Leita í fréttum mbl.is

Grænfáninn og óvissuferðin.

Bloggvinkona mín Jenný er að forvitnast um Grænfánann, svo ég ákvað að segja lítillega frá markmiðum hans. Grænfáninn er verkefni á vegum Landverndar og geta skólar sótt um að flagga grænfánanum eftir forvinnu sem felst í skrefunum sjö, http://www.landvernd.is/graenfaninn/yflokkar.asp?flokkur=1042 eftir það er ætlast til að skólar haldi þessu við með eftirliti landverndar og er Brekkubæjarskóli einn af fimmtán skólum í ár sem getur flaggað Grænfánanum. Ég hef tekið þátt í Grænfánateyminu í vetur og hefur það bæði verið gagnlegt og skemmtilegt. http://www.landvernd.is/default.asp. Á heimasíðu Brekkubæjarskóla er líka hægt að kynna sér skýrslu skólans til landverndar eftir tveggja ára vinnu. Hér er hægt að sjá hvernig við urðum skóli á grænni grein, http://www.brak.is/default.aspsid_id=20030&tre_rod=008|001|&tId=1.

Óvissuferðin byrjaði kl. 13 á föstudaginn eftir deildarfund um morguninn og vinnu við það sem ekki var klárað daginn á undan. Ég var svo þreytt í gær eftir ferðalagið og vinnuvikuna að ég svaf meira og minna í allan gærdag.

Sumir urðu fyrir stundar vonbrigðum þegar ekið var fram hjá veginum upp að Mýrum, nokkrir voru að vona að við færum á Snæfellsjökulinn. En við héldum áfram upp í Borgarfjörð og fyrsta stanzið var við sjoppuna Baulu og varð þar mikill hamagangur á klósettinu. Næsti  staður  var Daníelslundur í Svignaskarði, þar áðum við í hálftíma og fórum í leiki og fengum prince og coc eða ölla. Svo var beygt upp í Bröttubrekku og næsti áningastaður var á einhverju bersvæði þar sem hvorki var hægt að pissa vegna landlagsleysis og borða vegna sterkrar golu eða vinds. Ég fann þó stóra áburðarpoka út við veginn og hljóp þangað í einum spreng og pissaði framan í alþjóð en í skjóli frá samferðafólki.

Næsti áningastaður voru Laugar í Sælingsdal, þar tóku á móti okkur yndisleg hjón frá Akranesi að hálfu, Jörgen (danskur)og Anna Magga sem hafa búið þar í vetur. Jörgen bauð upp á gönguferð og þeir sem ekki vildu í gönguferð gætu stungið sér í laugina. Eftir það var farið í leiki í íþróttahúsinu sem Jörgen stjórnaði. Á Laugum er starfrækt hótel á sumrin og við borðuðum þríréttaðan kvöldverð kl 19, kvöldverðurinn stóð í tvo og hálfan tíma og þreyta komin í liðið. Allan tímann var meira og minna sungið með þrjá gítarleikarar bæði í rútunni og á hótelinu. Heimkoman var  um tólf leytið.

Þetta var stórgóð skemmtun og skemmtinefnd skólans var með allskonar uppátæki á leiðinni og það er galdurinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú veit ég allt sem vert er að vita um þann græna

Edda ég flippaði úr hlátri yfir lýsinguna á pisseríinu.  Það er svo mikið þú eins og ég man þig úr búðinni í denn, með lága tíkó í síða hárinu, ógeðslega sæt og ákveðin og hefðir eimitt gripið til svona ráða ef þú hefðir lent í vandræðum þá.  Takk Edda mín líka fyrir að reyna að siða mig til og segja mér til syndanna þegar ég í barnaskap mínum málaði mig eins og hmm..(hóra) og kæddi mig eins og fíbbl. Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Enn eru sömu áhyggjurnar af unglingsstúlkunum, dætur mínar tvær eiga hálfsystur á unglingsaldri og eru stórhneykslaðar og á útlitinu, klæðnaði, götum og málningu! Vaá Jenný hugsaðu þér alla götunina í dag og húðflúrið sem verður of mikið hjá sumum!

Edda Agnarsdóttir, 11.6.2007 kl. 13:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við vorum heppnar og gátum leiðrétt tískuslys.  Það er annað með tattúin og götunina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband