Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún drottning Íslands og Össur sterk saman

Ég hlakka til kvöldsins sem verður fundur með stjórnmálaskörungum þjóðarinnar á Akranesi í kvöld kl. 20. Allir eru velkomnir, húsið er stórt enda hýsir það Glitni og þeir eru venjulega ekki í neinum kofum. Húsið hefur stundum verið kallað Verkalýðshöllinn og hentar því vel fyrir drottningu vora.

Ingibjörg drottning stjórnmálanna á Íslandi með alla erfðaprinsanna í kringum sig. Það verður forvitnilegt hvernig það er fyrir íslenska drottningu að kljást við alla erfðaprinsanna og hvort hún þurfi að setja einhverja í ónáð og eða jafnvel í turnin!

En Ingibjörg er góða drottningin svo það er ólíklegt að hún noti sömu aðferðir og vondu drottningarnar. Góðar drottningar kunna að finna lausnir, hún situr hvorki á gullinu sínu eða horfir í spegilinn og segir "Spegill spegill herm þú mér...."

Drottning vor kann líka eilítið aðra hluti en hefðbundnar drottningar (ef núlifandi drottningar eru ekki taldar með) hún kann að tala fallegt mál, hún er góður stílisti í rituðu máli, hún tekur glímuna við andstæðingana án skylminga, hún er feiknagóður verkstjóri, hennar hjarta slær í takt við jafnrétti og systra-bræðralag. hún er góður jafnaðarmaður og hún er kvenfrelsiskona.

Hún er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sara Dögg

Svo sammála þér kæra Edda. Ingibjörg Sólrún er sú kona og stjórnmálakona sem samfélagið okkar þarf svo sannarlega á að halda...enda verður gaman í vor þegar hún sest í forsætisráðherrastólinn og loftar út!

Sara Dögg, 11.4.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Við þurfum að fjölmenna á fundinn.........

Eggert Hjelm Herbertsson, 11.4.2007 kl. 13:56

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Víst er Ingibjörg glæsilegur foringi sem við getum verið stolt af.

Páll Jóhannesson, 11.4.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband