Leita í fréttum mbl.is

Veist þú að:

  • Samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var dagana 23. - 28. apríl með hringingu í 3600 manns á kosningaaldri og lagðar fyrir spurningar um nokkra málaflokka sem kosið yrði um í vor, eru að VELFERÐAMÁLIN voru efst á listanum yfir allt landið og einnig í hverju kjördæmi fyrir sig.
  • Að Samfylkingin hefur gert aðgerðaráætlun í málefnum barna sem heitir "Unga Ísland".
  • Að í þessari áætlun er ýmislegt upptalið sem þú vissir ekki um eins og að: Vinnuvika íslenskra foreldra er ein sú lengsta í Evrópu og á Íslandi er hæst hlufall kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það eignast þær næst flest börn kvenna í Evrópu.
  • Barnabætur eru orðnar að láglaunabótum og byrja að skerðast hjá einstæðum foreldrum við 93 þúsund krónur. Ótekjutengdar barnabætur voru greiddar til 16 ára aldurs barna árið 1995 þegar ríkisstjórnin tók við, en nú einungis til 7 ára aldurs barns. Kostnaður foreldra við barn í grunnskóla er ekki minni en við barn í leikskóla.
  • Húsnæðiskostnaður hefur aukist á síðustu misserum, bæði með hækkandi verði og hækkandi verðbólgukostnaði. Árið 2002 þurfti eigið fé ungs fólks við kaup á 3ja herbergja íbúð að vera í kringum ein milljón króna. En nú árið 2007 þarf ungt fólk að eiga meira en fimm milljónir til kaupa á sambærilegri íbúð. Þetta bil er brúað með lánum og yfirdrætti á ofurvöxtum.

Sumt af þessu hér fyrir ofan er tekið beint út úr aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar og sett hér inn í tilefni verkalýðsdagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín kæra tók þátt í þessari könnun og gaf velferðarmálunum þyngsta vægi.  Nú brettum við VG og Samfó upp ermar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 01:51

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

1. maí - til hamingju með daginn

Páll Jóhannesson, 1.5.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband