9.4.2007 | 01:42
Titringur
Það er gaman í bloggheimum núna. Það er heilmikið skrifað um niðurstöður nýjustu kannana Capacent Gallups og ekki fæ ég betur séð en Sjálfstæðismenn séu languppteknastir af því að skrifa um óvinsældir Ingibjargar. Þeir eru svo uppteknir af því hvernig Samfylkingarmenn bregðast við niðurstöðunum að þeir gera sér bæði upp hugmyndir um skoðanir þeirra og vísa líka beint á bloggsíður Samfylkingafólks til að vísa í "feluskap" um könnunina af því skrif þeirra fjalla ekki um könnunina.
Það er eitt að hafa óskhyggju um það hvað aðrir skrifa um á bloggsíðum sínum, en annað er að virða skrif fólks án þess að gera því upp væl, þagnir og fleira.
Eitt er merkilegt við þessi skrif er að langtum meirihluti þess sem skrifar eru karlmenn. Nokkrar konur taka þátt og þá aðallega í athugasemdarskrifum.
Ég velti því alvarlega fyrir mér eftir skönnunina hér í bloggheimum sem virðist vera karlmenn í meirihluta að blogga, alltént sem er áberandi (hef engar tölur um þetta) og á vinsælum bloggum eins og það heitir hér á mbl.is að kona í forustu og valdastöðu sem hefur sýnt og sannað að hafa skákað því valdi sem hefur mest og oftast ráðið ríkjum hér á landi er ekki "þessum" karlmönnum þóknanleg. Ögrunin er greinilega of mikil.
Þessi titringur karlmanna minnir mig á blóm sem ég hef stundum átt í gegn um tíðina er gullfallegt og heitir "Titrandi karlmannshjarta". Blöðin á blóminu eru hjartalöguð og pínulítil og stilkurinn svo grannur að það hreyfist við minnsta tilefni.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Frábær pistill. Það er vísast að þeir sem hafa ekkert til að vera stoltir yfir beina athyglinni frá sjálfum sér með því að benda á einhvern annan sem vissulega ógnar þeim en það er ISG. Frábær kona og pólitíkus. Gleðilegt páskaskott Edda mín
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 11:05
Ég er Samfylkingarmaður og stoltur af því...... ég læt neikvætt tal andstæðinga Ingibjargar Sólrúnar sem vind um eyru þjóta, enda veit ég að skrif og tal þeirra endurspeglar einvörðungu hræðslu þeirra vegna þess að hún er raunveruleg ógn við þá....
Ég ber mikla virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem leiðtoga og held merki hennar á lofti, með stolti, alltaf, allstaðar.
Páll Jóhannesson, 9.4.2007 kl. 11:09
Ég er svo hjartanlega sammála öllu sem hér kemur fram. Ég hef lengi haldið því fram að flestallir Sjálfstæðismenn og margir Framsóknarmenn eigi við einhvern vanda að stríða gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu. Þrátt fyrir að það sé að mörgu leyti dapurlegt að sjá áhrifin að neikvæðri umfjöllun um Ingibjörgu Sólrúnu birtast í þessari könnun þá finnst mér könnunin hafa gildi fyrir þá sök að þar birtist svart á hvítu hverjir það raunverulega eru sem eiga við þennan vanda að stríða. Ætli við verðum bara ekki að vona að þeir hinir sömu fari að sjá ljósið og hætta að líta á Ingibjörgu Sólrúnu sem þessa miklu ógn. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt og sannað allt annað, hún er í mínum huga dæmigerð fyrir auðinn sem býr í krafti kvenna, auð sem því miður er markvisst reynt að halda niðri af "titrandi karlmannshjörtum" og "sjálfstæðum" (eða ættum við kannsi að segja "ó"sjálfstæðum) kvenmannshjörtum líka, því miður.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 13:47
Já Anna, það er erfitt að taka við þessum neikvæðum áhrifum eins og kannanir eru matreiddar og skilur eftir depurð. En nú er bara að tala sjálfan sig til eins og vanin er að tala við börnin, "Ekki gefast upp"
Eggert Herbertsson hefur skrifað færslur um pólitíkina og eimitt nú síðast um Ingibjörgu og gagnrýnina sem beinist að henni, en hann skrifaði líka fyrir nokkrum dögum um það hvernig Ísland hefur litið út að alla þá karlmenn sem gegnt hafa embætti forsætisráðherra frá upphafi, það er hægt að skoða nöfnin hér á karlmönnunum:http://eggerth.blog.is/blog/eggerth/entry/169349/
Edda Agnarsdóttir, 9.4.2007 kl. 14:12
Við þekkum einelti í skólum og vinnustöðum,en nú hefur pólutískt enelti bæst við.Hér á blogginu og Morgunbl.hafa nokkrir sjálfstæðismenn það að atvinnu að skrifa samfellt níð og róg um Ingibjörgu Sólrúnu.Hér er um að ræða fyrsta skipulagða eneltið í rituðu máli á Íslandi.Á rúmu ári hafa birts yfir 200 pislar og blaðagreinar af ádeiliefni gegn ISG.Tvær megin ástæður eru líklegastar fyrir þessum aðgerðum,sú fyrri hræðsla ríkisstjónarfl.við ISG,en sú síðari að eyðileggja stjórnmálaferil hennar.Svona aðgerðir ber að taka alvarlega,því þær ganga beint gegn lýðræðinu og heilbrigðri skoðanamyndun.Við eigum eina örugga leið,það er að þétta raðirnar bak við foringjann okkar ISG og vinna fyrir flokkinn okkar af fullum krafti fram að kosningum.
Kristján Pétursson, 9.4.2007 kl. 18:04
Já, við getum verið stoltar af okkar konu - hún ber af!
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.4.2007 kl. 00:27
Tek undir fyrri athugasemdir - hún er langflottust!
Arna Lára Jónsdóttir, 11.4.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.