Leita í fréttum mbl.is

Kirkjan

Ég er svo heppin að ég hef aldrei verið í þjóðkirkjunni. Þannig er nefnilega að ég á mömmu sem ólst upp í annari kirkjudeild en þjóðkirkjunni og hún var því ekki skráð í þjóðkirkjuna og börnin fylgja mæðrum sínum hvað þetta snertir samkvæmt lögum.

Pabbi hefur alltaf verið þar en ég, mamma og öll systkini mín ásamt börnum mínum eru ekki í þjóðkirkkjunni þrátt fyrir að hafa notið þjónustu hennar endrum og sinnum. Þess vegna þarf að sækja formlega um það að fá að vera í þjóðkirkjunni alveg eins og það þarf að sækja formlega um úrsögn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skráði mig úr í dag og svo er um fleiri.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 22:02

2 identicon

Sæl kæra frænka. Gaman að sjá síðuna þína. En af hverju ertu svona heppin að vera ekki í þjóðkirkjunni ?

Kristinn Ásgrímsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kæri frændi. Eins og þú hefur orðið var við hefur kirkjan ekki nútímann að viðhorfi og oft erfitt að koma kreddum frá kirkjunni. Núna skrifa ég þetta um leið og fjöldi fólks segir sig úr þjóðkirjkunni vegna þeirra mannréttindabrota sem sammþykkt var á kirkjuþingi þ.e. ekki leyfðar giftingar á samkynhneigðum. Ég er á móti allri mismunun á manneskjunni nema ef um jákvæða mismunun er að ræða, hvort sem hún er hvít, svört, gagnkynhneigð, samkynhneigð, múslimi eða kristin. Fólk á að lifa í sátt og samlyndi og umburðarlyndi ekki síst UMBURÐARLYNDI.

En þegar deilur koma upp hjá þjóðkirkjunni bæði hvað varðar þetta mál og önnur eins kynferðisafbrotamál, þá er ég fegin og eða heppin að vera ekki í þjóðkirkjunni í staðin fyrir að spila jójó eða inn og út úr kirkju eins og nokkrir hafa þurfta gera. Það getur verið að það falli undir hræsni, en... hver veit nema að ég fái ekki lengur þjónustu hjá þjóðkirkjunni afþví ég er ekki á skrá þar, hingað til hefur það verið í lagi,  en voru ekki einhverjir prestar að neita börnum um fermingar af því þau voru ekki skráð í þjóðkirkjuna?

Edda Agnarsdóttir, 28.4.2007 kl. 12:34

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Kæra frænka mín. Ég held að "nútímaviðhorf" sé ekki góður grundvöllur. Sjáðu til í dag erum við ekki sammála, en ef á morgunn tíðarandinn breytist þá allt í einu erum við sammála. Nútíminn fyrir c.a 30 árum fannst  það sem við köllum " samkynhneigð " í dag mjög óeðlilegur hlutur. Þetta var víst eins á dögum Jesú, þegar hann kom ríðandi á asna inn í Jerúsalem, þó hyllti mannfjöldinn hann. Aðeins nokkrum dögum síðar hrópaði sami mannfjöldi,: Krossfestið hann.

En gangi þér allt í haginn og það er orðið allt of langt síðan við höfum sést.

Við höfum greinilega margt að ræða.

Kristinn Ásgrímsson, 28.4.2007 kl. 16:05

5 identicon

Er ég ekki í þjóðkirkjunni?

Sindri Birgisson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 11:16

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ekki nema þú hafir sótt formlega um inn í hana.

Edda Agnarsdóttir, 29.4.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband