góðri trú.

Kalli (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:16

3 identicon

Halda áframhalda klámi að börnum? 

Horfðirðu ekki á fréttina? 

Kalli (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til upprætingar barnakláms á netinu auðvitað netlöggu og ekki seinna en strax

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 23:46

5 identicon

Öruggast væri að hafa eftirlit með öllum samskiptum því barnaklám og ólöglegar tælingar eru ekki einskorðaðar við netið.  Við höfum mörg dæmi um það að menn hafi tælt börn í gegnum síma eða fengið ólöglegt klámefni sent í pósti.

Verstu dæmin eru samt auðvitað þegar dólgarnir herja á börnin fyrir utan skólana, og jafnvel reyna að selja skólabörnum fíkniefni.

Til að uppræta það verðum við að byggja rammgerða girðingu í kringum alla barnaskóla landsins - mannaða lögreglumönnum, og ekki seinna en strax.

Kalli (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 00:20

6 identicon

Framkvæmdastjóri Barnaheilla, Petrína Ásgeirsdóttir, talaði um málið af einskærri skynsemi.  Netið er án landamæra og númer 1,2 og 3 væri að kenna börnum rétta umgengni.

Við bönnum ekki bifreiðar, báta eða sundlaugar.  Það sem við gerum er gæta að börnum okkur og kennum þeim að umgangast hlutina.

Kalli (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 00:29

7 identicon

Með einfaldri leit á google náði ég að finna rétt rúma milljón síðna sem innihalda eða benda á upplýsingar um hvernig hægt er að vernda og / eða hafa umsjón með notkun barna eða annara viðkvæmra á internetinu. Þar á meðal var að finna fjölmörg forrit og viðbætur við vafra til þess arna. Dæmi um forrit er NetNanny, CyberSitter omfl. Sum þessara forrita eru ókeypis, sum kosta pening, þó smáræði miðað við mikilvægi þess sem um ræðir. Þó er það galli sjálfvirkninnar sem þar fæst, að hún verður aldrei fullkomin.

Nú, svo er auðvitað hugmyndin sem hefur verið viðruð, að ske kynni fylgist foreldri með barninu þar sem það situr við tölvuskjáinn, nýjasta friðargjafa nútímauppeldisaðilans.

Kannski væri yfirvinnutímanum sem fer í að borga nýjasta flatsjónvarpið eða lúxusjeppann betur varið við hlið afkvæmisins.

(Google leitin var "child filter for internet browsers")

Högni (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband