21.4.2007 | 20:26
Borgarnes - Félagsbær
Stuðið var í Félagsbæ í gærkvöldi. Kosningaskrifstofan var opnuð og frambjóðendur mættu úr kjördæminu, Reykjavík og Kraganum. Séra Karl Valgarður Matthíasson sagði nokkur hvatningaorð til félaganna og skoraði á annan prest í salnum að taka til máls Þorbjörn Hlyn Árnason fyrirvaralaust, hann tók áskoruninni en hleypti Ingibjörgu Sólrúnu fyrst að sem varð tíðrætt um STUÐIÐ í Samfylkingunni þessa daganna og breytinguna sem hefur orðið baráttunni eftir landsfundinn.
Þorbjörn Hlynur sagði sögu af ömmu sinni og föðurbróður sem var mikill krati og gekk í hús í Kópavogi með áróðursplögg fyrir einhverjar kosningar og lét það gott heita þótt sumir hafi tekið feil á honum og bróður hans prestinum í Kópavogi á þessum tíma sem var séra Árni Pálsson. Einhver konan hafði víst misst næstum úr sér augun af undran og sagt, svo þú ert krati? Já sagði frændinn og það var líka Jesú!
Svo kom Össur, eldhress að vanda og sagði að fyrsta verkið ef þau kæmust í ríkisstjórn væri að taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða.
Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason úr Kraganum komu svo saman upp og Gunnar fór á kostum í gríni og Árni fór með vísu um ömmu sína sem Þorbjörn Hlynur hafði talað um, þetta var allt mjög létt og allir í stuði Þeir bentu á mikilvægi þess að hvar sem búsetan er getur atkvæðið virkað á heildina .
Anna Kristín Gunnarsdóttir mætti öllum að óvörum, því hún var á ferðalagi um kjördæmið og mikið að gera en kom samt. Hún benti fundarmönnum á það að eini sjensinn til að fá konu í raðir þingmanna úr þessu kjördæmi væri hún og þessvegna þyrftu allir að kjósa.
Söngkvartettin Silvurrefirnir skemmtu með söng og Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnaði og hélt utan um þetta eins og kvenfrelsiskonu sæmir!
Svo má ekki gleyma kaffinu og öllum fínu kökunum sem allt var heimagert í Borganesi.
Takk fyrir mig, þetta var ein besta skemmtun sem ég hef fengið.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Gangi ykkur vel í baráttunni. Við eigum verkefni fyrir höndum þið og við VG en það er að fella ríkisstjórnina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 21:54
Já Jenný, við verðum að skipta um ríkisstjórn!
Edda Agnarsdóttir, 22.4.2007 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.