Leita í fréttum mbl.is

Betra í dag en í gær

Jæja, þá er þreytan ekki eins yfirþyrmandi og hún var í gær. Er aðeins að skríða saman og reyna jákvæðu hugsanirnar.

Það er margt athyglisvert á blogginu þessa daga. Það er ótrúlegt hvað sum mál kalla á mikil viðbrögð sem snúast algjörlega á haus  við efnistök færslna. Eitt málið eru skrif Ólínar Þorvarðardóttur um fyrirsagnir fjölmiðla og tók hún dæmi af fyrirsögn um umfjöllun Baugsmálsins. Það varð bara allt vitlaust og flestu ef ekki öllu snúið á haus og rætnar athugasemdir sem er ekki fólki bjóðandi.

Eins og bloggið getur verið skemmtilegt og áhrifaríkt sem miðill eru því miður allt of margir skussar innan um  og eða mennskar manneskjur sem kunna ekki almenna kurteisi eða samskipti.

Það ætti að vera til sér síða fyrir þetta fólk fyrir útrásrþörf sem yrði eins og meðferðarblogg fyrir viðkomandi!

ps. breytt 29. mars föðurnafn Ólínar var vitlaust  - fyrirgefið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér Edda.  Það er ótrúlegt "skítkast" hjá sumu fólki á blogginu, dónaskapur og ómálefnalegheit.  Þetta er þó helst hjá fólki sem skrifar nafnlaust en alls ekki alltaf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband