19.4.2007 | 17:37
Stelpukvöld á Akranesi.
Oddný, Anna Kristín, Sunna, Anna og Hafdís
Ég var búin að skrifa heila færslu hér fyrr í dag sem bara hvarf og þolið og tíminn var ekki meir í það skiptið sv ég byrja aftur núna.
Stelpukvöldið var rólegt, fróðlegt og skemmtilegt. Allar kynslóðir kvenna mættu, sú yngsta var 15 ára og elsta rúmlega 60.
Anna Kristín alþingismaður kom beint á fundinn eftir akstur frá Ísafirði, hún er hörkudugleg og fór ekki fyrr en með síðustu konum um kvöldið áfram til Reykjavíkur. Hún sagði okkur fréttir úr kjördæminu og það sem lá henni mest á hjarta í gærkvöldi eftir aksturinn frá Ísafirði eru vegirnir. Hún hafði orð á því að hún dauðvorkenndi atvinnubílstjórunum sem þyrftu að aka í öllum þessum holum og vegleysum mörgum sinnum í mánuði. Það er ótrúlegur kuldi sem fylgir því að hundsa bætta vegagerð og samgöngur um vestfirði. Ríkisstjórnin á þrjá ráðherra í þesssu kjördæmi og erfitt því að skilja viljaleysið eða forgangsröðunina.
Oddný Sturludóttir sveik ekki, hún er dúndur, tónlistarmaður, rithöfundur og með mikla leikhæfileika. Hún sagði okkur frá því hver kveikjan var að því að hún fór í prófkjör og síðar í framboð til borgarstjórnarkosninganna vorið 2006. Kveikjan var sem sagt bók. Engin furða. Oddný þýddi bók bresku blaðakonunnar Allison Pearson I DON'T KNOW HOW SHE DOES IT sem fékk heitið MÓÐIR Í HJÁVERKUM á íslensku. Konur sem lásu bókina hvöttu Oddnýju til dáða og sögðu að hún ætti að gefa kost á sér í pólitík, hún tók áskoruninni. Oddný sagði okkur frá því í leikrænum stíl hvernig upplifun hennar af samskiptum við hina keppinautana voru í prófkjörinu ásamt ýmsum hindrunum sem mættu henni í gegn um þetta "verkefni" sem gæti allt eins verið "vandamál" eftir því hvernig á það er litið. En að draga andann og trúa á sjálfan sig fyrst og fremst er kúnstinn og leyfa efasemdunum að marinerast með. Ég get fullyrt það að við konur lærðum ýmislegt á því að hlusta á hennar reynslu og ekki síður á þær hugmyndir sem hún hafði fram að færa.
Takk fyrir að vera með okkur Oddný og Anna. Hér koma myndir sem teknar voru seint, því auðvitað gleymdum við allar myndavélum og fengum svo eina senda utan úr bæ, kannski aðeins of seint!
Anna Lára, Borghildur og Edda
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Takk fyrir rapportið. Án þess að það hafi nokkuð með flokkslínur að gera hefði ég gjarnan viljað vera þarna og hlusta á konur deila reynslu sinni af stjórnmálum Þekki Önnu Kristínu úr fyrra starfi hennar, átti við hana afar gott samstarf gegnum starf mitt í HA meðan hún vann í símenntunargeiranum. Ég álít Samfylkinguna afskaplega heppna að hafa manneskju eins og hana innanborðs. Var reyndar ósátt við að sjá hana ekki ofar á listanum. Ég hef skrifað um það í bloggfærslum að ég telji prófkjör ekki vænlega leið til að jafna hlut kvenna í stjórnmálum og fannst gengi Önnu Kristínar dæmi um það. Hún hefur sýnt og sannað með störfum sínum að hún eigi fullt erindi á þing og ég mun sakna hennar úr þingliðinu á næsta kjörtímabili því að miðað við koðanakannanir sýnist mér hún ekki eiga mikla möguleika :(
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 18:20
Við berjumst samt áfram og viljum helst af öllu fá hana inn þótt það sé á brattann að sækja.
Edda Agnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 18:31
Já - var ekki gaaaaaman!!!
Ég tek undir með nöfnu minni hér að framan, Samfylkingin er heppin að hafa Önnu Kristínu Gunnarsdóttur innan sinna raða. Ég er hins vegar ósammála því að hún eigi litla möguleika á því að komast á þing. Vissulega vantar herslu muninn upp á - en ef við sem trúum á Önnu Kristínu og hennar hugsjónir leggjumst á eitt við að kynna þau mál sem hún mun setja á oddinn í framtíðinni og líka þau fjölmörgu mál sem hún hefur barist fyrir - hef ég fulla trú á því að Samfylkingin hljóti þann stuðning sem þarf til að koma þessari frábæru konu að. KOMASO!
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:33
Ég er sammála Önnu Ó að það er ekki vænleg leið til að jafna hlutföll kynjanna á framboðslistum að hafa prófkjör. En þetta er auðvitað okkur að kenna. Við látum kallana vaða yfir okkur aftur og aftur og erum svo ekki nægilega reiðubúnar til að blanda okkur í slaginn þegar á hólminn er komið. Koma svo stelpur!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.4.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.