Leita í fréttum mbl.is

Þrjár konur

Þrjár konur voru í Silfri Egils rétt áðan Andrea Ólafsdóttir VG, Ósk Vilhjálmsdóttir Íslandshreyfingin og Erla Ósk Ásgeirsdóttir D. Umræðuefnið var kvennafylgið til Vinstri græna og afhverju það stafaði. Andrea sagði að þeirra fylgi frá konum byggðist á skýrri málefnastefnu í kvenfrelsis og jafnréttismálum ásamt umhverfismálum en Ósk taldi að kvennafylgi til VG væri fyrst og fremst vegna umhverfismála.

Erla sagði að það væri vissulega áhyggjuefni að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að höfða til kvenna og sagði klárt að það þyrfti að taka á launmismuninum á milli kynja í þjóðfélaginu og hún væri ekki sammála kenningum Heiðrúnar Lindar í þeim efnum.

Ágúst Ólafur Ágústsson sat með þeim fyrir Samfylkinguna og sagði m.a. að Ingibjörg Sólrún hefði sýnt það í verki meðan hún var borgarstjóri að koma á jafnræði í launum borgarstarfsmanna og það hefði ekki verið nokkur vandi fyrir Sjálfstæðismenn að leiðrétta þennan launamismun kynjana í þessi 16 ár sem þeir hafa stjórnað, allt sem þyrfti væri viljinn.  Ágúst lagði ríka áherslu á að velferðarmál væru mál málanna og fólk gæti ekki einungis kosið um umhverfismál í kosningunum.

Erla hafði ekki roð við viðmælendum sínum og held ég að það hafi verið fyrir ákveðið þjálfunarleysi. Henni til vorkunar má segja að þarna var á ferðinni  konur sem greinilega hafa mun meiri reynslu í að koma fram á opinberum vettvangi. En það er ekki þar með sagt að konur eigi ekki að koma fram í þætti eins og Silfri Egils, mér finnst að þátturinn eigi að vinna af því að leyfa nýju fólki að komast að og um leið þjálfast það í umræðum í sjónvarpi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá bara þrjár í einu í Silfrinu.  Egill er á uppleið.  Takk fyrir góðan pistil

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband