Leita í fréttum mbl.is

Stelpustund í kvöld á Akranesi!

Stelpukvöld var haldið í kvöld í kosningamiðstöðinni að Skólabraut 28. Þar áttum við góða kvöldstund og ræddum baráttuna framundan. Ákveðið var að hittast í kosningamiðstöðinni á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20 fram að kosningum.

Við ætlum að fá til okkar reynslubolta úr pólitíkinni til að koma og stytta okkur stundir og fræða okkur betur.

Næsta mál verður "Fagra Ísland" þar sem Samfylkingin telur að nú sé sérstaklega mikilvægt að rétta hlut náttúruverndar á Íslandi gagnvart hagsmunum stóriðju, sem hefur notið algers forgangs í atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undanfarin áratug.

Það verður spennandi að fara í gegn um þessar tillögur Samfylkingarinnar ekki síst vegna þess að við búum hér í næsta nágrenni við stóriðjur og stór hluti bæjarbúa byggja afkomu sína á þeim. Nú þarf að finna jafnvægið í uppbyggingu atvinnuvega í landinu og hugsa um allt landið í þeim efnum og bæta hag kvenna og stöðva flótta kvenna úr dreifbýli í þéttbýli.

Gaman saman hjá okkur!

x-S(telpur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helvíti ertu dugle, þessi síða er líka orðin mjög flott hjá þér.

kveðja borghildur

Borghildur Jósúadóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:12

2 identicon

Þú ert frábær Edda.

Ég kemst því miður ekki á miðvikudaginn þar sem ég verð hálfa næstu viku á ráðstefnu um málefni innflytjenda á Ísafirði - kannski kem ég þarnæst og segi ykkur frá einhverju merkilegu sem ég kemst á snoðir um þar

 Kveðja,

Anna Lára

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir kveðjurnarfrá ykkur báðum. Já Anna Lára það væri gaman að heyra frá því sem þú ert að taka þér fyrir hendur.

Sjáumst í baráttunni!

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góða skemmtuj - og barátturkveðjur frá Ísafirði

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.3.2007 kl. 09:41

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það væri flott ef skoðanakönnunin þín sýndi raunverulega hvað fólk ætlar að kjósa 12. maí, en ég er skíthrædd um að það sé mest Samfylkingarfólk sem skoðar hana. Baráttukveðjur. Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.3.2007 kl. 11:08

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur í hóp er nánast alltaf af hinu góða.  Hafið það huggulegt elskurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 15:47

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Gott að heyra að þið eruð kominn á fulla ferð á skaganum.Fagra Ísland þarf að hljóma í allra eyrum.VIÐ föfum besta málstaðinn,við verðum að koma honum til skila.Maður á mann var sagt í gamla daga,þegar dró að kosningum.Er í dag að blogga um vændið,það verðum við að gera að stóru kosningamáli.Ég get orðið að liði í þeim málum.

Kristján Pétursson, 25.3.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband